Sport

Svona líta leggirnir út eftir 16 dagleiðir á Tour de France | Mynd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pawel Poljanski keppir í fyrsta sinn í Frakklandshjólreiðunum í ár.
Pawel Poljanski keppir í fyrsta sinn í Frakklandshjólreiðunum í ár. vísir/getty
Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru sannkölluð þrekraun.

Til vitnis um það birti Pólverjinn Pawel Poljanski mynd á löppunum á sér á Instagram í gær.

„Eftir 16 dagleiðir líta lappirnar á mér út fyrir að vera nokkuð þreyttar,“ skrifaði Poljanski við myndina sem er býsna sjokkerandi.

Lappirnar á Poljansi eru mjög æðaberar en æðarnar líta nánast út fyrir að vera að springa.

Hinn 27 ára gamli Poljanski er nýliði í Frakklandshjólreiðunum sem lýkur 23. júlí.

After sixteen stages I think my legs look little tired#tourdefrance

A post shared by Paweł Poljański (@p.poljanski) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×