Lilja Rafney segir einbreið jarðgöng vera slysagildru Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 19:15 Bíll Lilju Rafneyjar er illa útleikinn eftir áreksturinn. Ingibjörg Snorradóttir Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og dóttir hennar slösuðust ásamt konu sem ók bíl sínum beint fram á bíl þingmannsins í Vestfjarðargöngum í gær. Lilja Rafney segir einbreið göng eins og hluti Vestfjarðaganga er vera slysagildrur og barn síns tíma. Nauðsynlegt sé að breikka þau og gera á þeim úrbætur. Vegurinn í þeim hluta Vestfjarðaganga sem liggja frá Suðureyri upp að vegamótum inni í göngunum er einbreiður og eru útskot fyrir bílstjóra sem eru á leið til Suðureyrar. Lilja Rafney var á leið frá Suðureyri til Ísafjarðar ásamt eiginmanni sínum Hilmari Gunnarssyni sem ók og dóttur þeirra Hörpu Rún og rúmlega eins árs dóttur hennar Sóldísi Líf í gærdag. „Þá sjáum við að að bíll kemur á móti okkur á fullri ferð og eins og hann átti sig ekki á að hann þurfi að fara í útskot. Svo maðurinn minn snarhemlar þegar hann sér að bíllinn stefnir beint framan á okkar bíl. En það dugði ekki til því hann keyrði á fullri ferð framan á bílinn og það var ekki hægt að forða sér. Þetta var auðvitað gífurlegt högg og árekstur. En sem betur fer sprungu þessir líknarbelgir sem eru fram í og barnastóllinn sem Sóldís litla ömmustelpa var í hlífði henni algerlega,“ segir Lilja Rafney. Þau hafi óttast mest að eldur kæmu upp í bílunum en sem betur fer hafi það ekki gerst. Fyrstu viðbrögð hafi verið að koma sér út úr bílnum en þau hafi veriðí misjöfnu standi til þess. En dóttir hennar varð verst úti í bíl þeirra.Mikiðhögg við áreksturinn„Fékk mikið högg á bakið og var bakveik fyrir. Svo hún gat varla komist út greyið. Ég náði að taka Sóldísi úr bílstólnum og maðurinn minn fór strax í að hringja á sjúkrabíl og lögreglu. En það er bara nýkomið GSM símasamband inni í göngunum og bara eitt símafyrirtæki sem býður það, Síminn,“ segir þingmaðurinn. Vegurinn í göngunum er einungis tvíbreiður frá Ísafirði að vegamótum í göngunum, en þaðan er hann einbreiður með göngum til Suðureyrar og Flateyrar. Hryggjarliður í baki dóttur Lilju Rafneyjar brotnaði og hryggurinn féll saman en mænan slapp sem betur fer. Sjálf slasaðist Lilja Rafney á auga og er með skerta sjón sem hún segir að ganga muni til baka. Þá er ölduð kona sem ók hinum bílnum til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Lilja Rafney segist oft sem þingmaður hafa vakið athygli áöryggismálum í Vestfjarðagöngum sem séu barn síns tíma, tekin í notkun árið 1996. Einbreið göng eins og fyrir vestan og í Ólafsfirði yrðu aldrei leyfð í dag. Eldur hefði hæglega getað komið upp við áreksturinn. „Maður spyr sig hver er viðbúnaður, hvaða öryggisáætlun er í gangi, hvað myndi vera gert. Ef við hefðum þurft að fara út Súgandafjarðarmeginn aftur þá er enginn vegur yfir heiðina. Það er búið að skera hann í sundur. Svo ég legg mikla áherslu á að það verði farið yfir alla þessa öryggisþætti og hef reyndar gert það áður,“ segir Lilja Rafney. Nauðsynlegt sé að breikka einnrar akreina göng í landinu. Þetta séu slysagildrur. Það hafi verið ógnvænlegt að sjá bílinn koma mikilli ferð á móti sér. „Þetta var ólýsanleg tilfinning og erfitt að segja nokkuð um það. Manni fannst að maður væri að horfa á einhvern endi í sínu lífi eða sinnar fjölskyldu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Tengdar fréttir Þingmaður VG sjónlaus á öðru auga eftir slys í Vestfjarðargöngum Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, lenti í alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum ásamt fjölskyldu sinni í dag. Í færslu á Facebook-segir hún dóttur sína hafa orðið fyrir alvarlegum bakmeiðslum og hún sjálf sé sjónlaus á öðru auga. 7. júlí 2017 23:27 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og dóttir hennar slösuðust ásamt konu sem ók bíl sínum beint fram á bíl þingmannsins í Vestfjarðargöngum í gær. Lilja Rafney segir einbreið göng eins og hluti Vestfjarðaganga er vera slysagildrur og barn síns tíma. Nauðsynlegt sé að breikka þau og gera á þeim úrbætur. Vegurinn í þeim hluta Vestfjarðaganga sem liggja frá Suðureyri upp að vegamótum inni í göngunum er einbreiður og eru útskot fyrir bílstjóra sem eru á leið til Suðureyrar. Lilja Rafney var á leið frá Suðureyri til Ísafjarðar ásamt eiginmanni sínum Hilmari Gunnarssyni sem ók og dóttur þeirra Hörpu Rún og rúmlega eins árs dóttur hennar Sóldísi Líf í gærdag. „Þá sjáum við að að bíll kemur á móti okkur á fullri ferð og eins og hann átti sig ekki á að hann þurfi að fara í útskot. Svo maðurinn minn snarhemlar þegar hann sér að bíllinn stefnir beint framan á okkar bíl. En það dugði ekki til því hann keyrði á fullri ferð framan á bílinn og það var ekki hægt að forða sér. Þetta var auðvitað gífurlegt högg og árekstur. En sem betur fer sprungu þessir líknarbelgir sem eru fram í og barnastóllinn sem Sóldís litla ömmustelpa var í hlífði henni algerlega,“ segir Lilja Rafney. Þau hafi óttast mest að eldur kæmu upp í bílunum en sem betur fer hafi það ekki gerst. Fyrstu viðbrögð hafi verið að koma sér út úr bílnum en þau hafi veriðí misjöfnu standi til þess. En dóttir hennar varð verst úti í bíl þeirra.Mikiðhögg við áreksturinn„Fékk mikið högg á bakið og var bakveik fyrir. Svo hún gat varla komist út greyið. Ég náði að taka Sóldísi úr bílstólnum og maðurinn minn fór strax í að hringja á sjúkrabíl og lögreglu. En það er bara nýkomið GSM símasamband inni í göngunum og bara eitt símafyrirtæki sem býður það, Síminn,“ segir þingmaðurinn. Vegurinn í göngunum er einungis tvíbreiður frá Ísafirði að vegamótum í göngunum, en þaðan er hann einbreiður með göngum til Suðureyrar og Flateyrar. Hryggjarliður í baki dóttur Lilju Rafneyjar brotnaði og hryggurinn féll saman en mænan slapp sem betur fer. Sjálf slasaðist Lilja Rafney á auga og er með skerta sjón sem hún segir að ganga muni til baka. Þá er ölduð kona sem ók hinum bílnum til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Lilja Rafney segist oft sem þingmaður hafa vakið athygli áöryggismálum í Vestfjarðagöngum sem séu barn síns tíma, tekin í notkun árið 1996. Einbreið göng eins og fyrir vestan og í Ólafsfirði yrðu aldrei leyfð í dag. Eldur hefði hæglega getað komið upp við áreksturinn. „Maður spyr sig hver er viðbúnaður, hvaða öryggisáætlun er í gangi, hvað myndi vera gert. Ef við hefðum þurft að fara út Súgandafjarðarmeginn aftur þá er enginn vegur yfir heiðina. Það er búið að skera hann í sundur. Svo ég legg mikla áherslu á að það verði farið yfir alla þessa öryggisþætti og hef reyndar gert það áður,“ segir Lilja Rafney. Nauðsynlegt sé að breikka einnrar akreina göng í landinu. Þetta séu slysagildrur. Það hafi verið ógnvænlegt að sjá bílinn koma mikilli ferð á móti sér. „Þetta var ólýsanleg tilfinning og erfitt að segja nokkuð um það. Manni fannst að maður væri að horfa á einhvern endi í sínu lífi eða sinnar fjölskyldu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Tengdar fréttir Þingmaður VG sjónlaus á öðru auga eftir slys í Vestfjarðargöngum Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, lenti í alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum ásamt fjölskyldu sinni í dag. Í færslu á Facebook-segir hún dóttur sína hafa orðið fyrir alvarlegum bakmeiðslum og hún sjálf sé sjónlaus á öðru auga. 7. júlí 2017 23:27 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þingmaður VG sjónlaus á öðru auga eftir slys í Vestfjarðargöngum Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, lenti í alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum ásamt fjölskyldu sinni í dag. Í færslu á Facebook-segir hún dóttur sína hafa orðið fyrir alvarlegum bakmeiðslum og hún sjálf sé sjónlaus á öðru auga. 7. júlí 2017 23:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent