Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 13:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Vísir/Stefán Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira