Mikilvæg uppgreiðsla á gjaldeyrisskuld Landsbankans við LBI Ari Skúlason skrifar 12. júlí 2017 07:00 Það markaði töluverð tímamót þegar Landsbankinn greiddi endanlega upp skuld sína við gamla bankann, LBI ehf., þann 22. júní síðastliðinn. Upphaflega nam skuldin um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi, að teknu tilliti til skilyrts skuldabréfs sem var hluti af samningnum. Þegar skuldabréfið til LBI, þ.e. gamla bankans, var gefið út var rúmlega ár liðið frá hruninu og lítið hafði breyst til batnaðar. Efnahagsbati var ekki í augsýn og mikil óvissa ríkti um stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Erlendir fjármagnsmarkaðir voru meira eða minna lokaðir. Það var við þessar aðstæður, í desember 2009, sem Landsbankinn samþykkti að gefa út skuldabréf til LBI sem endurgjald fyrir eignir og skuldir sem nýi bankinn hafði yfirtekið. Skuldabréfið var allt í erlendum gjaldmiðlum og með 2,9 prósenta álag ofan á LIBOR-vexti. Engar afborganir voru af láninu fyrstu fimm árin en endurgreiðslu þess skyldi lokið haustið 2018. Með samkomulaginu eignaðist LBI 18,7 prósenta hlut í bankanum. Vaxtakjörin voru talin ásættanleg en bankinn hafði í raun ekki um aðra kosti að velja þar sem önnur erlend fjármögnun var ekki í boði. Það skipti einnig miklu máli að ekki þurfti að byrja að borga af láninu fyrr en árið 2014. Hluti af samningnum fólst í að tiltekinn hluti af lánasafni bankans yrði tekinn til hliðar og möguleg virðisaukning myndi skiptast þannig að 15 prósent féllu í hlut Landsbankans og 85 prósent færu til LBI. Virðismat átti að fara fram í lok árs 2012 og ef virðisaukning yrði á lánasafninu átti bankinn að gefa út viðbótarskuldabréf til LBI. Ljóst var að endurgreiðsla lánsins yrði þungur biti. Það kom þó fljótlega í ljós að eignirnar sem Landsbankinn fékk frá gamla bankanum voru mun verðmætari en upphæð skuldarinnar við LBI sagði til um. Rekstur bankans gekk sífellt betur og á árinu 2012 var lausafjárstaða í erlendri mynt orðin það sterk að bankinn gat greitt rúmlega 70 milljarða króna fyrirfram inn á skuldina við LBI. Í mars 2013 var komið að því að ganga frá uppgjöri skilyrta skuldabréfsins. Landsbankinn gaf þá út viðbótarskuldabréf að jafngildi 92 milljarða í erlendum myntum og LBI lét af hendi allan eignarhlut sinn í bankanum.Þegar þarna var komið sögu höfðu aðstæður á fjármagnsmörkuðum batnað og bankinn var kominn í færi til að sækja sér hagstæðari erlenda fjármögnun. Til að styrkja samningsstöðu bankans gagnvart erlendum lánveitendum var mikilvægt að semja upp á nýtt við LBI, lengja í láninu og auka þannig svigrúm bankans. Erfiðara væri fyrir bankann að semja um hagstæð kjör ef nýir lánveitendur teldu að bankinn væri í þröngri stöðu vegna endurgreiðslu á LBI-skuldinni. Árið 2014 var samið um breytingar á skilmálum sem fólust meðal annars í því að lokagjalddagi var færður aftur til ársins 2026 í stað 2018. Ekkert var nú í vegi fyrir því að Landsbankinn gæti hafið lántökur á alþjóðlegum mörkuðum. Landsbankinn hóf erlenda skuldabréfaútgáfu á árinu 2015 og kjörin sem bankinn hefur fengið hafa farið sífellt batnandi. Góður árangur í rekstri og erlendri fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður gerðu bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Það er því óhætt að segja að Landsbankanum, eins og íslenska þjóðarbúinu, hafi tekist að spila vel úr þeim spilum sem hann fékk á hendi á árunum eftir hrun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það markaði töluverð tímamót þegar Landsbankinn greiddi endanlega upp skuld sína við gamla bankann, LBI ehf., þann 22. júní síðastliðinn. Upphaflega nam skuldin um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi, að teknu tilliti til skilyrts skuldabréfs sem var hluti af samningnum. Þegar skuldabréfið til LBI, þ.e. gamla bankans, var gefið út var rúmlega ár liðið frá hruninu og lítið hafði breyst til batnaðar. Efnahagsbati var ekki í augsýn og mikil óvissa ríkti um stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Erlendir fjármagnsmarkaðir voru meira eða minna lokaðir. Það var við þessar aðstæður, í desember 2009, sem Landsbankinn samþykkti að gefa út skuldabréf til LBI sem endurgjald fyrir eignir og skuldir sem nýi bankinn hafði yfirtekið. Skuldabréfið var allt í erlendum gjaldmiðlum og með 2,9 prósenta álag ofan á LIBOR-vexti. Engar afborganir voru af láninu fyrstu fimm árin en endurgreiðslu þess skyldi lokið haustið 2018. Með samkomulaginu eignaðist LBI 18,7 prósenta hlut í bankanum. Vaxtakjörin voru talin ásættanleg en bankinn hafði í raun ekki um aðra kosti að velja þar sem önnur erlend fjármögnun var ekki í boði. Það skipti einnig miklu máli að ekki þurfti að byrja að borga af láninu fyrr en árið 2014. Hluti af samningnum fólst í að tiltekinn hluti af lánasafni bankans yrði tekinn til hliðar og möguleg virðisaukning myndi skiptast þannig að 15 prósent féllu í hlut Landsbankans og 85 prósent færu til LBI. Virðismat átti að fara fram í lok árs 2012 og ef virðisaukning yrði á lánasafninu átti bankinn að gefa út viðbótarskuldabréf til LBI. Ljóst var að endurgreiðsla lánsins yrði þungur biti. Það kom þó fljótlega í ljós að eignirnar sem Landsbankinn fékk frá gamla bankanum voru mun verðmætari en upphæð skuldarinnar við LBI sagði til um. Rekstur bankans gekk sífellt betur og á árinu 2012 var lausafjárstaða í erlendri mynt orðin það sterk að bankinn gat greitt rúmlega 70 milljarða króna fyrirfram inn á skuldina við LBI. Í mars 2013 var komið að því að ganga frá uppgjöri skilyrta skuldabréfsins. Landsbankinn gaf þá út viðbótarskuldabréf að jafngildi 92 milljarða í erlendum myntum og LBI lét af hendi allan eignarhlut sinn í bankanum.Þegar þarna var komið sögu höfðu aðstæður á fjármagnsmörkuðum batnað og bankinn var kominn í færi til að sækja sér hagstæðari erlenda fjármögnun. Til að styrkja samningsstöðu bankans gagnvart erlendum lánveitendum var mikilvægt að semja upp á nýtt við LBI, lengja í láninu og auka þannig svigrúm bankans. Erfiðara væri fyrir bankann að semja um hagstæð kjör ef nýir lánveitendur teldu að bankinn væri í þröngri stöðu vegna endurgreiðslu á LBI-skuldinni. Árið 2014 var samið um breytingar á skilmálum sem fólust meðal annars í því að lokagjalddagi var færður aftur til ársins 2026 í stað 2018. Ekkert var nú í vegi fyrir því að Landsbankinn gæti hafið lántökur á alþjóðlegum mörkuðum. Landsbankinn hóf erlenda skuldabréfaútgáfu á árinu 2015 og kjörin sem bankinn hefur fengið hafa farið sífellt batnandi. Góður árangur í rekstri og erlendri fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður gerðu bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Það er því óhætt að segja að Landsbankanum, eins og íslenska þjóðarbúinu, hafi tekist að spila vel úr þeim spilum sem hann fékk á hendi á árunum eftir hrun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar