"Brexit“ og borgararéttindi Michael Nevin skrifar 29. júní 2017 07:00 Hinn 26. júní birtu bresk stjórnvöld stefnuskjal um réttindi breskra borgara í löndum Evrópusambandsins og ESB-borgara í Bretlandi. Tillögurnar í skjalinu eru af Bretlands hálfu grundvöllur fyrstu lotu samningaviðræðna við hin ESB-ríkin 27 um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Í stefnuskjalinu, nánar tiltekið í grein 11, er vísað til Íslands. Þar segir að við munum ræða hliðstæðar gagnkvæmar lausnir í viðræðum við Ísland (og hin EFTA-ríkin). Þar sem Ísland er ekki aðili að ESB getur það ekki átt beina aðild að samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið. En vegna þess að Ísland er evrópskt grannríki með náin tengsl við Bretland og íslenskir borgarar hafa í gegn um EES-samstarfið notið sambærilegra réttinda og ESB-borgarar í Bretlandi viljum við að það sem við bjóðum ESB-borgurum nái líka til Íslendinga. Með því viljum við undirstrika að Íslendingar eru mikils metnir samborgarar í Bretlandi, rétt eins og breskir borgarar búsettir á Íslandi eru. Þeir hafa lagt, og munu hér eftir sem hingað til, leggja mikilvægan skerf til bresks efnahags, menningar- og félagslífs, og öfugt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum góðum samningum. Það ríkir mikill velvilji milli ríkisstjórna beggja landa og ráðamenn hafa myndað góð tengsl sem leggja línurnar fyrir jákvæða niðurstöðu. Enn hefur ekki verið ákveðið frá hvaða dagsetningu hinar nýju reglur munu gilda. Í tillögunum í stefnuskjalinu er tilgreint að það verði í fyrsta lagi 29. mars 2017 – daginn sem 50. grein Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB var virkjuð – og í síðasta lagi daginn sem útgangan kemur til framkvæmda.Búseturéttur En það sem samið verður um mun verða að taka til búsetu og varanlegs búseturéttar. Hver sá Íslendingur sem búsettur hefur verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, fram til viðmiðunardagsetningarinnar sem eftir er að ákveða, mun eiga rétt á að sækja um varanlegan búseturétt (e. settled status). Aðrir íslenskir borgarar, sem hefja búsetu í Bretlandi fyrir viðmiðunardagsetninguna, munu hafa rétt á að búa þar áfram uns fimm ára búsetutíma er náð, og sækja þá um varanlegan búseturétt. Fjölskyldumeðlimir sem flytja fyrir útgöngu Bretlands úr ESB til íslensks borgara sem rétt hefur til varanlegrar búsetu í Bretlandi munu líka mega sækja um varanlegan búseturétt eftir fimm ár, óháð umræddri viðmiðunardagsetningu. Bresk stjórnvöld vilja ekki að neinn sjái sig knúinn til að flytja frá landinu, né vilja þau sundra fjölskyldum. Samkomulagið mun einnig taka til aðgangs að menntun, heilbrigðisþjónustu, félags- og lífeyrisréttinda. Ætlunin er að öll þau réttindi sem íslenskir borgarar búsettir í Bretlandi njóta fyrir viðmiðunardagsetninguna, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu, gildi áfram. Við viljum jafnframt halda áfram þátttöku í samstarfinu um Evrópska heilbrigðistryggingaskírteinið (European Health Insurance Card). Það er engin þörf á að íslenskir borgarar í Bretlandi eða breskir á Íslandi grípi til neinna ráðstafana að svo komnu máli, umfram það að lesa tillögurnar í stefnuskjalinu. Við viljum tryggja sams konar réttindi fyrir borgara Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í Bretlandi og boðnir verða borgurum ESB-landa. Á gagnkvæmum grunni. Ég hef ekki orðið var við annað en að íslensk stjórnvöld nálgist allar samræður um framtíðartengsl Íslands og Bretlands á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Bæði ég og bresk stjórnvöld almennt metum þetta mikils og það lofar góðu fyrir framtíðina. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hinn 26. júní birtu bresk stjórnvöld stefnuskjal um réttindi breskra borgara í löndum Evrópusambandsins og ESB-borgara í Bretlandi. Tillögurnar í skjalinu eru af Bretlands hálfu grundvöllur fyrstu lotu samningaviðræðna við hin ESB-ríkin 27 um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Í stefnuskjalinu, nánar tiltekið í grein 11, er vísað til Íslands. Þar segir að við munum ræða hliðstæðar gagnkvæmar lausnir í viðræðum við Ísland (og hin EFTA-ríkin). Þar sem Ísland er ekki aðili að ESB getur það ekki átt beina aðild að samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið. En vegna þess að Ísland er evrópskt grannríki með náin tengsl við Bretland og íslenskir borgarar hafa í gegn um EES-samstarfið notið sambærilegra réttinda og ESB-borgarar í Bretlandi viljum við að það sem við bjóðum ESB-borgurum nái líka til Íslendinga. Með því viljum við undirstrika að Íslendingar eru mikils metnir samborgarar í Bretlandi, rétt eins og breskir borgarar búsettir á Íslandi eru. Þeir hafa lagt, og munu hér eftir sem hingað til, leggja mikilvægan skerf til bresks efnahags, menningar- og félagslífs, og öfugt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum góðum samningum. Það ríkir mikill velvilji milli ríkisstjórna beggja landa og ráðamenn hafa myndað góð tengsl sem leggja línurnar fyrir jákvæða niðurstöðu. Enn hefur ekki verið ákveðið frá hvaða dagsetningu hinar nýju reglur munu gilda. Í tillögunum í stefnuskjalinu er tilgreint að það verði í fyrsta lagi 29. mars 2017 – daginn sem 50. grein Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB var virkjuð – og í síðasta lagi daginn sem útgangan kemur til framkvæmda.Búseturéttur En það sem samið verður um mun verða að taka til búsetu og varanlegs búseturéttar. Hver sá Íslendingur sem búsettur hefur verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, fram til viðmiðunardagsetningarinnar sem eftir er að ákveða, mun eiga rétt á að sækja um varanlegan búseturétt (e. settled status). Aðrir íslenskir borgarar, sem hefja búsetu í Bretlandi fyrir viðmiðunardagsetninguna, munu hafa rétt á að búa þar áfram uns fimm ára búsetutíma er náð, og sækja þá um varanlegan búseturétt. Fjölskyldumeðlimir sem flytja fyrir útgöngu Bretlands úr ESB til íslensks borgara sem rétt hefur til varanlegrar búsetu í Bretlandi munu líka mega sækja um varanlegan búseturétt eftir fimm ár, óháð umræddri viðmiðunardagsetningu. Bresk stjórnvöld vilja ekki að neinn sjái sig knúinn til að flytja frá landinu, né vilja þau sundra fjölskyldum. Samkomulagið mun einnig taka til aðgangs að menntun, heilbrigðisþjónustu, félags- og lífeyrisréttinda. Ætlunin er að öll þau réttindi sem íslenskir borgarar búsettir í Bretlandi njóta fyrir viðmiðunardagsetninguna, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu, gildi áfram. Við viljum jafnframt halda áfram þátttöku í samstarfinu um Evrópska heilbrigðistryggingaskírteinið (European Health Insurance Card). Það er engin þörf á að íslenskir borgarar í Bretlandi eða breskir á Íslandi grípi til neinna ráðstafana að svo komnu máli, umfram það að lesa tillögurnar í stefnuskjalinu. Við viljum tryggja sams konar réttindi fyrir borgara Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í Bretlandi og boðnir verða borgurum ESB-landa. Á gagnkvæmum grunni. Ég hef ekki orðið var við annað en að íslensk stjórnvöld nálgist allar samræður um framtíðartengsl Íslands og Bretlands á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Bæði ég og bresk stjórnvöld almennt metum þetta mikils og það lofar góðu fyrir framtíðina. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun