Alvarlegur hagsmunaárekstur í Hollvinafélagi MR Hrafnkell Hringur Helgason skrifar 26. maí 2017 14:01 Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar