Varúð: Kona undir stýri! Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Fyrir skömmu var hópur íslamskra ferðamanna sóttur í Leifsstöð. Allt voru ferðalangarnir karlmenn. Hópurinn var sóttur á flugvöllinn og keyrður í Bláa lónið. Eftir þá sundferð var keyrt til Reykjavíkur þar sem rútubílstjórinn skilaði farþegunum heilu og höldnu á hótel. En þá kom babb í bátinn. Þótt ekkert hefði verið að ökulagi rútubílstjórans gátu ferðalangarnir umræddu ekki lengur við unað. Hvers vegna? Jú, rútubílstjórinn var kona! Fararstjóri umrædds hóps sá sig því knúinn til að hafa samband við erlendu ferðaskrifstofuna sem hafði selt þeim ferðina. Úr varð að hópurinn fékk nýjan rútubílstjóra: Karlmann! Hafandi verið í rekstri eins og aðrar FKA-konur hafa flestar, ætla ég ekki að segja að ég skilji ekki viðbrögðin. Þjónustuaðilar eiga það einmitt flestir eitt sameiginlegt og það er að viðskiptavinurinn er sá sem hefur rétt fyrir sér. Sem sölu- og þjónustuaðili í gegnum tíðina kannast ég því við mörg tilvikin þar sem bregðast þarf við athugasemdum viðskiptavina eins fljótt og vel og auðið er. En hérna þurfum við aðeins að staldra við. Þannig gildir það fyrir ferðamenn að hér ríkja ákveðnar reglur og menning sem þeir eru að sækja heim. Erlendir ferðamenn eru líka að sækja heim stolta þjóð. Hluti af þessu stolti er að segja frá því og sýna í verki hvar við stöndum í jafnréttismálum. Þannig hafa íslenskar konur löngum verið mjög virkar á vinnumarkaði. Þúsundir íslenskra kvenna standa líka fyrir sínum eigin rekstri og atvinnusköpun um land allt og í öllum atvinnugreinum. Þá höfum við sýnt fordæmi í ýmsu. Ég nefni sérstaklega kynjakvótalögin 2013 og Jafnlaunavottunina sem Alþingi samþykkti á dögunum. Allt eru þetta atriði sem endurspegla það hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Í þessu tilviki tel ég því að við hefðum hreinlega átt að segja „nei“ við viðskiptavininn. Skýra það frekar út fyrir hópnum hvernig menning okkar er. Benda þeim á að út ferðina yrði hópurinn þjónustaður af bæði konum og körlum. Hvar sem er og hvenær sem er. Sem auðvitað þýðir að við konurnar keyrum líka rútur!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgririti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var hópur íslamskra ferðamanna sóttur í Leifsstöð. Allt voru ferðalangarnir karlmenn. Hópurinn var sóttur á flugvöllinn og keyrður í Bláa lónið. Eftir þá sundferð var keyrt til Reykjavíkur þar sem rútubílstjórinn skilaði farþegunum heilu og höldnu á hótel. En þá kom babb í bátinn. Þótt ekkert hefði verið að ökulagi rútubílstjórans gátu ferðalangarnir umræddu ekki lengur við unað. Hvers vegna? Jú, rútubílstjórinn var kona! Fararstjóri umrædds hóps sá sig því knúinn til að hafa samband við erlendu ferðaskrifstofuna sem hafði selt þeim ferðina. Úr varð að hópurinn fékk nýjan rútubílstjóra: Karlmann! Hafandi verið í rekstri eins og aðrar FKA-konur hafa flestar, ætla ég ekki að segja að ég skilji ekki viðbrögðin. Þjónustuaðilar eiga það einmitt flestir eitt sameiginlegt og það er að viðskiptavinurinn er sá sem hefur rétt fyrir sér. Sem sölu- og þjónustuaðili í gegnum tíðina kannast ég því við mörg tilvikin þar sem bregðast þarf við athugasemdum viðskiptavina eins fljótt og vel og auðið er. En hérna þurfum við aðeins að staldra við. Þannig gildir það fyrir ferðamenn að hér ríkja ákveðnar reglur og menning sem þeir eru að sækja heim. Erlendir ferðamenn eru líka að sækja heim stolta þjóð. Hluti af þessu stolti er að segja frá því og sýna í verki hvar við stöndum í jafnréttismálum. Þannig hafa íslenskar konur löngum verið mjög virkar á vinnumarkaði. Þúsundir íslenskra kvenna standa líka fyrir sínum eigin rekstri og atvinnusköpun um land allt og í öllum atvinnugreinum. Þá höfum við sýnt fordæmi í ýmsu. Ég nefni sérstaklega kynjakvótalögin 2013 og Jafnlaunavottunina sem Alþingi samþykkti á dögunum. Allt eru þetta atriði sem endurspegla það hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Í þessu tilviki tel ég því að við hefðum hreinlega átt að segja „nei“ við viðskiptavininn. Skýra það frekar út fyrir hópnum hvernig menning okkar er. Benda þeim á að út ferðina yrði hópurinn þjónustaður af bæði konum og körlum. Hvar sem er og hvenær sem er. Sem auðvitað þýðir að við konurnar keyrum líka rútur!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgririti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar