Væri hagur af fjölskyldumeðferð innan félagsþjónunnar Guðrún Birna Ólafsdóttir og Erna Stefánsdóttir skrifar 16. maí 2017 09:30 15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum.
Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun