Utanríkisráðherra óttast ekki yfirburði Breta gangi þeir í EFTA Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent