Heilbrigðisþjónustan í dag, partur 2 Úrsúla Jünemann skrifar 12. júlí 2017 07:00 Það er almennt viðurkennt að sál og líkami mynda eina heild. Ef sálinni líður illa þá hefur það oft neikvæðar afleiðingar á líkamann og starfsemi hans og ef líkaminn er veikur þá eykst álagið á sálina. Þannig að góð heilbrigðisþjónusta ætti að sinna báðum þáttum til að ná bestum árangri. Í Fréttatímanum 17.3. á blaðsíðu 2 lýsir Jón Örn, 57 ára hingað til heilsuhraustur maður, reynslu sinni í samskiptum við bæklunarlækni á einkastofu. Þar var gerð hnéspeglun á honum – frekar meinlaus aðgerð. En hann fékk svæsna sýkingu í hnéð mjög fljótlega og fór oftar en einu sinni aftur til læknisins til þess að láta athuga málið. Læknirinn tók sér aldrei tíma að skoða hann almennilega. Núna liggur hann mjög alvarlega veikur á Landspítalanum. Það er svona tilfelli sem ég er hrædd um að verði ekki einsdæmi þegar einkastofur framkvæma aðgerðir í stórum stíl. Læknar vinna væntanlega sínar aðgerðir þar á færibandi, renna sem flestum sjúklingum í gegn, en taka sér ekki tíma til að sinna þeim á eftir. Einkafyrirtækin vilja auðvitað græða sem mest og þau gera það með því að fá sem flesta sjúklinga á sem skemmstum tíma. Lækna sem vinna þannig myndi ég frekar kalla viðgerðamenn en lækna. Og ekki má horfa fram hjá því að ef mistök verða, eins og í dæminu hér að ofan, þá má Landspítalinn redda málunum, oft á mjög kostnaðarsaman hátt. Snúum okkur núna að sálræna þættinum. Hvernig er líðan sjúklings sem fer í svona „færibandaaðgerð“? Vill hann ekki fá að vita hvað var gert, hvernig og hvers vegna? Það kallar á að hann fái viðtal bæði fyrir og eftir aðgerðina hjá aðgerðalækninum og að hann fái að vita nákvæmlega hvernig staðan er, hvernig batahorfurnar eru og við hverju má ef til vill búast. Ef læknir tekur sér ekki tíma til viðtals þá myndast óvissa, sjúklingnum líður illa og hann gerir sér kannski jafnvel ranghugmyndir. Á Landspítalanum vinna læknar, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk flest öll vinnuna sína undir miklu álagi, en flestir reyna samt að taka sér tíma fyrir sálræna þáttinn. Því miður er ekki of mikið af slíkum tíma afgangs. Að vísu er aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu oft rökstudd með því að þá muni biðlistar styttast. Gott og vel. En af hverju getur ríkið ekki lagt nægilegt fjármagn til þannig að biðlistarnir heyri bráðum sögunni til? Árum saman er búið að svelta heilbrigðiskerfið. Niðurskurður og „hagræðing“ réðu lengi vel ríkjum. Það þarf að binda enda á þetta og núna í „góðærinu og bullandi hagvexti“ ætti að vera hægt að leggja meira fé til. Ég er ekki hrifin af þeirri auknu einkavæðingu sem er í pípunum. Það er mjög gallað kerfi sem mun skapa aukinn kostnað og álag á sjúklinga. Auk þess munu færustu læknir ráða sig á einkastofur þar sem betra kaup er í vændum. Þetta gerist nú þegar. Kári Stefánsson hefur safnað tugum þúsunda af undirskriftum til að ríkið leggi talsvert meira fjármagn í heilbrigðiskerfið og ríkisrekinn spítala. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá heilbrigðisráðherranum ennþá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er almennt viðurkennt að sál og líkami mynda eina heild. Ef sálinni líður illa þá hefur það oft neikvæðar afleiðingar á líkamann og starfsemi hans og ef líkaminn er veikur þá eykst álagið á sálina. Þannig að góð heilbrigðisþjónusta ætti að sinna báðum þáttum til að ná bestum árangri. Í Fréttatímanum 17.3. á blaðsíðu 2 lýsir Jón Örn, 57 ára hingað til heilsuhraustur maður, reynslu sinni í samskiptum við bæklunarlækni á einkastofu. Þar var gerð hnéspeglun á honum – frekar meinlaus aðgerð. En hann fékk svæsna sýkingu í hnéð mjög fljótlega og fór oftar en einu sinni aftur til læknisins til þess að láta athuga málið. Læknirinn tók sér aldrei tíma að skoða hann almennilega. Núna liggur hann mjög alvarlega veikur á Landspítalanum. Það er svona tilfelli sem ég er hrædd um að verði ekki einsdæmi þegar einkastofur framkvæma aðgerðir í stórum stíl. Læknar vinna væntanlega sínar aðgerðir þar á færibandi, renna sem flestum sjúklingum í gegn, en taka sér ekki tíma til að sinna þeim á eftir. Einkafyrirtækin vilja auðvitað græða sem mest og þau gera það með því að fá sem flesta sjúklinga á sem skemmstum tíma. Lækna sem vinna þannig myndi ég frekar kalla viðgerðamenn en lækna. Og ekki má horfa fram hjá því að ef mistök verða, eins og í dæminu hér að ofan, þá má Landspítalinn redda málunum, oft á mjög kostnaðarsaman hátt. Snúum okkur núna að sálræna þættinum. Hvernig er líðan sjúklings sem fer í svona „færibandaaðgerð“? Vill hann ekki fá að vita hvað var gert, hvernig og hvers vegna? Það kallar á að hann fái viðtal bæði fyrir og eftir aðgerðina hjá aðgerðalækninum og að hann fái að vita nákvæmlega hvernig staðan er, hvernig batahorfurnar eru og við hverju má ef til vill búast. Ef læknir tekur sér ekki tíma til viðtals þá myndast óvissa, sjúklingnum líður illa og hann gerir sér kannski jafnvel ranghugmyndir. Á Landspítalanum vinna læknar, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk flest öll vinnuna sína undir miklu álagi, en flestir reyna samt að taka sér tíma fyrir sálræna þáttinn. Því miður er ekki of mikið af slíkum tíma afgangs. Að vísu er aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu oft rökstudd með því að þá muni biðlistar styttast. Gott og vel. En af hverju getur ríkið ekki lagt nægilegt fjármagn til þannig að biðlistarnir heyri bráðum sögunni til? Árum saman er búið að svelta heilbrigðiskerfið. Niðurskurður og „hagræðing“ réðu lengi vel ríkjum. Það þarf að binda enda á þetta og núna í „góðærinu og bullandi hagvexti“ ætti að vera hægt að leggja meira fé til. Ég er ekki hrifin af þeirri auknu einkavæðingu sem er í pípunum. Það er mjög gallað kerfi sem mun skapa aukinn kostnað og álag á sjúklinga. Auk þess munu færustu læknir ráða sig á einkastofur þar sem betra kaup er í vændum. Þetta gerist nú þegar. Kári Stefánsson hefur safnað tugum þúsunda af undirskriftum til að ríkið leggi talsvert meira fjármagn í heilbrigðiskerfið og ríkisrekinn spítala. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá heilbrigðisráðherranum ennþá.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun