Öryggismál á vinnustöðum – stóriðjuáhrifin Kristján Kristinsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með samfélaginu. Mig langar í þessari grein að draga fram einn þátt þar sem stóriðjufyrirtæki hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið. Þar er um að ræða þau áhrif sem þessi fyrirtæki hafa haft á öryggismál og öryggisvitund á vinnustöðum. Starfsemi orkufreks iðnaðar er af þeim toga að þar má ekkert út af bregða í öryggismálum, aðstæður eru þannig vegna eðlis starfseminnar. Öryggismál hafa algjöran forgang og allt kapp er lagt á að starfsmenn tileinki sér öguð vinnubrögð og öryggismál eru innbyggð í alla verkferla. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem vinna í verktöku fyrir fyrirtækin og því verða verktakar og þjónustuaðilar sem starfa fyrir stóriðjuna að tileinka sér sömu öguðu vinnubrögðin og fyrirtækin sem þeir vinna fyrir. Á þennan hátt breiðist öryggisvitundin óhjákvæmilega út til annarra fyrirtækja. Það má leiða líkur að því að þessi áhrif hafi fengið byr undir báða vængi við byggingu Fjarðaáls, þar sem mikill fjöldi starfsfólks kom að því verki, undir ströngum öryggiskröfum verktakans Bechtel. Hins vegar var þessi öryggisvitund þegar til staðar hjá þeim stóriðjufyrirtækjum sem fyrir voru í landinu. Við sem störfum í orku- og veitugeiranum höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undanförnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu samstarfi í þessum mikilvæga málaflokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Á nýliðnu vel heppnuðu Samorkuþingi á Akureyri mátti sjá að aðildarfyrirtækin leggja mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Mikið af fólki sem hefur starfað við uppbyggingu, eftirlit eða rekstur stóriðjunnar hefur komið til starfa hjá orku- og veitufyrirtækjum, verkfræðistofum og þjónustufyrirtækjum. Með þessu fólki kemur öryggisvitundin sem það hefur vanist úr stóriðjunni og þetta hefur mjög jákvæð áhrif á öryggisstarfið innan þessara fyrirtækja. Fólki, sem hefur vanist því að öryggismál hafi algjöran forgang, finnst eðlilegt að slíkt sé líka gert á nýjum vinnustað. Þetta eru stóriðjuáhrifin í öryggismálum. Það er skylda fyrirtækja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsmenn slasist við vinnu. Öryggismál eru málaflokkur sem snertir alla enda eigum við öll að koma heil heim að loknum vinnudegi. Öryggismál eru hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Höfundur er öryggisstjóri Landsvirkjunar og formaður Öryggisráðs Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með samfélaginu. Mig langar í þessari grein að draga fram einn þátt þar sem stóriðjufyrirtæki hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið. Þar er um að ræða þau áhrif sem þessi fyrirtæki hafa haft á öryggismál og öryggisvitund á vinnustöðum. Starfsemi orkufreks iðnaðar er af þeim toga að þar má ekkert út af bregða í öryggismálum, aðstæður eru þannig vegna eðlis starfseminnar. Öryggismál hafa algjöran forgang og allt kapp er lagt á að starfsmenn tileinki sér öguð vinnubrögð og öryggismál eru innbyggð í alla verkferla. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem vinna í verktöku fyrir fyrirtækin og því verða verktakar og þjónustuaðilar sem starfa fyrir stóriðjuna að tileinka sér sömu öguðu vinnubrögðin og fyrirtækin sem þeir vinna fyrir. Á þennan hátt breiðist öryggisvitundin óhjákvæmilega út til annarra fyrirtækja. Það má leiða líkur að því að þessi áhrif hafi fengið byr undir báða vængi við byggingu Fjarðaáls, þar sem mikill fjöldi starfsfólks kom að því verki, undir ströngum öryggiskröfum verktakans Bechtel. Hins vegar var þessi öryggisvitund þegar til staðar hjá þeim stóriðjufyrirtækjum sem fyrir voru í landinu. Við sem störfum í orku- og veitugeiranum höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undanförnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu samstarfi í þessum mikilvæga málaflokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Á nýliðnu vel heppnuðu Samorkuþingi á Akureyri mátti sjá að aðildarfyrirtækin leggja mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Mikið af fólki sem hefur starfað við uppbyggingu, eftirlit eða rekstur stóriðjunnar hefur komið til starfa hjá orku- og veitufyrirtækjum, verkfræðistofum og þjónustufyrirtækjum. Með þessu fólki kemur öryggisvitundin sem það hefur vanist úr stóriðjunni og þetta hefur mjög jákvæð áhrif á öryggisstarfið innan þessara fyrirtækja. Fólki, sem hefur vanist því að öryggismál hafi algjöran forgang, finnst eðlilegt að slíkt sé líka gert á nýjum vinnustað. Þetta eru stóriðjuáhrifin í öryggismálum. Það er skylda fyrirtækja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsmenn slasist við vinnu. Öryggismál eru málaflokkur sem snertir alla enda eigum við öll að koma heil heim að loknum vinnudegi. Öryggismál eru hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Höfundur er öryggisstjóri Landsvirkjunar og formaður Öryggisráðs Samorku.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun