Öryggismál á vinnustöðum – stóriðjuáhrifin Kristján Kristinsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með samfélaginu. Mig langar í þessari grein að draga fram einn þátt þar sem stóriðjufyrirtæki hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið. Þar er um að ræða þau áhrif sem þessi fyrirtæki hafa haft á öryggismál og öryggisvitund á vinnustöðum. Starfsemi orkufreks iðnaðar er af þeim toga að þar má ekkert út af bregða í öryggismálum, aðstæður eru þannig vegna eðlis starfseminnar. Öryggismál hafa algjöran forgang og allt kapp er lagt á að starfsmenn tileinki sér öguð vinnubrögð og öryggismál eru innbyggð í alla verkferla. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem vinna í verktöku fyrir fyrirtækin og því verða verktakar og þjónustuaðilar sem starfa fyrir stóriðjuna að tileinka sér sömu öguðu vinnubrögðin og fyrirtækin sem þeir vinna fyrir. Á þennan hátt breiðist öryggisvitundin óhjákvæmilega út til annarra fyrirtækja. Það má leiða líkur að því að þessi áhrif hafi fengið byr undir báða vængi við byggingu Fjarðaáls, þar sem mikill fjöldi starfsfólks kom að því verki, undir ströngum öryggiskröfum verktakans Bechtel. Hins vegar var þessi öryggisvitund þegar til staðar hjá þeim stóriðjufyrirtækjum sem fyrir voru í landinu. Við sem störfum í orku- og veitugeiranum höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undanförnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu samstarfi í þessum mikilvæga málaflokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Á nýliðnu vel heppnuðu Samorkuþingi á Akureyri mátti sjá að aðildarfyrirtækin leggja mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Mikið af fólki sem hefur starfað við uppbyggingu, eftirlit eða rekstur stóriðjunnar hefur komið til starfa hjá orku- og veitufyrirtækjum, verkfræðistofum og þjónustufyrirtækjum. Með þessu fólki kemur öryggisvitundin sem það hefur vanist úr stóriðjunni og þetta hefur mjög jákvæð áhrif á öryggisstarfið innan þessara fyrirtækja. Fólki, sem hefur vanist því að öryggismál hafi algjöran forgang, finnst eðlilegt að slíkt sé líka gert á nýjum vinnustað. Þetta eru stóriðjuáhrifin í öryggismálum. Það er skylda fyrirtækja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsmenn slasist við vinnu. Öryggismál eru málaflokkur sem snertir alla enda eigum við öll að koma heil heim að loknum vinnudegi. Öryggismál eru hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Höfundur er öryggisstjóri Landsvirkjunar og formaður Öryggisráðs Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með samfélaginu. Mig langar í þessari grein að draga fram einn þátt þar sem stóriðjufyrirtæki hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið. Þar er um að ræða þau áhrif sem þessi fyrirtæki hafa haft á öryggismál og öryggisvitund á vinnustöðum. Starfsemi orkufreks iðnaðar er af þeim toga að þar má ekkert út af bregða í öryggismálum, aðstæður eru þannig vegna eðlis starfseminnar. Öryggismál hafa algjöran forgang og allt kapp er lagt á að starfsmenn tileinki sér öguð vinnubrögð og öryggismál eru innbyggð í alla verkferla. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem vinna í verktöku fyrir fyrirtækin og því verða verktakar og þjónustuaðilar sem starfa fyrir stóriðjuna að tileinka sér sömu öguðu vinnubrögðin og fyrirtækin sem þeir vinna fyrir. Á þennan hátt breiðist öryggisvitundin óhjákvæmilega út til annarra fyrirtækja. Það má leiða líkur að því að þessi áhrif hafi fengið byr undir báða vængi við byggingu Fjarðaáls, þar sem mikill fjöldi starfsfólks kom að því verki, undir ströngum öryggiskröfum verktakans Bechtel. Hins vegar var þessi öryggisvitund þegar til staðar hjá þeim stóriðjufyrirtækjum sem fyrir voru í landinu. Við sem störfum í orku- og veitugeiranum höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undanförnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu samstarfi í þessum mikilvæga málaflokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Á nýliðnu vel heppnuðu Samorkuþingi á Akureyri mátti sjá að aðildarfyrirtækin leggja mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Mikið af fólki sem hefur starfað við uppbyggingu, eftirlit eða rekstur stóriðjunnar hefur komið til starfa hjá orku- og veitufyrirtækjum, verkfræðistofum og þjónustufyrirtækjum. Með þessu fólki kemur öryggisvitundin sem það hefur vanist úr stóriðjunni og þetta hefur mjög jákvæð áhrif á öryggisstarfið innan þessara fyrirtækja. Fólki, sem hefur vanist því að öryggismál hafi algjöran forgang, finnst eðlilegt að slíkt sé líka gert á nýjum vinnustað. Þetta eru stóriðjuáhrifin í öryggismálum. Það er skylda fyrirtækja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsmenn slasist við vinnu. Öryggismál eru málaflokkur sem snertir alla enda eigum við öll að koma heil heim að loknum vinnudegi. Öryggismál eru hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Höfundur er öryggisstjóri Landsvirkjunar og formaður Öryggisráðs Samorku.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun