Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun