Réttindi barna – skipta þau máli? Margrét María Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2017 07:00 Í tíu ár hef ég verið það lánsöm að fá að starfa sem umboðsmaður barna. Lögum samkvæmt geta þau ár ekki verið fleiri og nú er mínum tíma lokið. Þrátt fyrir söknuð yfir því að kveðja finn ég fyrir mikilli gleði. Gleði yfir því að hafa fengið tækifæri til að vera í mínu draumastarfi og sinna þeim verkefnum sem eru mér svo hugleikin. Mér finnst þó mikilvægt að regluleg endurnýjun á umboðsmanni barna eigi sér stað og því kveð ég með þakklæti og gleði í huga.Með jákvæðni að leiðarljósi Sem umboðsmaður barna hef ég alltaf reynt að hafa bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi þegar bent er á það sem betur má fara. Að mati sumra er umboðsmaður stundum of róttækur í skoðunum sínum en honum er meðal annars ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu. Á þessum mikilvægu tímamótum ákvað ég að láta útbúa skýrslu um þær áhyggjur sem ég hef við embættislokin. Skýrsluna er að finna á heimasíðu embættisins barn.is en í henni koma einnig fram hugmyndir að úrbótum. Það er von mín að skýrslan nái eyrum ríkisvaldsins og annarra sem taka ákvarðanir sem varðar börn.Betur má ef duga skal Margt brennur á mér við þessi tímamót, ýmislegt hefur áunnist en betur má ef duga skal. Víða vantar upp á viðhorfin til barna, en börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi og réttindi þeirra eru ekki minni en annarra. Þegar kemur að málefnum barna virðist skortur á fjármagni einkenna málaflokkinn töluvert og væri hægt að benda á mörg mál því til stuðnings. Skýrslan er ekki tæmandi en gefur þó góðar upplýsingar um stöðuna. Ég vil þakka öllum sem starfað hafa með embættinu síðustu tíu ár, þeim sem hafa leitað til embættisins, krökkunum sem leita til þess, ráðgjafarhópnum sem er stórkostleg uppspretta góðra mála og loks vil ég þakka mínu frábæra starfsfólki fyrir öll árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í tíu ár hef ég verið það lánsöm að fá að starfa sem umboðsmaður barna. Lögum samkvæmt geta þau ár ekki verið fleiri og nú er mínum tíma lokið. Þrátt fyrir söknuð yfir því að kveðja finn ég fyrir mikilli gleði. Gleði yfir því að hafa fengið tækifæri til að vera í mínu draumastarfi og sinna þeim verkefnum sem eru mér svo hugleikin. Mér finnst þó mikilvægt að regluleg endurnýjun á umboðsmanni barna eigi sér stað og því kveð ég með þakklæti og gleði í huga.Með jákvæðni að leiðarljósi Sem umboðsmaður barna hef ég alltaf reynt að hafa bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi þegar bent er á það sem betur má fara. Að mati sumra er umboðsmaður stundum of róttækur í skoðunum sínum en honum er meðal annars ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu. Á þessum mikilvægu tímamótum ákvað ég að láta útbúa skýrslu um þær áhyggjur sem ég hef við embættislokin. Skýrsluna er að finna á heimasíðu embættisins barn.is en í henni koma einnig fram hugmyndir að úrbótum. Það er von mín að skýrslan nái eyrum ríkisvaldsins og annarra sem taka ákvarðanir sem varðar börn.Betur má ef duga skal Margt brennur á mér við þessi tímamót, ýmislegt hefur áunnist en betur má ef duga skal. Víða vantar upp á viðhorfin til barna, en börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi og réttindi þeirra eru ekki minni en annarra. Þegar kemur að málefnum barna virðist skortur á fjármagni einkenna málaflokkinn töluvert og væri hægt að benda á mörg mál því til stuðnings. Skýrslan er ekki tæmandi en gefur þó góðar upplýsingar um stöðuna. Ég vil þakka öllum sem starfað hafa með embættinu síðustu tíu ár, þeim sem hafa leitað til embættisins, krökkunum sem leita til þess, ráðgjafarhópnum sem er stórkostleg uppspretta góðra mála og loks vil ég þakka mínu frábæra starfsfólki fyrir öll árin.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar