Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2017 18:30 Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira