Engan afslátt af kynjakvótum Eva Baldursdóttir skrifar 17. maí 2017 07:00 Kynjahlutföll í stjórnum félaga með fleiri en 50 starfsmenn eiga að vera 40%/60% samkvæmt hlutafélagalöggjöfinni. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að þessum áskilnaði laganna er ekki framfylgt. Konum í stjórnum fjölgaði eftir lagasetninguna en hinni lögbundnu skiptingu hefur ekki verið náð. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur almennt staðið í stað í um 32% í fjögur ár. Þessi áskilnaður var lögleiddur árið 2010 og fengu viðkomandi fyrirtæki þrjú ár til að bregðast við. Dágóður tími. Þegar félag er stofnað þurfa, samkvæmt hlutafélagalögum, að fylgja upplýsingar um stjórnarmenn. Þá þarf að tilkynna um allar breytingar á stjórn til hlutafélagaskrár. Ef skráning fylgir ekki fyrirmælum laganna er heimilt að synja um skráningu. Hlutafélagaskrá hefur einnig heimild til að skylda félag til að bregðast við ef lögunum er ekki fylgt, að viðlögðum dagsektum. Regla hlutafélagalaga um kynjahlutföllin í stjórnum þessara stærri félaga er eins skýr og þær verða. Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja er ekki marklaus stefnuyfirlýsing. Um er að ræða sett lög frá Alþingi. Í umhverfi félagaréttar láta menn sér ekki í léttu rúmi liggja að fylgja öðrum formreglum sem gilda um rekstur félaga. En meinbugir virðast vera á því að skýrum lagareglum sé fylgt þegar það kemur að jafnrétti. Hvað veldur því? Lög eru ekki þess eðlis að við höfum sjálfdæmi um það hvort við fylgjum þeim eða ekki. Við undirgöngumst samfélagssáttmála þar sem löggjafinn ákveður hvernig kerfi við búum við. Ég hef t.d. ekki val um að keyra á 50 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði, óháð minni persónulegu skoðun á því. Stjórnvöld og eftirlitsaðilar þurfa að fylgja því fast eftir að farið sé að lögum. Það á ekki að veita afslátt af þessum ákvæðum hlutafélagalaga frekar en öðrum. Ég hvet hlutafélagaskrá að beita þeim úrræðum sem hún hefur og taka þessu ekki af léttúð. Ég skora á stjórnvöld, Alþingi og almenning að veita aðhald til að tryggja framfylgd þess að jafna stöðu kynjanna á einkamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Kynjahlutföll í stjórnum félaga með fleiri en 50 starfsmenn eiga að vera 40%/60% samkvæmt hlutafélagalöggjöfinni. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að þessum áskilnaði laganna er ekki framfylgt. Konum í stjórnum fjölgaði eftir lagasetninguna en hinni lögbundnu skiptingu hefur ekki verið náð. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur almennt staðið í stað í um 32% í fjögur ár. Þessi áskilnaður var lögleiddur árið 2010 og fengu viðkomandi fyrirtæki þrjú ár til að bregðast við. Dágóður tími. Þegar félag er stofnað þurfa, samkvæmt hlutafélagalögum, að fylgja upplýsingar um stjórnarmenn. Þá þarf að tilkynna um allar breytingar á stjórn til hlutafélagaskrár. Ef skráning fylgir ekki fyrirmælum laganna er heimilt að synja um skráningu. Hlutafélagaskrá hefur einnig heimild til að skylda félag til að bregðast við ef lögunum er ekki fylgt, að viðlögðum dagsektum. Regla hlutafélagalaga um kynjahlutföllin í stjórnum þessara stærri félaga er eins skýr og þær verða. Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja er ekki marklaus stefnuyfirlýsing. Um er að ræða sett lög frá Alþingi. Í umhverfi félagaréttar láta menn sér ekki í léttu rúmi liggja að fylgja öðrum formreglum sem gilda um rekstur félaga. En meinbugir virðast vera á því að skýrum lagareglum sé fylgt þegar það kemur að jafnrétti. Hvað veldur því? Lög eru ekki þess eðlis að við höfum sjálfdæmi um það hvort við fylgjum þeim eða ekki. Við undirgöngumst samfélagssáttmála þar sem löggjafinn ákveður hvernig kerfi við búum við. Ég hef t.d. ekki val um að keyra á 50 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði, óháð minni persónulegu skoðun á því. Stjórnvöld og eftirlitsaðilar þurfa að fylgja því fast eftir að farið sé að lögum. Það á ekki að veita afslátt af þessum ákvæðum hlutafélagalaga frekar en öðrum. Ég hvet hlutafélagaskrá að beita þeim úrræðum sem hún hefur og taka þessu ekki af léttúð. Ég skora á stjórnvöld, Alþingi og almenning að veita aðhald til að tryggja framfylgd þess að jafna stöðu kynjanna á einkamarkaði.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar