Engan afslátt af kynjakvótum Eva Baldursdóttir skrifar 17. maí 2017 07:00 Kynjahlutföll í stjórnum félaga með fleiri en 50 starfsmenn eiga að vera 40%/60% samkvæmt hlutafélagalöggjöfinni. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að þessum áskilnaði laganna er ekki framfylgt. Konum í stjórnum fjölgaði eftir lagasetninguna en hinni lögbundnu skiptingu hefur ekki verið náð. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur almennt staðið í stað í um 32% í fjögur ár. Þessi áskilnaður var lögleiddur árið 2010 og fengu viðkomandi fyrirtæki þrjú ár til að bregðast við. Dágóður tími. Þegar félag er stofnað þurfa, samkvæmt hlutafélagalögum, að fylgja upplýsingar um stjórnarmenn. Þá þarf að tilkynna um allar breytingar á stjórn til hlutafélagaskrár. Ef skráning fylgir ekki fyrirmælum laganna er heimilt að synja um skráningu. Hlutafélagaskrá hefur einnig heimild til að skylda félag til að bregðast við ef lögunum er ekki fylgt, að viðlögðum dagsektum. Regla hlutafélagalaga um kynjahlutföllin í stjórnum þessara stærri félaga er eins skýr og þær verða. Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja er ekki marklaus stefnuyfirlýsing. Um er að ræða sett lög frá Alþingi. Í umhverfi félagaréttar láta menn sér ekki í léttu rúmi liggja að fylgja öðrum formreglum sem gilda um rekstur félaga. En meinbugir virðast vera á því að skýrum lagareglum sé fylgt þegar það kemur að jafnrétti. Hvað veldur því? Lög eru ekki þess eðlis að við höfum sjálfdæmi um það hvort við fylgjum þeim eða ekki. Við undirgöngumst samfélagssáttmála þar sem löggjafinn ákveður hvernig kerfi við búum við. Ég hef t.d. ekki val um að keyra á 50 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði, óháð minni persónulegu skoðun á því. Stjórnvöld og eftirlitsaðilar þurfa að fylgja því fast eftir að farið sé að lögum. Það á ekki að veita afslátt af þessum ákvæðum hlutafélagalaga frekar en öðrum. Ég hvet hlutafélagaskrá að beita þeim úrræðum sem hún hefur og taka þessu ekki af léttúð. Ég skora á stjórnvöld, Alþingi og almenning að veita aðhald til að tryggja framfylgd þess að jafna stöðu kynjanna á einkamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Kynjahlutföll í stjórnum félaga með fleiri en 50 starfsmenn eiga að vera 40%/60% samkvæmt hlutafélagalöggjöfinni. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að þessum áskilnaði laganna er ekki framfylgt. Konum í stjórnum fjölgaði eftir lagasetninguna en hinni lögbundnu skiptingu hefur ekki verið náð. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur almennt staðið í stað í um 32% í fjögur ár. Þessi áskilnaður var lögleiddur árið 2010 og fengu viðkomandi fyrirtæki þrjú ár til að bregðast við. Dágóður tími. Þegar félag er stofnað þurfa, samkvæmt hlutafélagalögum, að fylgja upplýsingar um stjórnarmenn. Þá þarf að tilkynna um allar breytingar á stjórn til hlutafélagaskrár. Ef skráning fylgir ekki fyrirmælum laganna er heimilt að synja um skráningu. Hlutafélagaskrá hefur einnig heimild til að skylda félag til að bregðast við ef lögunum er ekki fylgt, að viðlögðum dagsektum. Regla hlutafélagalaga um kynjahlutföllin í stjórnum þessara stærri félaga er eins skýr og þær verða. Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja er ekki marklaus stefnuyfirlýsing. Um er að ræða sett lög frá Alþingi. Í umhverfi félagaréttar láta menn sér ekki í léttu rúmi liggja að fylgja öðrum formreglum sem gilda um rekstur félaga. En meinbugir virðast vera á því að skýrum lagareglum sé fylgt þegar það kemur að jafnrétti. Hvað veldur því? Lög eru ekki þess eðlis að við höfum sjálfdæmi um það hvort við fylgjum þeim eða ekki. Við undirgöngumst samfélagssáttmála þar sem löggjafinn ákveður hvernig kerfi við búum við. Ég hef t.d. ekki val um að keyra á 50 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði, óháð minni persónulegu skoðun á því. Stjórnvöld og eftirlitsaðilar þurfa að fylgja því fast eftir að farið sé að lögum. Það á ekki að veita afslátt af þessum ákvæðum hlutafélagalaga frekar en öðrum. Ég hvet hlutafélagaskrá að beita þeim úrræðum sem hún hefur og taka þessu ekki af léttúð. Ég skora á stjórnvöld, Alþingi og almenning að veita aðhald til að tryggja framfylgd þess að jafna stöðu kynjanna á einkamarkaði.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar