Handbolti

Cupic tryggði Vardar fyrsta Evrópumeistaratitilinn | Sjáðu sigurmarkið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Vardar fagna.
Leikmenn Vardar fagna. vísir/getty
Vardar frá Skopje í Makedóníu varð í dag Evrópumeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir dramatískan sigur á Paris Saint-Germain, 23-24, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln.

Króatíski hornamaðurinn Ivan Cupic skoraði markið sem tryggði Vardar titilinn á lokasekúndum.

Daniel Narcisse jafnaði metin í 23-23 þegar sjö sekúndur voru eftir. Vardar fékk síðustu sóknina. PSG var einum manni færri og Vardar nýtti sér það, opnaði hægra hornið fyrir Cupic sem fór inn og skoraði framhjá Thierry Omeyer í marki Frakkanna þegar tvær sekúndur voru eftir.

Þetta var í fyrsta sinn sem Vardar kemst í Final Four, úrslitahelgi Meistaradeildarinnar, og Makedóníumennirnir gerðu sér lítið fyrir og fóru alla leið.

Timur Dibirov var markahæstur í liði Vardar með sjö mörk. Cupic, Luka Cindric og Vuko Borozan komu næstir með þrjú mörk hver. Arpad Sterbik, markvörður Vardar, var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar.

Nikola Karabatic skoraði fimm mörk fyrir PSG sem bíður enn eftir sínum fyrsta Meistaradeildartitli.


Tengdar fréttir

Aron og félagar komust ekki í úrslit

Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag.

Aron markahæstur þegar Veszprém tryggði sér bronsið

Aron Pálmarsson var í miklu stuði þegar Veszprém vann Barcelona, 34-30, í leiknum um bronsið í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Aron skoraði átta mörk og var markahæstur á vellinum.

Vardar í úrslit í fyrsta sinn

Það verður Vardar sem mætir Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×