Erlent

Flóð í Japan: Minnst fimmtán látnir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikil eyðilegging í Japan eftir vatnaveðrið.
Mikil eyðilegging í Japan eftir vatnaveðrið. Vísir/EPA
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir mikið flóð í Suðvestur Japan. Mikið vatnsveður þessa vikuna olli því að ár og vötn flæddu yfir bakka með þessum afleiðingum.

Tólf manns létust í Fukuoka og fjórtán er saknað. Þetta kemur fram á síðu héraðsstjóraembættisins í Fukuoka. Þar kemur einnig fram að 104,746 manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín. Þetta kemur fram á vef CNN.

Þrír létust og fjörutíu og sjö er saknað í Oita. 40,033 var gert að yfirgefa heimili sín vegna flóðsins.

Meira en 7,800 björgunarsveitarmenn frá Fukuoka hafa leitað fólks daga og nætur. Vatnsveðrið hefur gert björgunarsveitarfólki erfiðara um vik við björgunaraðgerðir og hefur það þurft að berjast í gegnum þykka leðju og rusl og brak frá eyðilögðum húsum.

Ekki er útlit fyrir því að stytti upp á næstunni. Þvert á móti er áframhaldandi vatnsveðri spáð nú þegar tímabil sumarrigninga stendur nú yfir eða monsúntímabilið svokallaða sem heldur áfram að valda usla í Austur Asíu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×