Íslenska krónan: Blessun eða bölvun? Guðjón Jensson skrifar 27. júní 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verðlag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi. Þetta nær ekki nokkurri átt og er ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til vansa. Svona gengur ekki til lengdar! Íslensk stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á að fyrirtæki sem eru annað hvort í ferðamannabransanum eða útflutningi geta ekki til lengdar staðið undir því að útgjöld fari vaxandi í íslenskum krónum en tekjurnar í evrum eða öðrum gjaldmiðli dragast saman. Aldrei gengur til lengdar að hafa tekjur og útgjöld í sitt hvorum gjaldmiðlinum. Hvað þarf að gera? Svo virðist sem íslenska ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þessum málum aðra en að gera sem allra minnst. Að þessu leyti er hún höll undir „laissez-faire“ stefnuna þ.e. að leyfa markaðinum alfarið að ráða. Með því að halda dauðahaldi í íslensku krónuna eru það þá spákaupmennirnir sem í raun ráða og hafa pólitíkusana í vasanum meira og minna. Þeir vilja hafa alla möguleika opna til að skara að sinni köku. Á meðan vex vandi ferðaþjónustunnar og útflutningsfyrirtækja. Nú eru stærstu fyrirtæki landsins með ársuppgjör sín og reikninga í evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Tekjurnar dragast saman með síhækkandi krónu og á meðan eykst þrýstingur á að hækka allan innlendan kostnað. Hvernig er unnt að finna rökrétta leið út úr vandanum þó svo það yrði þvert á sjónarmið íslenskra stjórnvalda? Hvernig væri að þau fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum, miði samninga sína eftirleiðis gagnvart viðsemjendum sínum að þeir fari fram í evrum eða þeim gjaldmiðli sem þeim er hagfelldast? Viðskiptasamningar og kjarasamningar ættu að geta hljóðað upp á annan gjaldmiðil en íslenska krónu þegar svo stendur á. Íslenska krónan er einn minnsti gjaldmiðill heims og ætti fremur að vera safngripur en gjaldmiðill. Viðskiptafrelsi er alltaf það sem verður ofan á. Þröngsýn ríkisstjórn sem vill einblína á skammtíma sjónarmið á ekki að lifa lengi. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verðlag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi. Þetta nær ekki nokkurri átt og er ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til vansa. Svona gengur ekki til lengdar! Íslensk stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á að fyrirtæki sem eru annað hvort í ferðamannabransanum eða útflutningi geta ekki til lengdar staðið undir því að útgjöld fari vaxandi í íslenskum krónum en tekjurnar í evrum eða öðrum gjaldmiðli dragast saman. Aldrei gengur til lengdar að hafa tekjur og útgjöld í sitt hvorum gjaldmiðlinum. Hvað þarf að gera? Svo virðist sem íslenska ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þessum málum aðra en að gera sem allra minnst. Að þessu leyti er hún höll undir „laissez-faire“ stefnuna þ.e. að leyfa markaðinum alfarið að ráða. Með því að halda dauðahaldi í íslensku krónuna eru það þá spákaupmennirnir sem í raun ráða og hafa pólitíkusana í vasanum meira og minna. Þeir vilja hafa alla möguleika opna til að skara að sinni köku. Á meðan vex vandi ferðaþjónustunnar og útflutningsfyrirtækja. Nú eru stærstu fyrirtæki landsins með ársuppgjör sín og reikninga í evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Tekjurnar dragast saman með síhækkandi krónu og á meðan eykst þrýstingur á að hækka allan innlendan kostnað. Hvernig er unnt að finna rökrétta leið út úr vandanum þó svo það yrði þvert á sjónarmið íslenskra stjórnvalda? Hvernig væri að þau fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum, miði samninga sína eftirleiðis gagnvart viðsemjendum sínum að þeir fari fram í evrum eða þeim gjaldmiðli sem þeim er hagfelldast? Viðskiptasamningar og kjarasamningar ættu að geta hljóðað upp á annan gjaldmiðil en íslenska krónu þegar svo stendur á. Íslenska krónan er einn minnsti gjaldmiðill heims og ætti fremur að vera safngripur en gjaldmiðill. Viðskiptafrelsi er alltaf það sem verður ofan á. Þröngsýn ríkisstjórn sem vill einblína á skammtíma sjónarmið á ekki að lifa lengi. Höfundur er leiðsögumaður.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun