Leikskólakennari eða bardagakappi Fjóla Þorvaldsdóttir skrifar 17. júlí 2017 12:09 Gunnar Nelson fékk þessa fínu ábendingu í lok bardagans í gærkvöldi, allavega trúi ég því að þulurinn hafi ekki ætlað sér að vera með fordóma. Þessi ábending er alveg frábær, kannski það besta sem gerðist í útsendingunni í gærkvöldi. Gunnar Nelson gæti orðið góður leikskólakennari. Gunnar Nelson er bardagakappi og býr yfir miklum hæfileikum sem slíkur, en ólíklegt má telja að sú atvinna henti til lengdar. Ég veit reyndar ekkert hversu lengi bardagafólk stundar þessa íþrótt, en sýnist á öllu að atvinnumenn í greininni séu ekki komnir á aldur svona yfirleitt. Þessi hugmynd að Gunnar Nelson gerist leikskólakennari er því betri sem ég hugsa meira um hana. Til þess að verða góður í bardagaíþróttum þarf að búa yfir ákveðnu andlegu og líkamlegu atgerfi rétt eins og ef þú vilt verða leikskólakennari. Gunnar Nelson er sagður búa yfir afbragðs kostum sem bardagaíþróttamaður sem einnig prýða afbragðs leikskólakennara, geysilegan viljastyrk, útsjónarsemi, snerpu, mikinn sprengikraft, hugmyndaauðgi, mátulega kærulaus og spontant og ekki hvað síst þrautsegju. Það er ég viss um að eitthvað sveitafélagið væri tilbúið til þess að styrkja Gunnar Nelson til náms ef hann fengist til starfa í leikskólanum. Vegna þess að þegar Gunnar Nelson hefur lokið námi í leikskólakennarafræðum hefur hann ekki hvað síst mun betra fjárhagslegt öryggi en hann hefur í dag. Því segi ég velkominn Gunnar Nelson í öflugan leikskólakennarahóp og takk þú, sem ég veit ekki hvað heitir, fyrir að benda honum á þetta.Höfundur er varaformaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Nelson fékk þessa fínu ábendingu í lok bardagans í gærkvöldi, allavega trúi ég því að þulurinn hafi ekki ætlað sér að vera með fordóma. Þessi ábending er alveg frábær, kannski það besta sem gerðist í útsendingunni í gærkvöldi. Gunnar Nelson gæti orðið góður leikskólakennari. Gunnar Nelson er bardagakappi og býr yfir miklum hæfileikum sem slíkur, en ólíklegt má telja að sú atvinna henti til lengdar. Ég veit reyndar ekkert hversu lengi bardagafólk stundar þessa íþrótt, en sýnist á öllu að atvinnumenn í greininni séu ekki komnir á aldur svona yfirleitt. Þessi hugmynd að Gunnar Nelson gerist leikskólakennari er því betri sem ég hugsa meira um hana. Til þess að verða góður í bardagaíþróttum þarf að búa yfir ákveðnu andlegu og líkamlegu atgerfi rétt eins og ef þú vilt verða leikskólakennari. Gunnar Nelson er sagður búa yfir afbragðs kostum sem bardagaíþróttamaður sem einnig prýða afbragðs leikskólakennara, geysilegan viljastyrk, útsjónarsemi, snerpu, mikinn sprengikraft, hugmyndaauðgi, mátulega kærulaus og spontant og ekki hvað síst þrautsegju. Það er ég viss um að eitthvað sveitafélagið væri tilbúið til þess að styrkja Gunnar Nelson til náms ef hann fengist til starfa í leikskólanum. Vegna þess að þegar Gunnar Nelson hefur lokið námi í leikskólakennarafræðum hefur hann ekki hvað síst mun betra fjárhagslegt öryggi en hann hefur í dag. Því segi ég velkominn Gunnar Nelson í öflugan leikskólakennarahóp og takk þú, sem ég veit ekki hvað heitir, fyrir að benda honum á þetta.Höfundur er varaformaður Félags leikskólakennara.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar