Framtíð okkar í fiskeldi Kristján Andri Guðjónsson skrifar 6. júlí 2017 13:09 Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót. Sumt af þessu fólki hefur áhyggjur af því að aukin umferð þjónustubáta í kringum fiskeldi muni raska kyrrðinni og eldiskvíarnar muni eyðileggja útsýnið. Ég skil vel að það sé gaman að geta keypt einbýlishús á 2-3 milljónir í krúttlegu sjávarþorpi. Ég skil vel að það sé gott að kúpla sig aðeins frá borgarlífinu, skreppa aðeins í þorpið og slaka á. Enda fögnum við íbúar þessara þorpa þessum góðu gestum og viljum fá þá sem flesta en við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Við viljum geta nýtt auðlindir okkar á skynsamlegan hátt eins og við höfum gert í hundruði ára. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar. Við vitum líka að allri matvælaframleiðslu fylgja umsvif. Það á við um sauðfjárræktun, kartöflurækt eða aðra matvælaframleiðslu. Því fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Matvælaframleiðsla sem kallar á allskonar fólk með fjölbreytna menntun og reynslu. Íbúar við Ísafjarðardjúp binda miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi enda höfum við séð blómlega uppbygginu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Þar fjölgar íbúum, börnum fjölgar í skólum og fullt af spennandi atvinnutækifærum spretta upp. Hver sá sem heldur að fiskeldi skilji lítið eftir sig eða skapi bara láglaunastörf ætti að heimsækja Bíldudal og sjá hið gagnstæða. Við erum þreytt á að hagsmunir annara sem ekki lifa hér og starfa séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar Vestfirðinga. Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur. Ég geri mér fulla grein fyrir að eldinu fylgja áskoranir en við treystum okkur fullkomlega til að leysa úr þeim í samvinnu við fyrirtækin, aðra hagsmunaaðila og ríkið. Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót. Sumt af þessu fólki hefur áhyggjur af því að aukin umferð þjónustubáta í kringum fiskeldi muni raska kyrrðinni og eldiskvíarnar muni eyðileggja útsýnið. Ég skil vel að það sé gaman að geta keypt einbýlishús á 2-3 milljónir í krúttlegu sjávarþorpi. Ég skil vel að það sé gott að kúpla sig aðeins frá borgarlífinu, skreppa aðeins í þorpið og slaka á. Enda fögnum við íbúar þessara þorpa þessum góðu gestum og viljum fá þá sem flesta en við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Við viljum geta nýtt auðlindir okkar á skynsamlegan hátt eins og við höfum gert í hundruði ára. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar. Við vitum líka að allri matvælaframleiðslu fylgja umsvif. Það á við um sauðfjárræktun, kartöflurækt eða aðra matvælaframleiðslu. Því fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Matvælaframleiðsla sem kallar á allskonar fólk með fjölbreytna menntun og reynslu. Íbúar við Ísafjarðardjúp binda miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi enda höfum við séð blómlega uppbygginu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Þar fjölgar íbúum, börnum fjölgar í skólum og fullt af spennandi atvinnutækifærum spretta upp. Hver sá sem heldur að fiskeldi skilji lítið eftir sig eða skapi bara láglaunastörf ætti að heimsækja Bíldudal og sjá hið gagnstæða. Við erum þreytt á að hagsmunir annara sem ekki lifa hér og starfa séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar Vestfirðinga. Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur. Ég geri mér fulla grein fyrir að eldinu fylgja áskoranir en við treystum okkur fullkomlega til að leysa úr þeim í samvinnu við fyrirtækin, aðra hagsmunaaðila og ríkið. Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun