Innlent

Bílstóll með baki bjargaði dóttur Jóhönnu

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Jóhanna Valdís Torfadóttir segir barnabílstól með baki hafa bjargað dóttur sinni frá alvarlegum skaða. Bíll sem hún var farþegi í lenti í hörðum árekstri fyrir nokkrum dögum og hafa myndir af illa útleikinni bifreiðinni verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum síðastliðinn sólarhring.

Jóhanna lýsir því í færslu á Facebook að 7 ára gömul dóttir hennar hafi setið í aftursæti kyrrstæðrar bifeiðar þegar ekið var aftan á hana á um 80 kílómetra hraða.

Höggið hafi komið allt þeim megin í bílnum sem dóttir hennar sat og segir Jóhanna að aftursætið hafi gengið hálfan metra inn í bifreiðina - eins og myndirnar beri með sér.

Bakið gerði gæfumuninn
Hún segir að viðbragðsaðilar sem hlúðu að dóttur hennar hafi haft á orði að mögulega hafi það verið bílstóllinn stúlkunnar sem bjargaði lífi hennar. Dóttur hennar heilsist vel.

„Mörg börn á hennar aldri eru hætt að nota stól þrátt fyrir að hafa hvorki náð hæð eða þyngd til að sleppa stólnum. Hefði þessi öryggibúnaður (sessa með baki) ekki verið til staðar í hennar tilfelli þá hefðu áverkar hennar og ástand verið mun alvarlegra,“ segir Jóhanna og hvetur hún alla til að gæta að öryggisbúnaði barna sinna í bílum.

Færslu Jóhönnu og myndir af bifreiðinni má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.