"Brexit“ og borgararéttindi Michael Nevin skrifar 29. júní 2017 07:00 Hinn 26. júní birtu bresk stjórnvöld stefnuskjal um réttindi breskra borgara í löndum Evrópusambandsins og ESB-borgara í Bretlandi. Tillögurnar í skjalinu eru af Bretlands hálfu grundvöllur fyrstu lotu samningaviðræðna við hin ESB-ríkin 27 um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Í stefnuskjalinu, nánar tiltekið í grein 11, er vísað til Íslands. Þar segir að við munum ræða hliðstæðar gagnkvæmar lausnir í viðræðum við Ísland (og hin EFTA-ríkin). Þar sem Ísland er ekki aðili að ESB getur það ekki átt beina aðild að samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið. En vegna þess að Ísland er evrópskt grannríki með náin tengsl við Bretland og íslenskir borgarar hafa í gegn um EES-samstarfið notið sambærilegra réttinda og ESB-borgarar í Bretlandi viljum við að það sem við bjóðum ESB-borgurum nái líka til Íslendinga. Með því viljum við undirstrika að Íslendingar eru mikils metnir samborgarar í Bretlandi, rétt eins og breskir borgarar búsettir á Íslandi eru. Þeir hafa lagt, og munu hér eftir sem hingað til, leggja mikilvægan skerf til bresks efnahags, menningar- og félagslífs, og öfugt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum góðum samningum. Það ríkir mikill velvilji milli ríkisstjórna beggja landa og ráðamenn hafa myndað góð tengsl sem leggja línurnar fyrir jákvæða niðurstöðu. Enn hefur ekki verið ákveðið frá hvaða dagsetningu hinar nýju reglur munu gilda. Í tillögunum í stefnuskjalinu er tilgreint að það verði í fyrsta lagi 29. mars 2017 – daginn sem 50. grein Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB var virkjuð – og í síðasta lagi daginn sem útgangan kemur til framkvæmda.Búseturéttur En það sem samið verður um mun verða að taka til búsetu og varanlegs búseturéttar. Hver sá Íslendingur sem búsettur hefur verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, fram til viðmiðunardagsetningarinnar sem eftir er að ákveða, mun eiga rétt á að sækja um varanlegan búseturétt (e. settled status). Aðrir íslenskir borgarar, sem hefja búsetu í Bretlandi fyrir viðmiðunardagsetninguna, munu hafa rétt á að búa þar áfram uns fimm ára búsetutíma er náð, og sækja þá um varanlegan búseturétt. Fjölskyldumeðlimir sem flytja fyrir útgöngu Bretlands úr ESB til íslensks borgara sem rétt hefur til varanlegrar búsetu í Bretlandi munu líka mega sækja um varanlegan búseturétt eftir fimm ár, óháð umræddri viðmiðunardagsetningu. Bresk stjórnvöld vilja ekki að neinn sjái sig knúinn til að flytja frá landinu, né vilja þau sundra fjölskyldum. Samkomulagið mun einnig taka til aðgangs að menntun, heilbrigðisþjónustu, félags- og lífeyrisréttinda. Ætlunin er að öll þau réttindi sem íslenskir borgarar búsettir í Bretlandi njóta fyrir viðmiðunardagsetninguna, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu, gildi áfram. Við viljum jafnframt halda áfram þátttöku í samstarfinu um Evrópska heilbrigðistryggingaskírteinið (European Health Insurance Card). Það er engin þörf á að íslenskir borgarar í Bretlandi eða breskir á Íslandi grípi til neinna ráðstafana að svo komnu máli, umfram það að lesa tillögurnar í stefnuskjalinu. Við viljum tryggja sams konar réttindi fyrir borgara Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í Bretlandi og boðnir verða borgurum ESB-landa. Á gagnkvæmum grunni. Ég hef ekki orðið var við annað en að íslensk stjórnvöld nálgist allar samræður um framtíðartengsl Íslands og Bretlands á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Bæði ég og bresk stjórnvöld almennt metum þetta mikils og það lofar góðu fyrir framtíðina. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hinn 26. júní birtu bresk stjórnvöld stefnuskjal um réttindi breskra borgara í löndum Evrópusambandsins og ESB-borgara í Bretlandi. Tillögurnar í skjalinu eru af Bretlands hálfu grundvöllur fyrstu lotu samningaviðræðna við hin ESB-ríkin 27 um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Í stefnuskjalinu, nánar tiltekið í grein 11, er vísað til Íslands. Þar segir að við munum ræða hliðstæðar gagnkvæmar lausnir í viðræðum við Ísland (og hin EFTA-ríkin). Þar sem Ísland er ekki aðili að ESB getur það ekki átt beina aðild að samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið. En vegna þess að Ísland er evrópskt grannríki með náin tengsl við Bretland og íslenskir borgarar hafa í gegn um EES-samstarfið notið sambærilegra réttinda og ESB-borgarar í Bretlandi viljum við að það sem við bjóðum ESB-borgurum nái líka til Íslendinga. Með því viljum við undirstrika að Íslendingar eru mikils metnir samborgarar í Bretlandi, rétt eins og breskir borgarar búsettir á Íslandi eru. Þeir hafa lagt, og munu hér eftir sem hingað til, leggja mikilvægan skerf til bresks efnahags, menningar- og félagslífs, og öfugt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum góðum samningum. Það ríkir mikill velvilji milli ríkisstjórna beggja landa og ráðamenn hafa myndað góð tengsl sem leggja línurnar fyrir jákvæða niðurstöðu. Enn hefur ekki verið ákveðið frá hvaða dagsetningu hinar nýju reglur munu gilda. Í tillögunum í stefnuskjalinu er tilgreint að það verði í fyrsta lagi 29. mars 2017 – daginn sem 50. grein Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB var virkjuð – og í síðasta lagi daginn sem útgangan kemur til framkvæmda.Búseturéttur En það sem samið verður um mun verða að taka til búsetu og varanlegs búseturéttar. Hver sá Íslendingur sem búsettur hefur verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, fram til viðmiðunardagsetningarinnar sem eftir er að ákveða, mun eiga rétt á að sækja um varanlegan búseturétt (e. settled status). Aðrir íslenskir borgarar, sem hefja búsetu í Bretlandi fyrir viðmiðunardagsetninguna, munu hafa rétt á að búa þar áfram uns fimm ára búsetutíma er náð, og sækja þá um varanlegan búseturétt. Fjölskyldumeðlimir sem flytja fyrir útgöngu Bretlands úr ESB til íslensks borgara sem rétt hefur til varanlegrar búsetu í Bretlandi munu líka mega sækja um varanlegan búseturétt eftir fimm ár, óháð umræddri viðmiðunardagsetningu. Bresk stjórnvöld vilja ekki að neinn sjái sig knúinn til að flytja frá landinu, né vilja þau sundra fjölskyldum. Samkomulagið mun einnig taka til aðgangs að menntun, heilbrigðisþjónustu, félags- og lífeyrisréttinda. Ætlunin er að öll þau réttindi sem íslenskir borgarar búsettir í Bretlandi njóta fyrir viðmiðunardagsetninguna, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu, gildi áfram. Við viljum jafnframt halda áfram þátttöku í samstarfinu um Evrópska heilbrigðistryggingaskírteinið (European Health Insurance Card). Það er engin þörf á að íslenskir borgarar í Bretlandi eða breskir á Íslandi grípi til neinna ráðstafana að svo komnu máli, umfram það að lesa tillögurnar í stefnuskjalinu. Við viljum tryggja sams konar réttindi fyrir borgara Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í Bretlandi og boðnir verða borgurum ESB-landa. Á gagnkvæmum grunni. Ég hef ekki orðið var við annað en að íslensk stjórnvöld nálgist allar samræður um framtíðartengsl Íslands og Bretlands á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Bæði ég og bresk stjórnvöld almennt metum þetta mikils og það lofar góðu fyrir framtíðina. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar