Sumarið er tíminn Ingrid Kuhlman skrifar 19. júlí 2017 07:00 Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar