Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2017 18:30 Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira