Framtíð okkar í fiskeldi Kristján Andri Guðjónsson skrifar 6. júlí 2017 13:09 Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót. Sumt af þessu fólki hefur áhyggjur af því að aukin umferð þjónustubáta í kringum fiskeldi muni raska kyrrðinni og eldiskvíarnar muni eyðileggja útsýnið. Ég skil vel að það sé gaman að geta keypt einbýlishús á 2-3 milljónir í krúttlegu sjávarþorpi. Ég skil vel að það sé gott að kúpla sig aðeins frá borgarlífinu, skreppa aðeins í þorpið og slaka á. Enda fögnum við íbúar þessara þorpa þessum góðu gestum og viljum fá þá sem flesta en við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Við viljum geta nýtt auðlindir okkar á skynsamlegan hátt eins og við höfum gert í hundruði ára. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar. Við vitum líka að allri matvælaframleiðslu fylgja umsvif. Það á við um sauðfjárræktun, kartöflurækt eða aðra matvælaframleiðslu. Því fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Matvælaframleiðsla sem kallar á allskonar fólk með fjölbreytna menntun og reynslu. Íbúar við Ísafjarðardjúp binda miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi enda höfum við séð blómlega uppbygginu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Þar fjölgar íbúum, börnum fjölgar í skólum og fullt af spennandi atvinnutækifærum spretta upp. Hver sá sem heldur að fiskeldi skilji lítið eftir sig eða skapi bara láglaunastörf ætti að heimsækja Bíldudal og sjá hið gagnstæða. Við erum þreytt á að hagsmunir annara sem ekki lifa hér og starfa séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar Vestfirðinga. Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur. Ég geri mér fulla grein fyrir að eldinu fylgja áskoranir en við treystum okkur fullkomlega til að leysa úr þeim í samvinnu við fyrirtækin, aðra hagsmunaaðila og ríkið. Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót. Sumt af þessu fólki hefur áhyggjur af því að aukin umferð þjónustubáta í kringum fiskeldi muni raska kyrrðinni og eldiskvíarnar muni eyðileggja útsýnið. Ég skil vel að það sé gaman að geta keypt einbýlishús á 2-3 milljónir í krúttlegu sjávarþorpi. Ég skil vel að það sé gott að kúpla sig aðeins frá borgarlífinu, skreppa aðeins í þorpið og slaka á. Enda fögnum við íbúar þessara þorpa þessum góðu gestum og viljum fá þá sem flesta en við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Við viljum geta nýtt auðlindir okkar á skynsamlegan hátt eins og við höfum gert í hundruði ára. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar. Við vitum líka að allri matvælaframleiðslu fylgja umsvif. Það á við um sauðfjárræktun, kartöflurækt eða aðra matvælaframleiðslu. Því fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Matvælaframleiðsla sem kallar á allskonar fólk með fjölbreytna menntun og reynslu. Íbúar við Ísafjarðardjúp binda miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi enda höfum við séð blómlega uppbygginu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Þar fjölgar íbúum, börnum fjölgar í skólum og fullt af spennandi atvinnutækifærum spretta upp. Hver sá sem heldur að fiskeldi skilji lítið eftir sig eða skapi bara láglaunastörf ætti að heimsækja Bíldudal og sjá hið gagnstæða. Við erum þreytt á að hagsmunir annara sem ekki lifa hér og starfa séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar Vestfirðinga. Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur. Ég geri mér fulla grein fyrir að eldinu fylgja áskoranir en við treystum okkur fullkomlega til að leysa úr þeim í samvinnu við fyrirtækin, aðra hagsmunaaðila og ríkið. Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun