Meirihluti þingnefndar vill kanna stjórnsýslu vegna Reykjavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2017 14:05 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. vísir/jóik Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlirlitsnefndar Alþingis hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun meti hvort stjórnssýslulega hafi verið rétt staðið að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar á síðasta ári og sölu lands ríkisins við flugvöllinn. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. Spurningar hafi vaknað eftir að fulltrúar í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna mætti með gögn um málið á fund nefndarinnar í mars. En þá hafi einnig fulltrúar Ísavía og Samgöngustofu komið fyrir nefndina. „Þá kom fram meðal annars að um tímabundna lokun hafi verið að ræða í júlímánuði í fyrra. Í framhaldi, eins og menn muna, var landið við suð-vesturenda nayeðarbrautarinnar selt í ágúst í fyrra. Það átti að gerast þegar búið væri að loka flugbrautinni formlega,“ segir Njáll Trausti. Málið snýst þar að leiðandi að huta til um hvort réttar forsendur hafi verið fyrir hendi þegar ríkið seldi Reykjavíkurborg hluta flugvallarlandsins. Áður en Njáll Trausti varð þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi var hann framarlega í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri sem börðust gegn lokun minnstu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem samtökin kalla yfirleitt neyðarbraut. Í gegnum árin hefur verið skrifað undir fjölda yfirlýsinga og samkomulaga milli Reykjavíkurborgar og fjölda ráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem samkvæmt skipulagi á að vera horfinn með öllu úr Vatnsmýrinni eftir sjö ár. Þá eru Valsmenn hf. byrjaðir að byggja við annan enda umræddrar flugbrautar samkvæmt skipulagi borgarinnar og Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað í málinu. Njáll Trausti segir engu að síður nauðsynlegt að skoða hvort stjórnsýsla ráðuneytis, borgar og Ísavía hafi verið eðlileg í málinu.Heldur þú að þetta breyti einhverju um það að þessi flugbraut er farin. Það er m.a. byrjað að byggja á svæðinu? „Já, það verður náttúrlega bara að koma í ljós hvernig stjórnsýslan tekur á því. Líka varðandi framhaldið og Reyljavíkurflugvöll og önnur verkefni sem ríkið á þátt í og samskipti við sveitarfélög og annað. Þá hlýtur alltaf að vera þessi frumskylda; að staðið sé rétt að málum og það er það sem við viljum fá fram. Síðan verður bara að koma í ljós varðandi Reykjavíkurflugvöll hvernig menn ætla að takast á við það ef kemur í ljós að illa hafi verið staðið að málinu. Segjum sem svo að það geti orðið niðurstaða. Þá verður stjórnsýslan bara að takast á við það,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlirlitsnefndar Alþingis hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun meti hvort stjórnssýslulega hafi verið rétt staðið að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar á síðasta ári og sölu lands ríkisins við flugvöllinn. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. Spurningar hafi vaknað eftir að fulltrúar í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna mætti með gögn um málið á fund nefndarinnar í mars. En þá hafi einnig fulltrúar Ísavía og Samgöngustofu komið fyrir nefndina. „Þá kom fram meðal annars að um tímabundna lokun hafi verið að ræða í júlímánuði í fyrra. Í framhaldi, eins og menn muna, var landið við suð-vesturenda nayeðarbrautarinnar selt í ágúst í fyrra. Það átti að gerast þegar búið væri að loka flugbrautinni formlega,“ segir Njáll Trausti. Málið snýst þar að leiðandi að huta til um hvort réttar forsendur hafi verið fyrir hendi þegar ríkið seldi Reykjavíkurborg hluta flugvallarlandsins. Áður en Njáll Trausti varð þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi var hann framarlega í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri sem börðust gegn lokun minnstu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem samtökin kalla yfirleitt neyðarbraut. Í gegnum árin hefur verið skrifað undir fjölda yfirlýsinga og samkomulaga milli Reykjavíkurborgar og fjölda ráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem samkvæmt skipulagi á að vera horfinn með öllu úr Vatnsmýrinni eftir sjö ár. Þá eru Valsmenn hf. byrjaðir að byggja við annan enda umræddrar flugbrautar samkvæmt skipulagi borgarinnar og Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað í málinu. Njáll Trausti segir engu að síður nauðsynlegt að skoða hvort stjórnsýsla ráðuneytis, borgar og Ísavía hafi verið eðlileg í málinu.Heldur þú að þetta breyti einhverju um það að þessi flugbraut er farin. Það er m.a. byrjað að byggja á svæðinu? „Já, það verður náttúrlega bara að koma í ljós hvernig stjórnsýslan tekur á því. Líka varðandi framhaldið og Reyljavíkurflugvöll og önnur verkefni sem ríkið á þátt í og samskipti við sveitarfélög og annað. Þá hlýtur alltaf að vera þessi frumskylda; að staðið sé rétt að málum og það er það sem við viljum fá fram. Síðan verður bara að koma í ljós varðandi Reykjavíkurflugvöll hvernig menn ætla að takast á við það ef kemur í ljós að illa hafi verið staðið að málinu. Segjum sem svo að það geti orðið niðurstaða. Þá verður stjórnsýslan bara að takast á við það,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira