Íslenska krónan: Blessun eða bölvun? Guðjón Jensson skrifar 27. júní 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verðlag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi. Þetta nær ekki nokkurri átt og er ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til vansa. Svona gengur ekki til lengdar! Íslensk stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á að fyrirtæki sem eru annað hvort í ferðamannabransanum eða útflutningi geta ekki til lengdar staðið undir því að útgjöld fari vaxandi í íslenskum krónum en tekjurnar í evrum eða öðrum gjaldmiðli dragast saman. Aldrei gengur til lengdar að hafa tekjur og útgjöld í sitt hvorum gjaldmiðlinum. Hvað þarf að gera? Svo virðist sem íslenska ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þessum málum aðra en að gera sem allra minnst. Að þessu leyti er hún höll undir „laissez-faire“ stefnuna þ.e. að leyfa markaðinum alfarið að ráða. Með því að halda dauðahaldi í íslensku krónuna eru það þá spákaupmennirnir sem í raun ráða og hafa pólitíkusana í vasanum meira og minna. Þeir vilja hafa alla möguleika opna til að skara að sinni köku. Á meðan vex vandi ferðaþjónustunnar og útflutningsfyrirtækja. Nú eru stærstu fyrirtæki landsins með ársuppgjör sín og reikninga í evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Tekjurnar dragast saman með síhækkandi krónu og á meðan eykst þrýstingur á að hækka allan innlendan kostnað. Hvernig er unnt að finna rökrétta leið út úr vandanum þó svo það yrði þvert á sjónarmið íslenskra stjórnvalda? Hvernig væri að þau fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum, miði samninga sína eftirleiðis gagnvart viðsemjendum sínum að þeir fari fram í evrum eða þeim gjaldmiðli sem þeim er hagfelldast? Viðskiptasamningar og kjarasamningar ættu að geta hljóðað upp á annan gjaldmiðil en íslenska krónu þegar svo stendur á. Íslenska krónan er einn minnsti gjaldmiðill heims og ætti fremur að vera safngripur en gjaldmiðill. Viðskiptafrelsi er alltaf það sem verður ofan á. Þröngsýn ríkisstjórn sem vill einblína á skammtíma sjónarmið á ekki að lifa lengi. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verðlag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi. Þetta nær ekki nokkurri átt og er ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til vansa. Svona gengur ekki til lengdar! Íslensk stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á að fyrirtæki sem eru annað hvort í ferðamannabransanum eða útflutningi geta ekki til lengdar staðið undir því að útgjöld fari vaxandi í íslenskum krónum en tekjurnar í evrum eða öðrum gjaldmiðli dragast saman. Aldrei gengur til lengdar að hafa tekjur og útgjöld í sitt hvorum gjaldmiðlinum. Hvað þarf að gera? Svo virðist sem íslenska ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þessum málum aðra en að gera sem allra minnst. Að þessu leyti er hún höll undir „laissez-faire“ stefnuna þ.e. að leyfa markaðinum alfarið að ráða. Með því að halda dauðahaldi í íslensku krónuna eru það þá spákaupmennirnir sem í raun ráða og hafa pólitíkusana í vasanum meira og minna. Þeir vilja hafa alla möguleika opna til að skara að sinni köku. Á meðan vex vandi ferðaþjónustunnar og útflutningsfyrirtækja. Nú eru stærstu fyrirtæki landsins með ársuppgjör sín og reikninga í evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Tekjurnar dragast saman með síhækkandi krónu og á meðan eykst þrýstingur á að hækka allan innlendan kostnað. Hvernig er unnt að finna rökrétta leið út úr vandanum þó svo það yrði þvert á sjónarmið íslenskra stjórnvalda? Hvernig væri að þau fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum, miði samninga sína eftirleiðis gagnvart viðsemjendum sínum að þeir fari fram í evrum eða þeim gjaldmiðli sem þeim er hagfelldast? Viðskiptasamningar og kjarasamningar ættu að geta hljóðað upp á annan gjaldmiðil en íslenska krónu þegar svo stendur á. Íslenska krónan er einn minnsti gjaldmiðill heims og ætti fremur að vera safngripur en gjaldmiðill. Viðskiptafrelsi er alltaf það sem verður ofan á. Þröngsýn ríkisstjórn sem vill einblína á skammtíma sjónarmið á ekki að lifa lengi. Höfundur er leiðsögumaður.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar