Alvarlegur hagsmunaárekstur í Hollvinafélagi MR Hrafnkell Hringur Helgason skrifar 26. maí 2017 14:01 Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar