Sýnum flott fordæmi – verum fyrirmyndir Rakel Sölvadóttir skrifar 10. maí 2017 07:00 Það var ekki fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum sem ég virkilega fann fyrir því hversu langt við erum komin í jafnréttismálum kynjanna á Íslandi. Viðmót og viðhorf karla til kvenna í Bandaríkjunum fannst mér vægast sagt sjokkerandi og í viðskiptaheiminum var það „alfa-maðurinn“ sem réð ríkjum og alls ekki sjálfgefið að konur gengju í hvaða störf sem er. Fyrir þennan tíma skildi ég eiginlega ekki alla þessa umræðu um jafnréttisbaráttu. Ég ólst upp með þá sýn að það væri enginn kynjamunur og að konur jafnt sem karlar gætu tekið að sér hvaða störf sem er og fengið laun í samræmi við framlegð í starfi. Ég á foreldrum mínum það að þakka að ég fékk tækifæri frá unga aldri til að upplifa störf sem þótt hafa karllæg. Ég var ekki nema 8 ára þegar ég fór fyrst á sjó með pabba og á svipuðum aldri fylgdist ég með mömmu ná kjöri í bæjarstjórn. Það er því ekki skrítið að mér hafi fundist eðlilegast í heimi að konur væru á sjó, að konur væru í pólitík og/eða að konur væru heimavinnandi. Í dag veit ég að það er jafnréttisbaráttunni að þakka hversu langt við erum komin miðað við önnur lönd. Það væri ekki raunin nema fyrir baráttu flottra kvenfyrirmynda Íslands sem hafa rutt veginn fyrir okkur sem á eftir komum. Fyrir þær er ég endalaust þakklát og eins fyrir að hafa alist upp með flottar fyrirmyndir beggja kynja mér við hlið. Það eru nefnilega jákvæðar fyrirmyndir beggja kynja sem skipta máli í baráttunni um jafnrétti. Baráttunni er ekki lokið og það er á ábyrgð okkar allra að vera flottar fyrirmyndir fyrir næstu kynslóðir. Það er ekki síst á ábyrgð ráðamanna að sýna gott fordæmi. En hvernig fordæmi var forsætisráðherra að senda út þegar hann braut jafnréttislög og axlaði ekki ábyrgð? Eru skilaboðin að það sé í lagi að brjóta lög af því að þú heitir Bjarni Ben eða eru skilaboðin þau að það sé bara yfirhöfuð í lagi? Þessi lög eru til staðar af því að við þurfum enn á jafnréttisbaráttu að halda. Við megum ekki láta það líðast að einn af æðstu stjórnendum landsins kýli okkur aftur. Sem kona og sem móðir krefst ég þess að Bjarni Ben segi af sér og sýni það fordæmi sem hann óskaði af Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum sem ég virkilega fann fyrir því hversu langt við erum komin í jafnréttismálum kynjanna á Íslandi. Viðmót og viðhorf karla til kvenna í Bandaríkjunum fannst mér vægast sagt sjokkerandi og í viðskiptaheiminum var það „alfa-maðurinn“ sem réð ríkjum og alls ekki sjálfgefið að konur gengju í hvaða störf sem er. Fyrir þennan tíma skildi ég eiginlega ekki alla þessa umræðu um jafnréttisbaráttu. Ég ólst upp með þá sýn að það væri enginn kynjamunur og að konur jafnt sem karlar gætu tekið að sér hvaða störf sem er og fengið laun í samræmi við framlegð í starfi. Ég á foreldrum mínum það að þakka að ég fékk tækifæri frá unga aldri til að upplifa störf sem þótt hafa karllæg. Ég var ekki nema 8 ára þegar ég fór fyrst á sjó með pabba og á svipuðum aldri fylgdist ég með mömmu ná kjöri í bæjarstjórn. Það er því ekki skrítið að mér hafi fundist eðlilegast í heimi að konur væru á sjó, að konur væru í pólitík og/eða að konur væru heimavinnandi. Í dag veit ég að það er jafnréttisbaráttunni að þakka hversu langt við erum komin miðað við önnur lönd. Það væri ekki raunin nema fyrir baráttu flottra kvenfyrirmynda Íslands sem hafa rutt veginn fyrir okkur sem á eftir komum. Fyrir þær er ég endalaust þakklát og eins fyrir að hafa alist upp með flottar fyrirmyndir beggja kynja mér við hlið. Það eru nefnilega jákvæðar fyrirmyndir beggja kynja sem skipta máli í baráttunni um jafnrétti. Baráttunni er ekki lokið og það er á ábyrgð okkar allra að vera flottar fyrirmyndir fyrir næstu kynslóðir. Það er ekki síst á ábyrgð ráðamanna að sýna gott fordæmi. En hvernig fordæmi var forsætisráðherra að senda út þegar hann braut jafnréttislög og axlaði ekki ábyrgð? Eru skilaboðin að það sé í lagi að brjóta lög af því að þú heitir Bjarni Ben eða eru skilaboðin þau að það sé bara yfirhöfuð í lagi? Þessi lög eru til staðar af því að við þurfum enn á jafnréttisbaráttu að halda. Við megum ekki láta það líðast að einn af æðstu stjórnendum landsins kýli okkur aftur. Sem kona og sem móðir krefst ég þess að Bjarni Ben segi af sér og sýni það fordæmi sem hann óskaði af Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar