Mikilvæg uppgreiðsla á gjaldeyrisskuld Landsbankans við LBI Ari Skúlason skrifar 12. júlí 2017 07:00 Það markaði töluverð tímamót þegar Landsbankinn greiddi endanlega upp skuld sína við gamla bankann, LBI ehf., þann 22. júní síðastliðinn. Upphaflega nam skuldin um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi, að teknu tilliti til skilyrts skuldabréfs sem var hluti af samningnum. Þegar skuldabréfið til LBI, þ.e. gamla bankans, var gefið út var rúmlega ár liðið frá hruninu og lítið hafði breyst til batnaðar. Efnahagsbati var ekki í augsýn og mikil óvissa ríkti um stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Erlendir fjármagnsmarkaðir voru meira eða minna lokaðir. Það var við þessar aðstæður, í desember 2009, sem Landsbankinn samþykkti að gefa út skuldabréf til LBI sem endurgjald fyrir eignir og skuldir sem nýi bankinn hafði yfirtekið. Skuldabréfið var allt í erlendum gjaldmiðlum og með 2,9 prósenta álag ofan á LIBOR-vexti. Engar afborganir voru af láninu fyrstu fimm árin en endurgreiðslu þess skyldi lokið haustið 2018. Með samkomulaginu eignaðist LBI 18,7 prósenta hlut í bankanum. Vaxtakjörin voru talin ásættanleg en bankinn hafði í raun ekki um aðra kosti að velja þar sem önnur erlend fjármögnun var ekki í boði. Það skipti einnig miklu máli að ekki þurfti að byrja að borga af láninu fyrr en árið 2014. Hluti af samningnum fólst í að tiltekinn hluti af lánasafni bankans yrði tekinn til hliðar og möguleg virðisaukning myndi skiptast þannig að 15 prósent féllu í hlut Landsbankans og 85 prósent færu til LBI. Virðismat átti að fara fram í lok árs 2012 og ef virðisaukning yrði á lánasafninu átti bankinn að gefa út viðbótarskuldabréf til LBI. Ljóst var að endurgreiðsla lánsins yrði þungur biti. Það kom þó fljótlega í ljós að eignirnar sem Landsbankinn fékk frá gamla bankanum voru mun verðmætari en upphæð skuldarinnar við LBI sagði til um. Rekstur bankans gekk sífellt betur og á árinu 2012 var lausafjárstaða í erlendri mynt orðin það sterk að bankinn gat greitt rúmlega 70 milljarða króna fyrirfram inn á skuldina við LBI. Í mars 2013 var komið að því að ganga frá uppgjöri skilyrta skuldabréfsins. Landsbankinn gaf þá út viðbótarskuldabréf að jafngildi 92 milljarða í erlendum myntum og LBI lét af hendi allan eignarhlut sinn í bankanum.Þegar þarna var komið sögu höfðu aðstæður á fjármagnsmörkuðum batnað og bankinn var kominn í færi til að sækja sér hagstæðari erlenda fjármögnun. Til að styrkja samningsstöðu bankans gagnvart erlendum lánveitendum var mikilvægt að semja upp á nýtt við LBI, lengja í láninu og auka þannig svigrúm bankans. Erfiðara væri fyrir bankann að semja um hagstæð kjör ef nýir lánveitendur teldu að bankinn væri í þröngri stöðu vegna endurgreiðslu á LBI-skuldinni. Árið 2014 var samið um breytingar á skilmálum sem fólust meðal annars í því að lokagjalddagi var færður aftur til ársins 2026 í stað 2018. Ekkert var nú í vegi fyrir því að Landsbankinn gæti hafið lántökur á alþjóðlegum mörkuðum. Landsbankinn hóf erlenda skuldabréfaútgáfu á árinu 2015 og kjörin sem bankinn hefur fengið hafa farið sífellt batnandi. Góður árangur í rekstri og erlendri fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður gerðu bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Það er því óhætt að segja að Landsbankanum, eins og íslenska þjóðarbúinu, hafi tekist að spila vel úr þeim spilum sem hann fékk á hendi á árunum eftir hrun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það markaði töluverð tímamót þegar Landsbankinn greiddi endanlega upp skuld sína við gamla bankann, LBI ehf., þann 22. júní síðastliðinn. Upphaflega nam skuldin um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi, að teknu tilliti til skilyrts skuldabréfs sem var hluti af samningnum. Þegar skuldabréfið til LBI, þ.e. gamla bankans, var gefið út var rúmlega ár liðið frá hruninu og lítið hafði breyst til batnaðar. Efnahagsbati var ekki í augsýn og mikil óvissa ríkti um stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Erlendir fjármagnsmarkaðir voru meira eða minna lokaðir. Það var við þessar aðstæður, í desember 2009, sem Landsbankinn samþykkti að gefa út skuldabréf til LBI sem endurgjald fyrir eignir og skuldir sem nýi bankinn hafði yfirtekið. Skuldabréfið var allt í erlendum gjaldmiðlum og með 2,9 prósenta álag ofan á LIBOR-vexti. Engar afborganir voru af láninu fyrstu fimm árin en endurgreiðslu þess skyldi lokið haustið 2018. Með samkomulaginu eignaðist LBI 18,7 prósenta hlut í bankanum. Vaxtakjörin voru talin ásættanleg en bankinn hafði í raun ekki um aðra kosti að velja þar sem önnur erlend fjármögnun var ekki í boði. Það skipti einnig miklu máli að ekki þurfti að byrja að borga af láninu fyrr en árið 2014. Hluti af samningnum fólst í að tiltekinn hluti af lánasafni bankans yrði tekinn til hliðar og möguleg virðisaukning myndi skiptast þannig að 15 prósent féllu í hlut Landsbankans og 85 prósent færu til LBI. Virðismat átti að fara fram í lok árs 2012 og ef virðisaukning yrði á lánasafninu átti bankinn að gefa út viðbótarskuldabréf til LBI. Ljóst var að endurgreiðsla lánsins yrði þungur biti. Það kom þó fljótlega í ljós að eignirnar sem Landsbankinn fékk frá gamla bankanum voru mun verðmætari en upphæð skuldarinnar við LBI sagði til um. Rekstur bankans gekk sífellt betur og á árinu 2012 var lausafjárstaða í erlendri mynt orðin það sterk að bankinn gat greitt rúmlega 70 milljarða króna fyrirfram inn á skuldina við LBI. Í mars 2013 var komið að því að ganga frá uppgjöri skilyrta skuldabréfsins. Landsbankinn gaf þá út viðbótarskuldabréf að jafngildi 92 milljarða í erlendum myntum og LBI lét af hendi allan eignarhlut sinn í bankanum.Þegar þarna var komið sögu höfðu aðstæður á fjármagnsmörkuðum batnað og bankinn var kominn í færi til að sækja sér hagstæðari erlenda fjármögnun. Til að styrkja samningsstöðu bankans gagnvart erlendum lánveitendum var mikilvægt að semja upp á nýtt við LBI, lengja í láninu og auka þannig svigrúm bankans. Erfiðara væri fyrir bankann að semja um hagstæð kjör ef nýir lánveitendur teldu að bankinn væri í þröngri stöðu vegna endurgreiðslu á LBI-skuldinni. Árið 2014 var samið um breytingar á skilmálum sem fólust meðal annars í því að lokagjalddagi var færður aftur til ársins 2026 í stað 2018. Ekkert var nú í vegi fyrir því að Landsbankinn gæti hafið lántökur á alþjóðlegum mörkuðum. Landsbankinn hóf erlenda skuldabréfaútgáfu á árinu 2015 og kjörin sem bankinn hefur fengið hafa farið sífellt batnandi. Góður árangur í rekstri og erlendri fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður gerðu bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Það er því óhætt að segja að Landsbankanum, eins og íslenska þjóðarbúinu, hafi tekist að spila vel úr þeim spilum sem hann fékk á hendi á árunum eftir hrun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun