Verð ég að hafa sömu skoðun og þú? Árný Björg Jóhannsdóttir skrifar 7. júlí 2017 10:32 Öll erum við einstaklingar með huga og hjarta, myndum okkur skoðanir á flestum hlutum í lífinu af því að við erum þátttakendur í því. Mjög eðlilegt og þroskandi. Þegar ég var unglingur, þorði ég ekki að hafa eigin skoðun á hlutum, til að verða ekki út undan. Ég hafði nefnilega trú og skoðanir á ýmsu sem hlegið var að. Þannig að ég kaus að fljóta með fjöldanum. Vont að verða óvinsæll vegna skoðana sinna. Með þessari ákvörðun, týndi ég sjálfri mér. Ég var bara ein af fjöldanum og sagði já eða nei eftir því sem fólki fannst og fylgdi þeirra skoðunum. En svo tók ég ákveðið skref þegar ég var 25 ára og þá breyttist allt. Nú vildi ég hafa mínar eigin skoðanir hvað sem öðrum fannst. Þótt það færi gegn skoðun þess, þá fór ég að tjá mig um það sem ég trúði að væri rétt eða rangt. Í kjölfarið upplifði ég þvílíkt frelsi, hver ég var, fann sjálfa mig, varð sjálfsörugg og sjálfsímyndin óx. Af hverju er ég að skrifa þetta? Í fyrsta lagi vegna þess að ég held að það séu margir í þessum sporum sem ég var í einu sinni. Þora ekki að tjá sig af ótta við fjöldann og verða þar af leiðandi svolítið týnd og samþykkja jafnvel hluti gagnstætt innri sannfæringu. Ég hvet fólk til að vera það sjálft, mynda sér skoðanir frá þeirra eigin veru, ekki annarra. Skoða lífið með sínum eigin augum ekki í gegnum annarra. Í öðru lagi vegna þess að ég les oft í fjölmiðlum hér og þar að ef einhver hefur aðra skoðun en annar, þá verður oft þvílíkt orðastríð og miður fagurt. Ég í rauninni gapi stundum! Fólk getur orðið svo orðljótt og dæmandi að stundum langar mig til að gráta! Það er kannski ástæðan fyrir því að stundum þorir fólk ekki, vill ekki eða hreinlega nennir ekki að standa í því að tjá sig. Vill forðast það, að lenda í orðljótum sennum þar sem fólk er í rauninni að fara fram á, að skoðun þess sé rétt og ef annað fólk hefur annað að segja þá eru þau bara eitthvað skrýtin eða út úr korti. Mér finnst gaman að ræða við fólk um lífið og tilveruna. Ég verð ekkert reið eða ill yfir því að aðrir hafi aðrar skoðanir en ég. Það gerir umræður oft lifandi og skemmtilegar. Við skulum forðast að vera eins og lítil börn sem verða oft reið þegar foreldrar samþykkja ekki það sem þeim finnst vera rétt eða rangt. Taka svo frekjuköst því að þau höndla það ekki. Vonandi getum við talað saman í friði og sátt þótt við séum ekki alltaf sammála og verið fyrirmynd fyrir yngri kynslóðirnar, hvernig bregðast skuli þegar við erum ósammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Öll erum við einstaklingar með huga og hjarta, myndum okkur skoðanir á flestum hlutum í lífinu af því að við erum þátttakendur í því. Mjög eðlilegt og þroskandi. Þegar ég var unglingur, þorði ég ekki að hafa eigin skoðun á hlutum, til að verða ekki út undan. Ég hafði nefnilega trú og skoðanir á ýmsu sem hlegið var að. Þannig að ég kaus að fljóta með fjöldanum. Vont að verða óvinsæll vegna skoðana sinna. Með þessari ákvörðun, týndi ég sjálfri mér. Ég var bara ein af fjöldanum og sagði já eða nei eftir því sem fólki fannst og fylgdi þeirra skoðunum. En svo tók ég ákveðið skref þegar ég var 25 ára og þá breyttist allt. Nú vildi ég hafa mínar eigin skoðanir hvað sem öðrum fannst. Þótt það færi gegn skoðun þess, þá fór ég að tjá mig um það sem ég trúði að væri rétt eða rangt. Í kjölfarið upplifði ég þvílíkt frelsi, hver ég var, fann sjálfa mig, varð sjálfsörugg og sjálfsímyndin óx. Af hverju er ég að skrifa þetta? Í fyrsta lagi vegna þess að ég held að það séu margir í þessum sporum sem ég var í einu sinni. Þora ekki að tjá sig af ótta við fjöldann og verða þar af leiðandi svolítið týnd og samþykkja jafnvel hluti gagnstætt innri sannfæringu. Ég hvet fólk til að vera það sjálft, mynda sér skoðanir frá þeirra eigin veru, ekki annarra. Skoða lífið með sínum eigin augum ekki í gegnum annarra. Í öðru lagi vegna þess að ég les oft í fjölmiðlum hér og þar að ef einhver hefur aðra skoðun en annar, þá verður oft þvílíkt orðastríð og miður fagurt. Ég í rauninni gapi stundum! Fólk getur orðið svo orðljótt og dæmandi að stundum langar mig til að gráta! Það er kannski ástæðan fyrir því að stundum þorir fólk ekki, vill ekki eða hreinlega nennir ekki að standa í því að tjá sig. Vill forðast það, að lenda í orðljótum sennum þar sem fólk er í rauninni að fara fram á, að skoðun þess sé rétt og ef annað fólk hefur annað að segja þá eru þau bara eitthvað skrýtin eða út úr korti. Mér finnst gaman að ræða við fólk um lífið og tilveruna. Ég verð ekkert reið eða ill yfir því að aðrir hafi aðrar skoðanir en ég. Það gerir umræður oft lifandi og skemmtilegar. Við skulum forðast að vera eins og lítil börn sem verða oft reið þegar foreldrar samþykkja ekki það sem þeim finnst vera rétt eða rangt. Taka svo frekjuköst því að þau höndla það ekki. Vonandi getum við talað saman í friði og sátt þótt við séum ekki alltaf sammála og verið fyrirmynd fyrir yngri kynslóðirnar, hvernig bregðast skuli þegar við erum ósammála.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun