Stjórn Neytendasamtakanna íhuga að flýta formanns- og stjórnarkjöri Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 20:00 Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna. Visir/GVA Varaformaður Neytendasamtakanna telur stjórn félagsins ekki hafa gert neitt sem kalli á að hún segi af sér eins og formaður samtakanna sem sagði af sér eftir deilur við aðra stjórnarmenn í gær. Hins vegar sé rétt að flýta kosningu á nýjum formanni og stjórn og breyta reglum þannig að allir félagsmenn geti kosið. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir að staðan innan þeirra hafi vissulega breyst með afsögn Ólafs Arnarsonar úr embætti formanns í fyrradag. Það sé vilji til þess innan samtakanna að flýta þingi þess og kosningum í embættið sem og í stjórn samtakanna. „En það er líka mikill vilji til að breyta fyrirkomulagi kosninganna þannig að allir félagsmenn geti kosið. Neytendasmtökin eru landsamtök ekki höfuðborgarsamtök og við verðum að breyta fyrirkomulaginu þannig að allir félagsmenn, ekki bara örfáir, sjái sér fært að kjósa,“ segir Stefán Hrafn. En eins og reglurnar séu í dag þurfi fólk að skrá sig með nokkrum fyrirvara til þings sem haldið sé annað hvert ár og kjósa í embætti áþinginu, sem henti ekki fólki víða um land. Ástæðan fyrir núverandi stöðu sé að formaður hafi tekið ákvarðanir um fjárútlát sem komi samtökunum illa. En Ólafur hefur sagt að vandi samtakanna séá tekjuhliðinni. Til að mynda hafi framlag ríkisins fariðúr 7,5 milljónum árið 2001 í 3,5 milljónir í ár. Stefán Hrafn segir mikilvægt að vinna á hallarekstri samtakanna „Vissulega hefur verið tekjuvandi. Við leysum hann ekki með því að eyða öllum varasjóðum og gefa í í eyðslu. Það þarf að vera jafnvægi á tekjum og útgjöldum. Þessar leiðir sem voru farnar voru ekki að leita jafnvægis. Þær voru frekar að auka á hallann. Þannig að það er ekki hægt að einblína bara á tekjuvandann,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna.Vísir/ErnirÓlafur Arnarson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann teldi að sárindi vegna sigurs hans í formannskjöri í október í fyrra eftir að hafa boðið sig fram á síðustu stundu þegar fimm aðrir höfðu boðið sig fram, skýri að hluta óvild annarra í stjórn Neytendasamtakanna í hans garð. Hann útiloki ekki að vinna á þeim vettvangi aftur í framtíðinni. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur. Stefán Hrafn segir að það hafi verið rætt hvort stjórnin ætti að segja af sér eins og formaðurinn. Boðað hafi verið til félagsfundar í Neytendasamtökunum hinn 17. ágúst þar sem farið verði yfir fjárhagsstöðuna. „Í framhaldi af því munum við ræða við félagsmenn um hvernig er best að hafa félagsfund og almennar kosningar þar sem allir geta tekið þátt. Þú telur enga ástæðu til að stjórnin segi af sér eins og formaðurinn? Nei, ég sé ekki að við höfum staðið fyrir þannig aðgerðum að við þurfum að segja af okkur, nei,“ segir Stefán Hrafn Jónsson. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Varaformaður Neytendasamtakanna telur stjórn félagsins ekki hafa gert neitt sem kalli á að hún segi af sér eins og formaður samtakanna sem sagði af sér eftir deilur við aðra stjórnarmenn í gær. Hins vegar sé rétt að flýta kosningu á nýjum formanni og stjórn og breyta reglum þannig að allir félagsmenn geti kosið. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir að staðan innan þeirra hafi vissulega breyst með afsögn Ólafs Arnarsonar úr embætti formanns í fyrradag. Það sé vilji til þess innan samtakanna að flýta þingi þess og kosningum í embættið sem og í stjórn samtakanna. „En það er líka mikill vilji til að breyta fyrirkomulagi kosninganna þannig að allir félagsmenn geti kosið. Neytendasmtökin eru landsamtök ekki höfuðborgarsamtök og við verðum að breyta fyrirkomulaginu þannig að allir félagsmenn, ekki bara örfáir, sjái sér fært að kjósa,“ segir Stefán Hrafn. En eins og reglurnar séu í dag þurfi fólk að skrá sig með nokkrum fyrirvara til þings sem haldið sé annað hvert ár og kjósa í embætti áþinginu, sem henti ekki fólki víða um land. Ástæðan fyrir núverandi stöðu sé að formaður hafi tekið ákvarðanir um fjárútlát sem komi samtökunum illa. En Ólafur hefur sagt að vandi samtakanna séá tekjuhliðinni. Til að mynda hafi framlag ríkisins fariðúr 7,5 milljónum árið 2001 í 3,5 milljónir í ár. Stefán Hrafn segir mikilvægt að vinna á hallarekstri samtakanna „Vissulega hefur verið tekjuvandi. Við leysum hann ekki með því að eyða öllum varasjóðum og gefa í í eyðslu. Það þarf að vera jafnvægi á tekjum og útgjöldum. Þessar leiðir sem voru farnar voru ekki að leita jafnvægis. Þær voru frekar að auka á hallann. Þannig að það er ekki hægt að einblína bara á tekjuvandann,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna.Vísir/ErnirÓlafur Arnarson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann teldi að sárindi vegna sigurs hans í formannskjöri í október í fyrra eftir að hafa boðið sig fram á síðustu stundu þegar fimm aðrir höfðu boðið sig fram, skýri að hluta óvild annarra í stjórn Neytendasamtakanna í hans garð. Hann útiloki ekki að vinna á þeim vettvangi aftur í framtíðinni. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur. Stefán Hrafn segir að það hafi verið rætt hvort stjórnin ætti að segja af sér eins og formaðurinn. Boðað hafi verið til félagsfundar í Neytendasamtökunum hinn 17. ágúst þar sem farið verði yfir fjárhagsstöðuna. „Í framhaldi af því munum við ræða við félagsmenn um hvernig er best að hafa félagsfund og almennar kosningar þar sem allir geta tekið þátt. Þú telur enga ástæðu til að stjórnin segi af sér eins og formaðurinn? Nei, ég sé ekki að við höfum staðið fyrir þannig aðgerðum að við þurfum að segja af okkur, nei,“ segir Stefán Hrafn Jónsson.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira