Væri hagur af fjölskyldumeðferð innan félagsþjónunnar Guðrún Birna Ólafsdóttir og Erna Stefánsdóttir skrifar 16. maí 2017 09:30 15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00 Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum.
Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun