Aron og félagar komust ekki í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 15:00 Aron fær óblíðar móttökur frá Dönunum Mikkel Hansen og Henrik Möllgard. vísir/getty Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag. PSG mætir annað hvort Vardar eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. PSG var lengst af með frumkvæðið í leiknum í dag þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Veszprém byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir. Í stöðunni 15-14 fyrir Veszprém kom góður kafli hjá PSG sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni sem liðið lét ekki af hendi. Aron skoraði aðeins eitt mark úr sex skotum en gaf á annan tug stoðsendinga. Þær hefðu getað orðið fleiri en leikmenn Veszprém fóru illa að ráði sínu í nokkrum dauðafærum í leiknum. Uwe Gensheimer og Mikkel Hansen skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG og þá átti Daniel Narcisse góða innkomu. Thierry Omeyer varði einnig vel í fyrri hálfleik. László Nagy skoraði sex mörk fyrir Veszprém og Gasper Marguc fimm. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.26-27 (Leik lokið): Veszprém tapar boltanum í lokasókninni og PSG fagnar sigri. Nilsson grípur ekki línusendingu Arons.25-27 (58. mín): Nikola Karabatic kemur PSG tveimur mörkum yfir með sínu fyrsta marki í leiknum. Staðan er orðin erfið fyrir Veszprém.25-26 (56. mín): Narcisse fer hrikalega illa með Nilsson, fiskar víti og hann út af. Mikler ver hins vegar vítið frá Hansen. Afar mikilvægt.23-25 (54. mín): Hansen kemur PSG tveimur mörkum yfir af vítalínunni. Daninn er kominn með sjö mörk, líkt og Gensheimer.21-21 (49. mín): Aron sleppir boltanum inn á línuna á Blaz Blagotinsek sem skorar. Aron er kominn með hátt í 10 stoðsendingar í leiknum.18-19 (45. mín): Mirko Alilovic ver víti frá Gensheimer og Marguc refsar með marki hinum megin. Aron að sjálfsögðu með stoðsendinguna. Hann er eins og fóstra; matar samherja sína.16-19 (42. mín): Hansen þrumar boltanum í netið. Þriggja marka munur. Veszprém myndi þiggja betri markvörslu en liðið hefur fengið í leiknum. Svo vantar Ungverjana mörk utan af velli.15-17 (39. mín): Þrjú mörk í röð hjá PSG. Xavier Sabaté, þjálfari Veszprém, tekur leikhlé. Þau eru jafnan skemmtileg. Útileikmennirnir hjá Veszprém, Aron, Ilic og Nagy, eru aðeins 5 af 18 í skotum í leiknum.15-14 (37. mín): Aron finnur Nilsson sem skorar. Önnur stoðsending Arons í röð. Sóknin gengur vel hjá Veszprém hér í upphafi seinni hálfleiks.13-13 (34. mín): Nagy lyftir sér upp og skorar. Tími til kominn. Ekki verið neitt sérstakur í sókninni í dag.12-13 (32. mín): Daniel Narcisse með tvö mörk í röð og PSG komið yfir á nýjan leik. Fín innkoma hjá Narcisse.11-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Veszprém byrjar með boltann og getur komist yfir.11-11 (Fyrri hálfleik lokið): Staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn. Gríðarlega jafn leikur þar sem varnirnar eru í aðalhlutverki. Aron er kominn með eitt mark og nokkrar stoðsendingar. Veszprém hefur farið illa með full mörg færi og er aðeins með 48% skotnýtingu og 30% sóknarnýtingu. PSG gengur illa í uppstilltum sóknarleik en hefur keyrt hraðaupphlaupin vel.9-9 (27. mín): Aron laumar boltanum inn á línuna á Andreas Nilsson sem jafnar metin. Aron er búinn að eiga nokkrar frábærar sendingar sem samherjar hans hafa ekki skilað í marki. Nilsson urðu hins vegar ekki á nein mistök þarna.8-9 (24. mín): Dragan Gajic minnkar muninn í eitt mark af vítalínunni. Slóvensku hægri hornamennirnir hjá Veszprém eru komnir með samtals fjögur mörk, eða helming marka liðsins.6-8 (19. mín): Omeyer ver víti frá Momir Ilic og svo skot frá László Nagy. Þessi aldni höfðingi byrjar leikinn frábærlega.6-7 (15. mín): Aron minnkar muninn í eitt mark með sínu fyrsta marki. Tvö mörk í röð frá Veszprém.4-7 (13. mín): Thierry Omeyer ver frá Cristian Ugalde í dauðafæri. Mikkel Hansen refsar hinum megin. Veszprém hefur farið illa með of mörg dauðafæri.3-5 (8. mín): Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð frá PSG. Gensheimer byrjar af krafti og er kominn með þrjú mörk.3-3 (6. mín): Uwe Gensheimer jafnar í 3-3 með sínu öðru marki. Sóknir liðanna eru beittar hér í upphafi leiks.1-1 (3. mín): Luka Stepancic skorar fyrsta mark leiksins en Renato Sulic svarar fyrir Veszprém.0-0 (Leikur hafinn): Frakkarnir byrja með boltann. Aron spilar ekki vörnina til að byrja með.Fyrir leik:Öll formsatriði að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Þrátt fyrir að peningum hafi verið ausið í liðið á undanförnum árum hefur PSG aldrei unnið Meistaradeildina. Sömu sögu er að segja af Veszprém sem hefur tapað í öll þrjú skiptin sem liðið hefur komist í úrslit (2002, 2015 og 2016).Fyrir leik:Liðin voru saman í riðli í riðlakeppninni. PSG vann fyrri leikinn á heimavelli Veszprém, 28-29, og þann seinni í París, 28-24.Fyrir leik:Aron er þrautreyndur á þessu sviði en hann hefur komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár og sjö sinnum alls. Hann varð meistari með Kiel 2010 og 2012 og var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar 2014 og 2016 þrátt fyrir að vera í silfurliði.Fyrir leik: Okkar maður, Aron Pálmarsson, er í stóru hlutverki hjá Veszprém og hefur komið virkilega sterkur inn eftir meiðslin sem héldu honum frá þátttöku á HM í Frakklandi. Aron var t.a.m. frábær í leikjunum við Montpellier í 8-liða úrslitunum.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks. Hér ætlum við að fylgjast með leik Veszprém og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Handbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag. PSG mætir annað hvort Vardar eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. PSG var lengst af með frumkvæðið í leiknum í dag þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Veszprém byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir. Í stöðunni 15-14 fyrir Veszprém kom góður kafli hjá PSG sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni sem liðið lét ekki af hendi. Aron skoraði aðeins eitt mark úr sex skotum en gaf á annan tug stoðsendinga. Þær hefðu getað orðið fleiri en leikmenn Veszprém fóru illa að ráði sínu í nokkrum dauðafærum í leiknum. Uwe Gensheimer og Mikkel Hansen skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG og þá átti Daniel Narcisse góða innkomu. Thierry Omeyer varði einnig vel í fyrri hálfleik. László Nagy skoraði sex mörk fyrir Veszprém og Gasper Marguc fimm. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.26-27 (Leik lokið): Veszprém tapar boltanum í lokasókninni og PSG fagnar sigri. Nilsson grípur ekki línusendingu Arons.25-27 (58. mín): Nikola Karabatic kemur PSG tveimur mörkum yfir með sínu fyrsta marki í leiknum. Staðan er orðin erfið fyrir Veszprém.25-26 (56. mín): Narcisse fer hrikalega illa með Nilsson, fiskar víti og hann út af. Mikler ver hins vegar vítið frá Hansen. Afar mikilvægt.23-25 (54. mín): Hansen kemur PSG tveimur mörkum yfir af vítalínunni. Daninn er kominn með sjö mörk, líkt og Gensheimer.21-21 (49. mín): Aron sleppir boltanum inn á línuna á Blaz Blagotinsek sem skorar. Aron er kominn með hátt í 10 stoðsendingar í leiknum.18-19 (45. mín): Mirko Alilovic ver víti frá Gensheimer og Marguc refsar með marki hinum megin. Aron að sjálfsögðu með stoðsendinguna. Hann er eins og fóstra; matar samherja sína.16-19 (42. mín): Hansen þrumar boltanum í netið. Þriggja marka munur. Veszprém myndi þiggja betri markvörslu en liðið hefur fengið í leiknum. Svo vantar Ungverjana mörk utan af velli.15-17 (39. mín): Þrjú mörk í röð hjá PSG. Xavier Sabaté, þjálfari Veszprém, tekur leikhlé. Þau eru jafnan skemmtileg. Útileikmennirnir hjá Veszprém, Aron, Ilic og Nagy, eru aðeins 5 af 18 í skotum í leiknum.15-14 (37. mín): Aron finnur Nilsson sem skorar. Önnur stoðsending Arons í röð. Sóknin gengur vel hjá Veszprém hér í upphafi seinni hálfleiks.13-13 (34. mín): Nagy lyftir sér upp og skorar. Tími til kominn. Ekki verið neitt sérstakur í sókninni í dag.12-13 (32. mín): Daniel Narcisse með tvö mörk í röð og PSG komið yfir á nýjan leik. Fín innkoma hjá Narcisse.11-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Veszprém byrjar með boltann og getur komist yfir.11-11 (Fyrri hálfleik lokið): Staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn. Gríðarlega jafn leikur þar sem varnirnar eru í aðalhlutverki. Aron er kominn með eitt mark og nokkrar stoðsendingar. Veszprém hefur farið illa með full mörg færi og er aðeins með 48% skotnýtingu og 30% sóknarnýtingu. PSG gengur illa í uppstilltum sóknarleik en hefur keyrt hraðaupphlaupin vel.9-9 (27. mín): Aron laumar boltanum inn á línuna á Andreas Nilsson sem jafnar metin. Aron er búinn að eiga nokkrar frábærar sendingar sem samherjar hans hafa ekki skilað í marki. Nilsson urðu hins vegar ekki á nein mistök þarna.8-9 (24. mín): Dragan Gajic minnkar muninn í eitt mark af vítalínunni. Slóvensku hægri hornamennirnir hjá Veszprém eru komnir með samtals fjögur mörk, eða helming marka liðsins.6-8 (19. mín): Omeyer ver víti frá Momir Ilic og svo skot frá László Nagy. Þessi aldni höfðingi byrjar leikinn frábærlega.6-7 (15. mín): Aron minnkar muninn í eitt mark með sínu fyrsta marki. Tvö mörk í röð frá Veszprém.4-7 (13. mín): Thierry Omeyer ver frá Cristian Ugalde í dauðafæri. Mikkel Hansen refsar hinum megin. Veszprém hefur farið illa með of mörg dauðafæri.3-5 (8. mín): Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð frá PSG. Gensheimer byrjar af krafti og er kominn með þrjú mörk.3-3 (6. mín): Uwe Gensheimer jafnar í 3-3 með sínu öðru marki. Sóknir liðanna eru beittar hér í upphafi leiks.1-1 (3. mín): Luka Stepancic skorar fyrsta mark leiksins en Renato Sulic svarar fyrir Veszprém.0-0 (Leikur hafinn): Frakkarnir byrja með boltann. Aron spilar ekki vörnina til að byrja með.Fyrir leik:Öll formsatriði að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Þrátt fyrir að peningum hafi verið ausið í liðið á undanförnum árum hefur PSG aldrei unnið Meistaradeildina. Sömu sögu er að segja af Veszprém sem hefur tapað í öll þrjú skiptin sem liðið hefur komist í úrslit (2002, 2015 og 2016).Fyrir leik:Liðin voru saman í riðli í riðlakeppninni. PSG vann fyrri leikinn á heimavelli Veszprém, 28-29, og þann seinni í París, 28-24.Fyrir leik:Aron er þrautreyndur á þessu sviði en hann hefur komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár og sjö sinnum alls. Hann varð meistari með Kiel 2010 og 2012 og var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar 2014 og 2016 þrátt fyrir að vera í silfurliði.Fyrir leik: Okkar maður, Aron Pálmarsson, er í stóru hlutverki hjá Veszprém og hefur komið virkilega sterkur inn eftir meiðslin sem héldu honum frá þátttöku á HM í Frakklandi. Aron var t.a.m. frábær í leikjunum við Montpellier í 8-liða úrslitunum.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks. Hér ætlum við að fylgjast með leik Veszprém og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.
Handbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira