Gefur skólunum færi á að bregðast fyrr við Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Íslensk ungmenni komu illa út í PISA-könnuninni árið 2012. Í framhaldi var lesferilsprófið hannað og var það lagt fyrir í vetur í fyrsta sinn. vísir/HAG „Þetta próf mun færa okkur möguleika á því að veita snemmbúna íhlutun fyrr,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Svokallaður lesferill, sem er próf sem metur lesfimi grunnskólanema, var lagður fyrir í 1. til 10. bekk grunnskóla í fyrsta sinn í vetur. Niðurstöður prófanna verða gerðar opinberar í næsta mánuði. Skólastjórar og kennarar í skólunum fengu hins vegar niðurstöðurnar í júní. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir 93 prósent af skólunum hafa nýtt sér prófið og það hafi í heild verið lagt fyrir 75 prósent nemenda. „Við höfum ekki fengið neitt nema jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Arnór um viðbrögð skólastjóra og nemenda. Lesferillinn er lagður fyrir í hverjum árgangi og niðurstöðurnar eru mjög misjafnar, en heilt yfir ber ég vonir til þess að þetta verði til góðs til lengri tíma litið. Þetta muni skila okkur betri niðurstöðum,“ segir skólastjóri Seljaskóla. Elín Elísabet Magnúsdóttir, starfandi skólastjóri í Glerárskóla á Akureyri, segir að það hafi verið talsverð vinna að leggja prófið fyrir en þrátt fyrir það hafi gengið ágætlega. „Það tekur alltaf einhvern tíma að koma svona prófum á og þetta var talsvert handtak,“ segir Elín Elísabet en vill taka sér tíma til að meta reynsluna. „Mér finnst ekki endilega hægt að meta það eftir eitt ár,“ segir hún. Lesferill er nýtt matstæki sem unnið er af læsisteymi Menntamálastofnunar í samstarfi við aðra sérfræðinga stofnunarinnar. Lesferli er ætlað að meta grunnþætti læsis, svo sem lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning. Hafist var handa við að vinna þessi próf í október 2015 þegar læsisteymi Menntamálastofnunar hóf störf. Læsisteymið var stofnað eftir að niðurstöður PISA könnunar voru gefnar út árið 2013 sem sýndu að hlutfall 15 ára íslenskra nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hafði hækkað úr 15 prósentum árið 2000 í 21 prósent árið 2012. Niðurstaða íslenskra nemenda var fyrir neðan meðaltal í könnuninni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Þetta próf mun færa okkur möguleika á því að veita snemmbúna íhlutun fyrr,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Svokallaður lesferill, sem er próf sem metur lesfimi grunnskólanema, var lagður fyrir í 1. til 10. bekk grunnskóla í fyrsta sinn í vetur. Niðurstöður prófanna verða gerðar opinberar í næsta mánuði. Skólastjórar og kennarar í skólunum fengu hins vegar niðurstöðurnar í júní. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir 93 prósent af skólunum hafa nýtt sér prófið og það hafi í heild verið lagt fyrir 75 prósent nemenda. „Við höfum ekki fengið neitt nema jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Arnór um viðbrögð skólastjóra og nemenda. Lesferillinn er lagður fyrir í hverjum árgangi og niðurstöðurnar eru mjög misjafnar, en heilt yfir ber ég vonir til þess að þetta verði til góðs til lengri tíma litið. Þetta muni skila okkur betri niðurstöðum,“ segir skólastjóri Seljaskóla. Elín Elísabet Magnúsdóttir, starfandi skólastjóri í Glerárskóla á Akureyri, segir að það hafi verið talsverð vinna að leggja prófið fyrir en þrátt fyrir það hafi gengið ágætlega. „Það tekur alltaf einhvern tíma að koma svona prófum á og þetta var talsvert handtak,“ segir Elín Elísabet en vill taka sér tíma til að meta reynsluna. „Mér finnst ekki endilega hægt að meta það eftir eitt ár,“ segir hún. Lesferill er nýtt matstæki sem unnið er af læsisteymi Menntamálastofnunar í samstarfi við aðra sérfræðinga stofnunarinnar. Lesferli er ætlað að meta grunnþætti læsis, svo sem lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning. Hafist var handa við að vinna þessi próf í október 2015 þegar læsisteymi Menntamálastofnunar hóf störf. Læsisteymið var stofnað eftir að niðurstöður PISA könnunar voru gefnar út árið 2013 sem sýndu að hlutfall 15 ára íslenskra nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hafði hækkað úr 15 prósentum árið 2000 í 21 prósent árið 2012. Niðurstaða íslenskra nemenda var fyrir neðan meðaltal í könnuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent