Raikkonen: Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. maí 2017 23:30 Sebastian Vettel var afar ánægður með stigin 25. Vísir/Getty Sebastian Vettel vann í Mónakó, fyrsti sigur Ferrari í Furstadæminu Mónakó síðan 2001. Kimi Raikkonen varð annar eftir að hafa tapað forystunni til Vettel í gegnum þjónnustuhlé. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta var afar erfið keppni, ég ætlaði að reyna að stela þessu í ræsingunni en það gekk ekki. Allt í einu fóru dekkin að virka betur og ég gat notað þau til að stela forystunni af Kimi. Við gátum sem lið stungið aðeins af og það gátum við gert. Ég kom sjálfum mér á óvart í dag að hafa getað náð forystunni,“ sagði Vettel eftir keppnina. „Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður, en er þó enn annað sæti. Ég hefði viljað ná meira út úr deginum,“ sagði Raikkonen eftir keppnina. „Ég er glaðari í dag en ég var í gær. Við hefðum geta gert betur í gær en ég náði að vinna vel úr stöðunni í dag með því að stela þriðja sætinu í gegnum þjónustuhléin,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji á Red Bull bílnum. „Við urðum að nýta það að Mercedes var í vandræðum. Við stóðum okkur afar vel og það er rétt að þakka öllum fyrir frábæra helgi,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Við erum nokkuð ánægð með þriðja sætið í dag. Við klúðruðum tímatökunni aðeins í gær og ef við hefðum geta gert meira þar þá hefðum við geta keppt við Ferrari. Verstappen var vissulega aðeins blóðheitur í talstöðinni en það er eðlilegt í Mónakó, það er mikið undir. Við munum setjast niður með honum og útskýra fyrir Max hvernig við háttuðum hlutunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. Max Verstappen var ekki sáttur við að missa Ricciardo fram úr sér í gegnum þjónustuhléin.Daniel Ricciardon varð þriðji og býsna sáttur við það.Vísir/Getty„Við gerðum okkur ekki vonir um meira en tíunda sæti í dag. Ég naut keppninnar ekkert sérstaklega nema þegar ég var með auða braut fyrir framan mig um miðbik keppninnar. Það var erfitt að aka bílnum í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð sjöundi í dag. „Okkur tókst aldrei að halda dekkjunum í skefjum. Þau virkuðu eina stundina og svo alls ekki þá næstu. Við klúðruðum uppsetningunni strax á fimmtudag og okkur tókst ekki að bjarga helginni. Við þurfum að skilja dekkin betri,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Hann telur að skilningur á dekkjunum þurfi að aukast innan liðsins. „Ég rak hausinn í varnarvegginn og þarf því að fara aftur í athuganir í næstu viku. Ég vona að þetta vekji ekki upp meiðslin sem ég var að glíma við í upphafi timabils. Þetta var kjánaleg tilraun hjá Jenson,“ sagði Pascal Wehrlein sem velti Sauber bílnum. „Hann sá mig ekki koma, það er erfitt að sjá aftur fyrir sig í þessum bílum. Ég var glaður að sjá að það var í lagi með hann. Það eru framfarir innan liðsins hjá McLaren. Auðvitað skiptir mestu að Pascal er í lagi,“ sagði Jenson Button sem olli veltu Wehrlein. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56 Sebastian Vettel vann í Mónakó Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 28. maí 2017 13:44 Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. maí 2017 22:15 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel vann í Mónakó, fyrsti sigur Ferrari í Furstadæminu Mónakó síðan 2001. Kimi Raikkonen varð annar eftir að hafa tapað forystunni til Vettel í gegnum þjónnustuhlé. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta var afar erfið keppni, ég ætlaði að reyna að stela þessu í ræsingunni en það gekk ekki. Allt í einu fóru dekkin að virka betur og ég gat notað þau til að stela forystunni af Kimi. Við gátum sem lið stungið aðeins af og það gátum við gert. Ég kom sjálfum mér á óvart í dag að hafa getað náð forystunni,“ sagði Vettel eftir keppnina. „Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður, en er þó enn annað sæti. Ég hefði viljað ná meira út úr deginum,“ sagði Raikkonen eftir keppnina. „Ég er glaðari í dag en ég var í gær. Við hefðum geta gert betur í gær en ég náði að vinna vel úr stöðunni í dag með því að stela þriðja sætinu í gegnum þjónustuhléin,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji á Red Bull bílnum. „Við urðum að nýta það að Mercedes var í vandræðum. Við stóðum okkur afar vel og það er rétt að þakka öllum fyrir frábæra helgi,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Við erum nokkuð ánægð með þriðja sætið í dag. Við klúðruðum tímatökunni aðeins í gær og ef við hefðum geta gert meira þar þá hefðum við geta keppt við Ferrari. Verstappen var vissulega aðeins blóðheitur í talstöðinni en það er eðlilegt í Mónakó, það er mikið undir. Við munum setjast niður með honum og útskýra fyrir Max hvernig við háttuðum hlutunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. Max Verstappen var ekki sáttur við að missa Ricciardo fram úr sér í gegnum þjónustuhléin.Daniel Ricciardon varð þriðji og býsna sáttur við það.Vísir/Getty„Við gerðum okkur ekki vonir um meira en tíunda sæti í dag. Ég naut keppninnar ekkert sérstaklega nema þegar ég var með auða braut fyrir framan mig um miðbik keppninnar. Það var erfitt að aka bílnum í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð sjöundi í dag. „Okkur tókst aldrei að halda dekkjunum í skefjum. Þau virkuðu eina stundina og svo alls ekki þá næstu. Við klúðruðum uppsetningunni strax á fimmtudag og okkur tókst ekki að bjarga helginni. Við þurfum að skilja dekkin betri,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Hann telur að skilningur á dekkjunum þurfi að aukast innan liðsins. „Ég rak hausinn í varnarvegginn og þarf því að fara aftur í athuganir í næstu viku. Ég vona að þetta vekji ekki upp meiðslin sem ég var að glíma við í upphafi timabils. Þetta var kjánaleg tilraun hjá Jenson,“ sagði Pascal Wehrlein sem velti Sauber bílnum. „Hann sá mig ekki koma, það er erfitt að sjá aftur fyrir sig í þessum bílum. Ég var glaður að sjá að það var í lagi með hann. Það eru framfarir innan liðsins hjá McLaren. Auðvitað skiptir mestu að Pascal er í lagi,“ sagði Jenson Button sem olli veltu Wehrlein.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56 Sebastian Vettel vann í Mónakó Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 28. maí 2017 13:44 Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. maí 2017 22:15 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56
Sebastian Vettel vann í Mónakó Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 28. maí 2017 13:44
Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. maí 2017 22:15