Sýnum flott fordæmi – verum fyrirmyndir Rakel Sölvadóttir skrifar 10. maí 2017 07:00 Það var ekki fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum sem ég virkilega fann fyrir því hversu langt við erum komin í jafnréttismálum kynjanna á Íslandi. Viðmót og viðhorf karla til kvenna í Bandaríkjunum fannst mér vægast sagt sjokkerandi og í viðskiptaheiminum var það „alfa-maðurinn“ sem réð ríkjum og alls ekki sjálfgefið að konur gengju í hvaða störf sem er. Fyrir þennan tíma skildi ég eiginlega ekki alla þessa umræðu um jafnréttisbaráttu. Ég ólst upp með þá sýn að það væri enginn kynjamunur og að konur jafnt sem karlar gætu tekið að sér hvaða störf sem er og fengið laun í samræmi við framlegð í starfi. Ég á foreldrum mínum það að þakka að ég fékk tækifæri frá unga aldri til að upplifa störf sem þótt hafa karllæg. Ég var ekki nema 8 ára þegar ég fór fyrst á sjó með pabba og á svipuðum aldri fylgdist ég með mömmu ná kjöri í bæjarstjórn. Það er því ekki skrítið að mér hafi fundist eðlilegast í heimi að konur væru á sjó, að konur væru í pólitík og/eða að konur væru heimavinnandi. Í dag veit ég að það er jafnréttisbaráttunni að þakka hversu langt við erum komin miðað við önnur lönd. Það væri ekki raunin nema fyrir baráttu flottra kvenfyrirmynda Íslands sem hafa rutt veginn fyrir okkur sem á eftir komum. Fyrir þær er ég endalaust þakklát og eins fyrir að hafa alist upp með flottar fyrirmyndir beggja kynja mér við hlið. Það eru nefnilega jákvæðar fyrirmyndir beggja kynja sem skipta máli í baráttunni um jafnrétti. Baráttunni er ekki lokið og það er á ábyrgð okkar allra að vera flottar fyrirmyndir fyrir næstu kynslóðir. Það er ekki síst á ábyrgð ráðamanna að sýna gott fordæmi. En hvernig fordæmi var forsætisráðherra að senda út þegar hann braut jafnréttislög og axlaði ekki ábyrgð? Eru skilaboðin að það sé í lagi að brjóta lög af því að þú heitir Bjarni Ben eða eru skilaboðin þau að það sé bara yfirhöfuð í lagi? Þessi lög eru til staðar af því að við þurfum enn á jafnréttisbaráttu að halda. Við megum ekki láta það líðast að einn af æðstu stjórnendum landsins kýli okkur aftur. Sem kona og sem móðir krefst ég þess að Bjarni Ben segi af sér og sýni það fordæmi sem hann óskaði af Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum sem ég virkilega fann fyrir því hversu langt við erum komin í jafnréttismálum kynjanna á Íslandi. Viðmót og viðhorf karla til kvenna í Bandaríkjunum fannst mér vægast sagt sjokkerandi og í viðskiptaheiminum var það „alfa-maðurinn“ sem réð ríkjum og alls ekki sjálfgefið að konur gengju í hvaða störf sem er. Fyrir þennan tíma skildi ég eiginlega ekki alla þessa umræðu um jafnréttisbaráttu. Ég ólst upp með þá sýn að það væri enginn kynjamunur og að konur jafnt sem karlar gætu tekið að sér hvaða störf sem er og fengið laun í samræmi við framlegð í starfi. Ég á foreldrum mínum það að þakka að ég fékk tækifæri frá unga aldri til að upplifa störf sem þótt hafa karllæg. Ég var ekki nema 8 ára þegar ég fór fyrst á sjó með pabba og á svipuðum aldri fylgdist ég með mömmu ná kjöri í bæjarstjórn. Það er því ekki skrítið að mér hafi fundist eðlilegast í heimi að konur væru á sjó, að konur væru í pólitík og/eða að konur væru heimavinnandi. Í dag veit ég að það er jafnréttisbaráttunni að þakka hversu langt við erum komin miðað við önnur lönd. Það væri ekki raunin nema fyrir baráttu flottra kvenfyrirmynda Íslands sem hafa rutt veginn fyrir okkur sem á eftir komum. Fyrir þær er ég endalaust þakklát og eins fyrir að hafa alist upp með flottar fyrirmyndir beggja kynja mér við hlið. Það eru nefnilega jákvæðar fyrirmyndir beggja kynja sem skipta máli í baráttunni um jafnrétti. Baráttunni er ekki lokið og það er á ábyrgð okkar allra að vera flottar fyrirmyndir fyrir næstu kynslóðir. Það er ekki síst á ábyrgð ráðamanna að sýna gott fordæmi. En hvernig fordæmi var forsætisráðherra að senda út þegar hann braut jafnréttislög og axlaði ekki ábyrgð? Eru skilaboðin að það sé í lagi að brjóta lög af því að þú heitir Bjarni Ben eða eru skilaboðin þau að það sé bara yfirhöfuð í lagi? Þessi lög eru til staðar af því að við þurfum enn á jafnréttisbaráttu að halda. Við megum ekki láta það líðast að einn af æðstu stjórnendum landsins kýli okkur aftur. Sem kona og sem móðir krefst ég þess að Bjarni Ben segi af sér og sýni það fordæmi sem hann óskaði af Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar