„Við erum gömul en ekki dauð“ Ellert B Schram skrifar 30. júní 2017 14:49 Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun