Framtíð okkar í fiskeldi Kristján Andri Guðjónsson skrifar 6. júlí 2017 13:09 Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót. Sumt af þessu fólki hefur áhyggjur af því að aukin umferð þjónustubáta í kringum fiskeldi muni raska kyrrðinni og eldiskvíarnar muni eyðileggja útsýnið. Ég skil vel að það sé gaman að geta keypt einbýlishús á 2-3 milljónir í krúttlegu sjávarþorpi. Ég skil vel að það sé gott að kúpla sig aðeins frá borgarlífinu, skreppa aðeins í þorpið og slaka á. Enda fögnum við íbúar þessara þorpa þessum góðu gestum og viljum fá þá sem flesta en við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Við viljum geta nýtt auðlindir okkar á skynsamlegan hátt eins og við höfum gert í hundruði ára. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar. Við vitum líka að allri matvælaframleiðslu fylgja umsvif. Það á við um sauðfjárræktun, kartöflurækt eða aðra matvælaframleiðslu. Því fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Matvælaframleiðsla sem kallar á allskonar fólk með fjölbreytna menntun og reynslu. Íbúar við Ísafjarðardjúp binda miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi enda höfum við séð blómlega uppbygginu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Þar fjölgar íbúum, börnum fjölgar í skólum og fullt af spennandi atvinnutækifærum spretta upp. Hver sá sem heldur að fiskeldi skilji lítið eftir sig eða skapi bara láglaunastörf ætti að heimsækja Bíldudal og sjá hið gagnstæða. Við erum þreytt á að hagsmunir annara sem ekki lifa hér og starfa séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar Vestfirðinga. Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur. Ég geri mér fulla grein fyrir að eldinu fylgja áskoranir en við treystum okkur fullkomlega til að leysa úr þeim í samvinnu við fyrirtækin, aðra hagsmunaaðila og ríkið. Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót. Sumt af þessu fólki hefur áhyggjur af því að aukin umferð þjónustubáta í kringum fiskeldi muni raska kyrrðinni og eldiskvíarnar muni eyðileggja útsýnið. Ég skil vel að það sé gaman að geta keypt einbýlishús á 2-3 milljónir í krúttlegu sjávarþorpi. Ég skil vel að það sé gott að kúpla sig aðeins frá borgarlífinu, skreppa aðeins í þorpið og slaka á. Enda fögnum við íbúar þessara þorpa þessum góðu gestum og viljum fá þá sem flesta en við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Við viljum geta nýtt auðlindir okkar á skynsamlegan hátt eins og við höfum gert í hundruði ára. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar. Við vitum líka að allri matvælaframleiðslu fylgja umsvif. Það á við um sauðfjárræktun, kartöflurækt eða aðra matvælaframleiðslu. Því fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Matvælaframleiðsla sem kallar á allskonar fólk með fjölbreytna menntun og reynslu. Íbúar við Ísafjarðardjúp binda miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi enda höfum við séð blómlega uppbygginu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Þar fjölgar íbúum, börnum fjölgar í skólum og fullt af spennandi atvinnutækifærum spretta upp. Hver sá sem heldur að fiskeldi skilji lítið eftir sig eða skapi bara láglaunastörf ætti að heimsækja Bíldudal og sjá hið gagnstæða. Við erum þreytt á að hagsmunir annara sem ekki lifa hér og starfa séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar Vestfirðinga. Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur. Ég geri mér fulla grein fyrir að eldinu fylgja áskoranir en við treystum okkur fullkomlega til að leysa úr þeim í samvinnu við fyrirtækin, aðra hagsmunaaðila og ríkið. Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun