Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2017 18:30 Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira