Viðskiptaforskot með smörtustu píunni Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 14. júní 2017 09:00 Danir hafa verið sérlega sniðugir og framsýnir þegar kemur að stuðningi við skapandi greinar. Þannig lýsti Mads Mikkelsen í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu hve dönsk yfirvöld hafa stutt við danskar kvikmyndir með markvissum hætti, að sá stuðningur sé enn til staðar og haldist stöðugur. „Fyrir vikið eru danskar kvikmyndir gríðarlega sterkar á alþjóðlegum mörkuðum og þó það sé munur á milli ára þá eru þetta einfaldlega öflug viðskipti.“ En stuðningurinn á ekki bara við um kvikmyndir því danska ríkið hefur einnig lagt töluverða fjármuni í fyrirtæki sem taka hönnun inn í stefnu sína og viðskiptamódel. Þannig þróaði danska hönnunarmiðstöðin árið 2001 Hönnunarstigann, fjögur þrep af hönnunarnotkun, en hann mælir hvernig dönsk fyrirtæki nýta sér hönnun til fjárhagslegs árangurs. Fyrsta þrepið merkir að engin hönnun sé sýnileg í fyrirtækinu, enginn faglærður hönnuður með í vöruþróun eða annarri þróun innan fyrirtækisins. Öðru þrepi er náð þegar hönnun er tekin inn í lokaútgáfu vöru eða þjónustu, til dæmis þar sem grafískur hönnuður kemur að markaðsvinnunni. Þriðja þrepinu nær það fyrirtæki sem nýtir hönnun frá fyrstu stigum þróunarferlisins þar sem lausnin snýst um að leysa vandamál viðskiptavinarins sem hefur í för með sér aðkomu allra fagaðila. Fjórða þrepinu ná hins vegar þau fyrirtæki sem hafa mótað sér hönnunarstefnu þar sem hönnuðir vinna með eigendum og framkvæmdastjórn að viðskiptamódelinu frá upphafi eða eru þátttakendur í að endurhugsa það frá grunni. Hér er einblínt á aðferðafræði hönnunar og að hún sé hluti af sýn fyrirtækisins og markmiðasetningu – jafnt á við aðra hlekki í virðiskeðju fyrirtækisins. Niðurstaða rannsóknar um efnahagsleg áhrif hönnunar sýnir að þau fyrirtæki sem fjárfesta kerfisbundið í hönnun ná meiri fjárhagslegum árangri að meðaltali, vaxa hraðar, flytja meira út og hagnast meira en þau sem ekki nýta sér aðferðafræði hönnunar. Þess vegna settu Danir fjármagn í að aðstoða fyrirtæki sem nýttu sér hönnun, svo þau kæmust upp um þrep í hönnunarstiganum og skiluðu meiri hagnaði. Einföld og öflug viðskipti. Hönnun er nefnilega smartasta pían á ballinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Danir hafa verið sérlega sniðugir og framsýnir þegar kemur að stuðningi við skapandi greinar. Þannig lýsti Mads Mikkelsen í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu hve dönsk yfirvöld hafa stutt við danskar kvikmyndir með markvissum hætti, að sá stuðningur sé enn til staðar og haldist stöðugur. „Fyrir vikið eru danskar kvikmyndir gríðarlega sterkar á alþjóðlegum mörkuðum og þó það sé munur á milli ára þá eru þetta einfaldlega öflug viðskipti.“ En stuðningurinn á ekki bara við um kvikmyndir því danska ríkið hefur einnig lagt töluverða fjármuni í fyrirtæki sem taka hönnun inn í stefnu sína og viðskiptamódel. Þannig þróaði danska hönnunarmiðstöðin árið 2001 Hönnunarstigann, fjögur þrep af hönnunarnotkun, en hann mælir hvernig dönsk fyrirtæki nýta sér hönnun til fjárhagslegs árangurs. Fyrsta þrepið merkir að engin hönnun sé sýnileg í fyrirtækinu, enginn faglærður hönnuður með í vöruþróun eða annarri þróun innan fyrirtækisins. Öðru þrepi er náð þegar hönnun er tekin inn í lokaútgáfu vöru eða þjónustu, til dæmis þar sem grafískur hönnuður kemur að markaðsvinnunni. Þriðja þrepinu nær það fyrirtæki sem nýtir hönnun frá fyrstu stigum þróunarferlisins þar sem lausnin snýst um að leysa vandamál viðskiptavinarins sem hefur í för með sér aðkomu allra fagaðila. Fjórða þrepinu ná hins vegar þau fyrirtæki sem hafa mótað sér hönnunarstefnu þar sem hönnuðir vinna með eigendum og framkvæmdastjórn að viðskiptamódelinu frá upphafi eða eru þátttakendur í að endurhugsa það frá grunni. Hér er einblínt á aðferðafræði hönnunar og að hún sé hluti af sýn fyrirtækisins og markmiðasetningu – jafnt á við aðra hlekki í virðiskeðju fyrirtækisins. Niðurstaða rannsóknar um efnahagsleg áhrif hönnunar sýnir að þau fyrirtæki sem fjárfesta kerfisbundið í hönnun ná meiri fjárhagslegum árangri að meðaltali, vaxa hraðar, flytja meira út og hagnast meira en þau sem ekki nýta sér aðferðafræði hönnunar. Þess vegna settu Danir fjármagn í að aðstoða fyrirtæki sem nýttu sér hönnun, svo þau kæmust upp um þrep í hönnunarstiganum og skiluðu meiri hagnaði. Einföld og öflug viðskipti. Hönnun er nefnilega smartasta pían á ballinu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar