Fimm ára úrbótaáætlun með fyrirvara um fjármögnun ríkisins Þorsteinn Gunnarsson skrifar 20. júní 2017 07:00 Fráveitumál við Mývatn hafa verið í brennidepli. Í upphafi er rétt að leiðrétta algengan misskilning í umræðunni. Halda mætti að öllu skólpi sé dælt beint í Mývatn. Þetta er auðvitað alrangt því hér tíðkast víða tveggja þrepa hreinsun og heilbrigðiseftirlitið fylgist með því að sveitarfélagið og rekstraraðilar uppfylli lög og reglur. Mývetningar hafa að mörgu leyti verið til fyrirmyndar í fráveitumálum í gegnum tíðina en árið 2012 var kröfunum breytt með einu pennastriki og gerðar íþyngjandi kröfur á Mývetninga með því sem kallað er „umfram tveggja þrepa hreinsun“. Hvað það þýðir er í raun verkfræðilegt úrlausnarefni en kostnaðurinn við slíka hreinsun er mikill. Í síðustu viku sendu Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Skútustaðahreppi inn sameiginlega umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Unnið var út frá gildum, markmiðum og framtíðarsýn. Framtíðarsýn umbótaáætlunarinnar er að sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar verði til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríkið í Mývatni. Umbótaáætlunin er unnin vegna krafna HNE þar sem lögð er fram krafa um tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsivirki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Tímasett áætlun um úrbætur átti að berast HNE ekki seinna en 17. júní. Lögð er fram fimm ára tímasett umbótaáætlun sem byggir á samþættingu aðgerða. Gerðir eru ýmsir fyrirvarar á áætluninni, bæði lagalegir og ekki síst hvað varðar aðkomu ríkisvaldsins um fjármögnun. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur á jafnframt í viðræðum við Norðurorku um aðkomu að veitumálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að viðræður við ríkisvaldið og Norðurorku standi til áramóta. Verði seinkun á viðræðunum má reikna með að seinkun verði á ferlinu sem því nemur þar sem fjárhagsleg aðkoma ríkisins er ein helsta forsendan fyrir framgangi verkefnisins. Undirbúningur af hálfu sveitarfélagsins er þegar hafinn með breytingum á deiliskipulagi og fleira. Rekstraraðilar hafa einnig hafið undirbúning af sinni hálfu. Heildarkostnaður fráveituframkvæmdanna fyrir sveitarfélagið er áætlaður um 500-700 m.kr. en fyrir rekstraraðila má áætla að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Sveitarfélagið hefur fundað með umhverfisráðherra og fjármálaráðherra um aðkomu ríkisvaldsins hvað varðar fjármögnun og lofar fundurinn góðu um framhaldið.Sameiginlegir hagsmunir Hver og einn rekstraraðili er ábyrgur fyrir sinni umbótaáætlun líkt og sveitarfélagið en helstu ástæður fyrir að skila inn sameiginlegri umbótaáætlun eru sameiginlegir hagsmunir, samlegðaráhrif, hagkvæmni og samþætting verkefnisþátta í þeim tilfellum þar sem rekstraraðilar eru staðsettir í skilgreindum þéttbýliskjarna. Samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna kemur fram að uppbygging fráveitna sé á ábyrgð sveitarfélaga og því er mikilvægt fyrir rekstraraðila að vita hvenær þeir geta tengt sig inn á safnkerfi fráveitu sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá. Ákvæði verndarlaganna um Mývatn og Laxá stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhagslegar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram sbr. krafa Heilbrigðisnefndar Norðlands eystra. Þær eru verulega íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallarhagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð umbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið. Ein af helstu forsendum þess að ráðist er í svo kostnaðarsamar framkvæmdir í fráveitumálum hlýtur að vera að vöktun á lífríki Mývatns verði aukin til muna til að meta stöðuna og áhrif framkvæmdanna á lífríkið til framtíðar. Á fundi fulltrúa sveitarstjórnar með fjármálaráðherra og umhverfisráðherra fyrir skömmu greindi umhverfisráðherra frá því að ráðuneytið ætlar að setja aukið fjármagn í rannsóknir og vöktun Mývatns, sem er fagnaðarefni.Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fráveitumál við Mývatn hafa verið í brennidepli. Í upphafi er rétt að leiðrétta algengan misskilning í umræðunni. Halda mætti að öllu skólpi sé dælt beint í Mývatn. Þetta er auðvitað alrangt því hér tíðkast víða tveggja þrepa hreinsun og heilbrigðiseftirlitið fylgist með því að sveitarfélagið og rekstraraðilar uppfylli lög og reglur. Mývetningar hafa að mörgu leyti verið til fyrirmyndar í fráveitumálum í gegnum tíðina en árið 2012 var kröfunum breytt með einu pennastriki og gerðar íþyngjandi kröfur á Mývetninga með því sem kallað er „umfram tveggja þrepa hreinsun“. Hvað það þýðir er í raun verkfræðilegt úrlausnarefni en kostnaðurinn við slíka hreinsun er mikill. Í síðustu viku sendu Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Skútustaðahreppi inn sameiginlega umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Unnið var út frá gildum, markmiðum og framtíðarsýn. Framtíðarsýn umbótaáætlunarinnar er að sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar verði til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríkið í Mývatni. Umbótaáætlunin er unnin vegna krafna HNE þar sem lögð er fram krafa um tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsivirki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Tímasett áætlun um úrbætur átti að berast HNE ekki seinna en 17. júní. Lögð er fram fimm ára tímasett umbótaáætlun sem byggir á samþættingu aðgerða. Gerðir eru ýmsir fyrirvarar á áætluninni, bæði lagalegir og ekki síst hvað varðar aðkomu ríkisvaldsins um fjármögnun. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur á jafnframt í viðræðum við Norðurorku um aðkomu að veitumálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að viðræður við ríkisvaldið og Norðurorku standi til áramóta. Verði seinkun á viðræðunum má reikna með að seinkun verði á ferlinu sem því nemur þar sem fjárhagsleg aðkoma ríkisins er ein helsta forsendan fyrir framgangi verkefnisins. Undirbúningur af hálfu sveitarfélagsins er þegar hafinn með breytingum á deiliskipulagi og fleira. Rekstraraðilar hafa einnig hafið undirbúning af sinni hálfu. Heildarkostnaður fráveituframkvæmdanna fyrir sveitarfélagið er áætlaður um 500-700 m.kr. en fyrir rekstraraðila má áætla að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Sveitarfélagið hefur fundað með umhverfisráðherra og fjármálaráðherra um aðkomu ríkisvaldsins hvað varðar fjármögnun og lofar fundurinn góðu um framhaldið.Sameiginlegir hagsmunir Hver og einn rekstraraðili er ábyrgur fyrir sinni umbótaáætlun líkt og sveitarfélagið en helstu ástæður fyrir að skila inn sameiginlegri umbótaáætlun eru sameiginlegir hagsmunir, samlegðaráhrif, hagkvæmni og samþætting verkefnisþátta í þeim tilfellum þar sem rekstraraðilar eru staðsettir í skilgreindum þéttbýliskjarna. Samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna kemur fram að uppbygging fráveitna sé á ábyrgð sveitarfélaga og því er mikilvægt fyrir rekstraraðila að vita hvenær þeir geta tengt sig inn á safnkerfi fráveitu sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá. Ákvæði verndarlaganna um Mývatn og Laxá stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhagslegar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram sbr. krafa Heilbrigðisnefndar Norðlands eystra. Þær eru verulega íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallarhagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð umbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið. Ein af helstu forsendum þess að ráðist er í svo kostnaðarsamar framkvæmdir í fráveitumálum hlýtur að vera að vöktun á lífríki Mývatns verði aukin til muna til að meta stöðuna og áhrif framkvæmdanna á lífríkið til framtíðar. Á fundi fulltrúa sveitarstjórnar með fjármálaráðherra og umhverfisráðherra fyrir skömmu greindi umhverfisráðherra frá því að ráðuneytið ætlar að setja aukið fjármagn í rannsóknir og vöktun Mývatns, sem er fagnaðarefni.Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar