Spánverjar á mótorhjólum minnast Spánverjavíganna fyrir vestan Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 21:00 Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent