Sjö bílar fluttir til Íslands með fölsuðum upprunavottorðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Innfluttir bílar við Sundahöfn. Myndin er ekki af bíltegundum sem málið snýr að. Vísir/Eyþór Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent