Réttindi barna – skipta þau máli? Margrét María Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2017 07:00 Í tíu ár hef ég verið það lánsöm að fá að starfa sem umboðsmaður barna. Lögum samkvæmt geta þau ár ekki verið fleiri og nú er mínum tíma lokið. Þrátt fyrir söknuð yfir því að kveðja finn ég fyrir mikilli gleði. Gleði yfir því að hafa fengið tækifæri til að vera í mínu draumastarfi og sinna þeim verkefnum sem eru mér svo hugleikin. Mér finnst þó mikilvægt að regluleg endurnýjun á umboðsmanni barna eigi sér stað og því kveð ég með þakklæti og gleði í huga.Með jákvæðni að leiðarljósi Sem umboðsmaður barna hef ég alltaf reynt að hafa bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi þegar bent er á það sem betur má fara. Að mati sumra er umboðsmaður stundum of róttækur í skoðunum sínum en honum er meðal annars ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu. Á þessum mikilvægu tímamótum ákvað ég að láta útbúa skýrslu um þær áhyggjur sem ég hef við embættislokin. Skýrsluna er að finna á heimasíðu embættisins barn.is en í henni koma einnig fram hugmyndir að úrbótum. Það er von mín að skýrslan nái eyrum ríkisvaldsins og annarra sem taka ákvarðanir sem varðar börn.Betur má ef duga skal Margt brennur á mér við þessi tímamót, ýmislegt hefur áunnist en betur má ef duga skal. Víða vantar upp á viðhorfin til barna, en börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi og réttindi þeirra eru ekki minni en annarra. Þegar kemur að málefnum barna virðist skortur á fjármagni einkenna málaflokkinn töluvert og væri hægt að benda á mörg mál því til stuðnings. Skýrslan er ekki tæmandi en gefur þó góðar upplýsingar um stöðuna. Ég vil þakka öllum sem starfað hafa með embættinu síðustu tíu ár, þeim sem hafa leitað til embættisins, krökkunum sem leita til þess, ráðgjafarhópnum sem er stórkostleg uppspretta góðra mála og loks vil ég þakka mínu frábæra starfsfólki fyrir öll árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í tíu ár hef ég verið það lánsöm að fá að starfa sem umboðsmaður barna. Lögum samkvæmt geta þau ár ekki verið fleiri og nú er mínum tíma lokið. Þrátt fyrir söknuð yfir því að kveðja finn ég fyrir mikilli gleði. Gleði yfir því að hafa fengið tækifæri til að vera í mínu draumastarfi og sinna þeim verkefnum sem eru mér svo hugleikin. Mér finnst þó mikilvægt að regluleg endurnýjun á umboðsmanni barna eigi sér stað og því kveð ég með þakklæti og gleði í huga.Með jákvæðni að leiðarljósi Sem umboðsmaður barna hef ég alltaf reynt að hafa bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi þegar bent er á það sem betur má fara. Að mati sumra er umboðsmaður stundum of róttækur í skoðunum sínum en honum er meðal annars ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu. Á þessum mikilvægu tímamótum ákvað ég að láta útbúa skýrslu um þær áhyggjur sem ég hef við embættislokin. Skýrsluna er að finna á heimasíðu embættisins barn.is en í henni koma einnig fram hugmyndir að úrbótum. Það er von mín að skýrslan nái eyrum ríkisvaldsins og annarra sem taka ákvarðanir sem varðar börn.Betur má ef duga skal Margt brennur á mér við þessi tímamót, ýmislegt hefur áunnist en betur má ef duga skal. Víða vantar upp á viðhorfin til barna, en börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi og réttindi þeirra eru ekki minni en annarra. Þegar kemur að málefnum barna virðist skortur á fjármagni einkenna málaflokkinn töluvert og væri hægt að benda á mörg mál því til stuðnings. Skýrslan er ekki tæmandi en gefur þó góðar upplýsingar um stöðuna. Ég vil þakka öllum sem starfað hafa með embættinu síðustu tíu ár, þeim sem hafa leitað til embættisins, krökkunum sem leita til þess, ráðgjafarhópnum sem er stórkostleg uppspretta góðra mála og loks vil ég þakka mínu frábæra starfsfólki fyrir öll árin.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar