Íslenska krónan: Blessun eða bölvun? Guðjón Jensson skrifar 27. júní 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verðlag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi. Þetta nær ekki nokkurri átt og er ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til vansa. Svona gengur ekki til lengdar! Íslensk stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á að fyrirtæki sem eru annað hvort í ferðamannabransanum eða útflutningi geta ekki til lengdar staðið undir því að útgjöld fari vaxandi í íslenskum krónum en tekjurnar í evrum eða öðrum gjaldmiðli dragast saman. Aldrei gengur til lengdar að hafa tekjur og útgjöld í sitt hvorum gjaldmiðlinum. Hvað þarf að gera? Svo virðist sem íslenska ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þessum málum aðra en að gera sem allra minnst. Að þessu leyti er hún höll undir „laissez-faire“ stefnuna þ.e. að leyfa markaðinum alfarið að ráða. Með því að halda dauðahaldi í íslensku krónuna eru það þá spákaupmennirnir sem í raun ráða og hafa pólitíkusana í vasanum meira og minna. Þeir vilja hafa alla möguleika opna til að skara að sinni köku. Á meðan vex vandi ferðaþjónustunnar og útflutningsfyrirtækja. Nú eru stærstu fyrirtæki landsins með ársuppgjör sín og reikninga í evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Tekjurnar dragast saman með síhækkandi krónu og á meðan eykst þrýstingur á að hækka allan innlendan kostnað. Hvernig er unnt að finna rökrétta leið út úr vandanum þó svo það yrði þvert á sjónarmið íslenskra stjórnvalda? Hvernig væri að þau fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum, miði samninga sína eftirleiðis gagnvart viðsemjendum sínum að þeir fari fram í evrum eða þeim gjaldmiðli sem þeim er hagfelldast? Viðskiptasamningar og kjarasamningar ættu að geta hljóðað upp á annan gjaldmiðil en íslenska krónu þegar svo stendur á. Íslenska krónan er einn minnsti gjaldmiðill heims og ætti fremur að vera safngripur en gjaldmiðill. Viðskiptafrelsi er alltaf það sem verður ofan á. Þröngsýn ríkisstjórn sem vill einblína á skammtíma sjónarmið á ekki að lifa lengi. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verðlag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi. Þetta nær ekki nokkurri átt og er ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til vansa. Svona gengur ekki til lengdar! Íslensk stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á að fyrirtæki sem eru annað hvort í ferðamannabransanum eða útflutningi geta ekki til lengdar staðið undir því að útgjöld fari vaxandi í íslenskum krónum en tekjurnar í evrum eða öðrum gjaldmiðli dragast saman. Aldrei gengur til lengdar að hafa tekjur og útgjöld í sitt hvorum gjaldmiðlinum. Hvað þarf að gera? Svo virðist sem íslenska ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þessum málum aðra en að gera sem allra minnst. Að þessu leyti er hún höll undir „laissez-faire“ stefnuna þ.e. að leyfa markaðinum alfarið að ráða. Með því að halda dauðahaldi í íslensku krónuna eru það þá spákaupmennirnir sem í raun ráða og hafa pólitíkusana í vasanum meira og minna. Þeir vilja hafa alla möguleika opna til að skara að sinni köku. Á meðan vex vandi ferðaþjónustunnar og útflutningsfyrirtækja. Nú eru stærstu fyrirtæki landsins með ársuppgjör sín og reikninga í evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Tekjurnar dragast saman með síhækkandi krónu og á meðan eykst þrýstingur á að hækka allan innlendan kostnað. Hvernig er unnt að finna rökrétta leið út úr vandanum þó svo það yrði þvert á sjónarmið íslenskra stjórnvalda? Hvernig væri að þau fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum, miði samninga sína eftirleiðis gagnvart viðsemjendum sínum að þeir fari fram í evrum eða þeim gjaldmiðli sem þeim er hagfelldast? Viðskiptasamningar og kjarasamningar ættu að geta hljóðað upp á annan gjaldmiðil en íslenska krónu þegar svo stendur á. Íslenska krónan er einn minnsti gjaldmiðill heims og ætti fremur að vera safngripur en gjaldmiðill. Viðskiptafrelsi er alltaf það sem verður ofan á. Þröngsýn ríkisstjórn sem vill einblína á skammtíma sjónarmið á ekki að lifa lengi. Höfundur er leiðsögumaður.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun