HB Statz: FH á þrjá bestu leikmennina í úrslitaeinvíginu til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 12:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Anton Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz. Olís-deild karla Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz.
Olís-deild karla Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira