Hverja snertir tæknibyltingin? Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 28. júní 2017 07:00 Það er spennandi að upplifa tæknibyltinguna sem nú fleygir fram um heim allan með orðum eins og gervigreind, sýndarveruleika, algrímum og skýjalausnum. Ekki tengja allir stjórnendur við þá orðræðu sem á sér stað og enn færri tengja hana við starfsemi eigin fyrirtækis og hugsa sem svo að þetta eigi örugglega bara við um tæknifyrirtæki. En hvað er tæknifyrirtæki? Á það yfirhöfuð við að tala enn þá um tæknifyrirtæki sem sérstakan hóp fyrirtækja? Hröð framþróun í tækni lætur ekkert fyrirtæki ósnortið, sama í hvaða geira það starfar. Öll þurfa þau að huga að tæknibyltingunni og undirbúa hvernig þau ætla ekki bara að mæta henni heldur nýta sér hana til að hámarka árangur sinn í samkeppni á markaði. Að gera fyrirtækið stafrænt snýst ekki um að vera sýnilegt á samfélagsmiðlum, eða að öll sala og markaðssetning fari fram í gegnum netið. Að vera stafrænt fyrirtæki snýst um að lifa af og ná árangri í sífellt tæknidrifnara samfélagi, þar sem tími og staðsetning skipta sífellt minna máli. Þar sem aðalsamkeppnin er ekki lengur bara heima fyrir heldur frá fyrirtækjum hinum megin á hnettinum. Þau fyrirtæki sem ná best að laga viðskiptalíkan sitt og ferla að sífellt tæknivæddara umhverfi munu skara fram úr. Þau sem sjá fyrir og undirbúa sig undir að allir ferlar og öll virkni í hverju fyrirtæki muni verða háð tækni á einn eða annan hátt. Þetta á einnig við um fyrirtæki í geirum þar sem tæknin virðist alla jafna eiga minna erindi. Samkvæmt Boston Consulting Group mun hugbúnaður brátt leysa af hólmi vinnu 30-50% ungra lögfræðinga á lögfræðistofum í Þýskalandi og gervigreindarbúnaður sér nú um útreikninga hjá japönsku tryggingafélagi sem áður voru verkefni þrjátíu og fjögurra starfsmanna. Tækniþróunin snertir ekki bara fyrirtæki, hún hefur líka áhrif á heilu samfélögin. Stafræn samfélög snúast um það að gera borgir snjallari, meira umhverfisvænar og öruggari. Þau snúast um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að búa lengur heima í stað þess að liggja á sjúkrahúsgöngum og það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að lækna krabbamein og koma í veg fyrir lífshættulega sjúkdóma. Stjórnendur fyrirtækja jafnt sem stjórnvöld ættu að bjóða velkomið hið spennandi verkefni að huga að samkeppnishæfni sinni með stafrænni byltingu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er spennandi að upplifa tæknibyltinguna sem nú fleygir fram um heim allan með orðum eins og gervigreind, sýndarveruleika, algrímum og skýjalausnum. Ekki tengja allir stjórnendur við þá orðræðu sem á sér stað og enn færri tengja hana við starfsemi eigin fyrirtækis og hugsa sem svo að þetta eigi örugglega bara við um tæknifyrirtæki. En hvað er tæknifyrirtæki? Á það yfirhöfuð við að tala enn þá um tæknifyrirtæki sem sérstakan hóp fyrirtækja? Hröð framþróun í tækni lætur ekkert fyrirtæki ósnortið, sama í hvaða geira það starfar. Öll þurfa þau að huga að tæknibyltingunni og undirbúa hvernig þau ætla ekki bara að mæta henni heldur nýta sér hana til að hámarka árangur sinn í samkeppni á markaði. Að gera fyrirtækið stafrænt snýst ekki um að vera sýnilegt á samfélagsmiðlum, eða að öll sala og markaðssetning fari fram í gegnum netið. Að vera stafrænt fyrirtæki snýst um að lifa af og ná árangri í sífellt tæknidrifnara samfélagi, þar sem tími og staðsetning skipta sífellt minna máli. Þar sem aðalsamkeppnin er ekki lengur bara heima fyrir heldur frá fyrirtækjum hinum megin á hnettinum. Þau fyrirtæki sem ná best að laga viðskiptalíkan sitt og ferla að sífellt tæknivæddara umhverfi munu skara fram úr. Þau sem sjá fyrir og undirbúa sig undir að allir ferlar og öll virkni í hverju fyrirtæki muni verða háð tækni á einn eða annan hátt. Þetta á einnig við um fyrirtæki í geirum þar sem tæknin virðist alla jafna eiga minna erindi. Samkvæmt Boston Consulting Group mun hugbúnaður brátt leysa af hólmi vinnu 30-50% ungra lögfræðinga á lögfræðistofum í Þýskalandi og gervigreindarbúnaður sér nú um útreikninga hjá japönsku tryggingafélagi sem áður voru verkefni þrjátíu og fjögurra starfsmanna. Tækniþróunin snertir ekki bara fyrirtæki, hún hefur líka áhrif á heilu samfélögin. Stafræn samfélög snúast um það að gera borgir snjallari, meira umhverfisvænar og öruggari. Þau snúast um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að búa lengur heima í stað þess að liggja á sjúkrahúsgöngum og það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að lækna krabbamein og koma í veg fyrir lífshættulega sjúkdóma. Stjórnendur fyrirtækja jafnt sem stjórnvöld ættu að bjóða velkomið hið spennandi verkefni að huga að samkeppnishæfni sinni með stafrænni byltingu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar