Til friðar Ingi Bogi Bogason skrifar 22. júní 2017 07:00 Hann stóð í sturtunni gegnt mér í Árbæjarlaug; þéttvaxinn um 35 ára, með mikið rauðleitt skegg. Hakakross tattóveraður á brjóst, um 10 sm í þvermál. Ég var hvumsa. Hvert var mitt hlutverk við þessar aðstæður? Átti ég að ræða við manninn og biðja hann að hylja eitt helsta illskutákn sögunnar – eða var það kannski lögvarinn réttur hans að bera þetta á brjósti sínu, öllum til sýnis? Ég var ekki viss og gerði því ekkert. Tímarnir eru þversagnarkenndir. Djúpt er á friði og náungakærleika milli fólks og landa. Daðrað er við ófrið með hugsunarleysi, frekju og lúmskum ógnunum. Klassískum boðorðum og dygðum er ógnað. Í loftinu svífur ósögð setning Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu „að vilja seint rata í þann glæp að semja frið við menn“. Hvert er hlutverk skólakerfisins við þessar aðstæður? Hvaða möguleika hafa kennarar og nemendur til að stuðla að skilningi og friði?Puðað til friðar Fræðimenn telja að einn helsti ávinningur Kennedys í forsetastóli hafi verið að leggja með nýstárlegum hætti grunn að friði í heiminum. Í nýútkominni bók sinni „To move the World“ sýnir Jeffrey Sachs, prófessor við Columbia háskóla, fram á að þrotlaus elja og hugmyndaauðgi Kennedys hafi líklega komið í veg fyrir stórstyrjöld BNA og Sovétríkjanna vegna Kúbudeilunnar. Kennedy útilokaði ekki stríðsátök til að vernda hagsmuni Bandaríkjanna en hann taldi að of oft væri of auðvelt að hefja stríð og því lyki því ævinlega of seint og eftir of miklar þjáningar. Ávinningur af stríði væri alltaf keyptur dýru verði. Að hefja ferli friðar og þróa sig í átt til friðar væri hins vegar mun erfiðari og á köflum óvinsælli athöfn – en um leið ábatasamari til lengri tíma fyrir alla. Leikjafræði friðarins væri flókin og vogunin meiri. Friðarboðskapur Kennedys er enn í fullu gildi og á töluvert erindi við okkur árið 2017. Um þessar mundir erum við minnt á hvernig heimskan, lygin, tortryggnin og sérhyglin geta tekið yfir skynsemi, staðreyndir og upplýsingu. Lýðskrumarar eru tilbúnir að spila á ótta fólks við „hina“ og óttann við að af þeim verði tekið. Það eina sem Kennedy sagði að fólk þyrfti að óttast væri óttinn sjálfur, því að hann dregur máttinn úr fólki, blindar það og forherðir. Þýski friðarsinninn og guðfræðingurinn Dietrich Bonhoeffer, sem nasistar myrtu á síðustu dögum stríðsins, sagði að viðleitni til að koma á friði og halda frið væri endalaus barátta. Að stuðla að friði fæli ekki í sér einfalda eftirgjöf hagsmuna. Þversögnin er sú að það er lítill friður í þeirri þrotlausu vinnu að koma á friði.Skólastarf til friðar Ég held að sérkennilegt andrúmsloft um þessar mundir, leggi okkur öllum, hvaða hlutverki sem við gegnum, ríkulegar skyldur á herðar til að stuðla að sátt og friði. Aðalnámskrá gerir ráð fyrir grunnþáttum menntunar sem eiga m.a. að efla nemendur til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í alþjóðlegu skólasamhengi er nú mikið rætt um „c-in fjögur“, eða helstu hæfniþætti 21. aldarinnar. Þeir eru gagnrýnin hugsun (critical thinking), samskipti (communication), samvinna (collaboration) og sköpun (creativity). Þessir hæfniþættir skipta máli þegar rætt er um að efla frið í heiminum, jafnt milli landa sem og milli einstaklinga. Ég tel að menntakerfið hér á landi – m.a. umfangsmikil stefnumótun, byggð á framhaldsskólalögum frá 2008 og starfsemi einstakra skóla – sé góður grunnur að upplýsingu og uppeldi til friðar. Við sem störfum í menntakerfinu höfum tækifæri til að vefa „c-in“ fjögur af meira afli í menntun unga fólksins. Það er svo margt í samtímanum sem kallar á gagnrýna hugsun, sköpun, aukin samskipti og samvinnu. Við verðum að meta að verðleikum stóra drauma okkar allra um betri framtíð. Í þeim skóla sem ég starfa við, Borgarholtsskóla, voru á síðasta vetri haldnir þrír stefnumótunarfundir; með nemendum, foreldrum og starfsfólki. Þar unnu menn og konur saman og beittu gagnrýninni hugsun til að skapa skólastarfinu farsæla framtíð. Niðurstöður þessara funda voru lesnar saman við stefnumál ríkisstjórnarinnar í menntamálum. Í ljós kom sláandi samhljómur milli þess sem stjórnvöld leggja áherslu á og þess sem Borgarholtsskóli vinnur að. Á grundvelli niðurstaðna þessara funda lögðu starfsmenn til að unnin yrðu tiltekin umbótaverkefni sem verður ýtt úr vör í haust. Öll eiga þessi verkefni að stuðla að skilningi, friði og náungakærleika meðal fólks. Skólafólk getur haft mikil áhrif til friðar. Við eigum að skipta okkur af, hlusta á sjónarmið, andæfa staðleysum og puða til friðar í samskiptum á öllum sviðum. Höfundur er aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hann stóð í sturtunni gegnt mér í Árbæjarlaug; þéttvaxinn um 35 ára, með mikið rauðleitt skegg. Hakakross tattóveraður á brjóst, um 10 sm í þvermál. Ég var hvumsa. Hvert var mitt hlutverk við þessar aðstæður? Átti ég að ræða við manninn og biðja hann að hylja eitt helsta illskutákn sögunnar – eða var það kannski lögvarinn réttur hans að bera þetta á brjósti sínu, öllum til sýnis? Ég var ekki viss og gerði því ekkert. Tímarnir eru þversagnarkenndir. Djúpt er á friði og náungakærleika milli fólks og landa. Daðrað er við ófrið með hugsunarleysi, frekju og lúmskum ógnunum. Klassískum boðorðum og dygðum er ógnað. Í loftinu svífur ósögð setning Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu „að vilja seint rata í þann glæp að semja frið við menn“. Hvert er hlutverk skólakerfisins við þessar aðstæður? Hvaða möguleika hafa kennarar og nemendur til að stuðla að skilningi og friði?Puðað til friðar Fræðimenn telja að einn helsti ávinningur Kennedys í forsetastóli hafi verið að leggja með nýstárlegum hætti grunn að friði í heiminum. Í nýútkominni bók sinni „To move the World“ sýnir Jeffrey Sachs, prófessor við Columbia háskóla, fram á að þrotlaus elja og hugmyndaauðgi Kennedys hafi líklega komið í veg fyrir stórstyrjöld BNA og Sovétríkjanna vegna Kúbudeilunnar. Kennedy útilokaði ekki stríðsátök til að vernda hagsmuni Bandaríkjanna en hann taldi að of oft væri of auðvelt að hefja stríð og því lyki því ævinlega of seint og eftir of miklar þjáningar. Ávinningur af stríði væri alltaf keyptur dýru verði. Að hefja ferli friðar og þróa sig í átt til friðar væri hins vegar mun erfiðari og á köflum óvinsælli athöfn – en um leið ábatasamari til lengri tíma fyrir alla. Leikjafræði friðarins væri flókin og vogunin meiri. Friðarboðskapur Kennedys er enn í fullu gildi og á töluvert erindi við okkur árið 2017. Um þessar mundir erum við minnt á hvernig heimskan, lygin, tortryggnin og sérhyglin geta tekið yfir skynsemi, staðreyndir og upplýsingu. Lýðskrumarar eru tilbúnir að spila á ótta fólks við „hina“ og óttann við að af þeim verði tekið. Það eina sem Kennedy sagði að fólk þyrfti að óttast væri óttinn sjálfur, því að hann dregur máttinn úr fólki, blindar það og forherðir. Þýski friðarsinninn og guðfræðingurinn Dietrich Bonhoeffer, sem nasistar myrtu á síðustu dögum stríðsins, sagði að viðleitni til að koma á friði og halda frið væri endalaus barátta. Að stuðla að friði fæli ekki í sér einfalda eftirgjöf hagsmuna. Þversögnin er sú að það er lítill friður í þeirri þrotlausu vinnu að koma á friði.Skólastarf til friðar Ég held að sérkennilegt andrúmsloft um þessar mundir, leggi okkur öllum, hvaða hlutverki sem við gegnum, ríkulegar skyldur á herðar til að stuðla að sátt og friði. Aðalnámskrá gerir ráð fyrir grunnþáttum menntunar sem eiga m.a. að efla nemendur til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í alþjóðlegu skólasamhengi er nú mikið rætt um „c-in fjögur“, eða helstu hæfniþætti 21. aldarinnar. Þeir eru gagnrýnin hugsun (critical thinking), samskipti (communication), samvinna (collaboration) og sköpun (creativity). Þessir hæfniþættir skipta máli þegar rætt er um að efla frið í heiminum, jafnt milli landa sem og milli einstaklinga. Ég tel að menntakerfið hér á landi – m.a. umfangsmikil stefnumótun, byggð á framhaldsskólalögum frá 2008 og starfsemi einstakra skóla – sé góður grunnur að upplýsingu og uppeldi til friðar. Við sem störfum í menntakerfinu höfum tækifæri til að vefa „c-in“ fjögur af meira afli í menntun unga fólksins. Það er svo margt í samtímanum sem kallar á gagnrýna hugsun, sköpun, aukin samskipti og samvinnu. Við verðum að meta að verðleikum stóra drauma okkar allra um betri framtíð. Í þeim skóla sem ég starfa við, Borgarholtsskóla, voru á síðasta vetri haldnir þrír stefnumótunarfundir; með nemendum, foreldrum og starfsfólki. Þar unnu menn og konur saman og beittu gagnrýninni hugsun til að skapa skólastarfinu farsæla framtíð. Niðurstöður þessara funda voru lesnar saman við stefnumál ríkisstjórnarinnar í menntamálum. Í ljós kom sláandi samhljómur milli þess sem stjórnvöld leggja áherslu á og þess sem Borgarholtsskóli vinnur að. Á grundvelli niðurstaðna þessara funda lögðu starfsmenn til að unnin yrðu tiltekin umbótaverkefni sem verður ýtt úr vör í haust. Öll eiga þessi verkefni að stuðla að skilningi, friði og náungakærleika meðal fólks. Skólafólk getur haft mikil áhrif til friðar. Við eigum að skipta okkur af, hlusta á sjónarmið, andæfa staðleysum og puða til friðar í samskiptum á öllum sviðum. Höfundur er aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun