Silicor Materials í Hvalfirði og nýju fötin keisarans Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skrifar 19. maí 2017 07:00 Þann 24. apríl síðastliðinn var flutt mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekin var fyrir krafa íbúa í Hvalfirði og fólks sem á þar eignir, um að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs kísilvers Silicor Materials á Grundartanga. Gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðs kísilvers eru háværar og þess krafist að sérstakt tillit skuli tekið til þess að um sé að ræða tilraunaverksmiðju, þá fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Sú staðreynd kallar á sérstaka varúð. En hefur varúð verið viðhöfð? Þvert á móti. Sé leitað í gögn um kísilver Silicor Materials finnst ekki annað efni en það sem Silicor hefur sjálft lagt fram. Óháðir aðilar með til þess bæra þekkingu hafa ekki ennþá rýnt gögn Silicor. Aftur á móti hafa ýmsir áhrifaaðilar beitt lýðskrumi gagnvart almenningi. Hverra hagur er það að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum? Víst er að hagsmunir almennings eru ekki hafðir að leiðarljósi. Faxaflóahafnir sf., sem eru að mestu í eigu Reykjavíkurborgar og eiga iðnaðarsvæðið á Grundartanga, lögðu til við Skipulagsstofnun í bréfi þann 1. apríl 2014 að kísilverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum. Alvarleikinn felst í því að stjórn Faxaflóahafna sf. er skipuð kjörnum fulltrúum almennings og á að gæta hagsmuna þeirra. Talsverður hluti af þeim almenningi mun sitja uppi með afleiðingarnar ef rekstur kísilversins misheppnast, til dæmis íbúar Akraness þar sem hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. var bæjarstjóri um árabil. Í stjórn Faxaflóahafna sf. sitja meðal annarra einnig núverandi oddvitar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Ljóst er að Skipulagsstofnun, sem ákvað að iðjuverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum, notaði einvörðungu gögn frá Silicor Materials sjálfu til að byggja ákvörðun sína á. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, sem hefur skipulagsvald fyrir Grundartanga, leitaði álits um kísilverið hjá ráðgjafarfyrirtækinu Environice í Borgarnesi. Þess var sérstaklega óskað að metnar yrðu verstu mögulegu afleiðingar af starfsemi kísilversins. Environice hafði ekki fremur en aðrir upplýsingar frá óháðum aðilum um framleiðsluferli kísilversins og aflaði þeirra ekki. Þá ákvað ráðgjafarfyrirtækið að þar sem það hefði ekki nein gögn um verstu mögulega útkomu yrði ekki lagt mat á hana. Lýsing Environice á tilraunaverksmiðjunni er samt afar hástemmd þar sem notuð er orðræða um umhverfisvæna stóriðju. Það fyrirbæri er, eðli málsins samkvæmt, ekki til. Þessa niðurstöðu tók sveitarstjórnin góða og gilda. Nauðsynlegt er að fram komi að varaoddviti Hvalfjarðarsveitar er fyrrverandi starfsmaður Environice. Það hefði lýst meiri metnaði sveitarfélagsins að leita til óháðs aðila sem treysti sér til að uppfylla kröfurnar sem settar voru fram. Niðurstaðan hefði þá kannski orðið trúverðug. Umhverfismat fyrir kísilver Silicor Materials er sjálfsagt, eins og fyrir alla stóriðju. Því til stuðnings má nefna að eftir er að afla viðmiðunarmarka á Íslandi fyrir ýmiss konar eiturefni sem er að finna í framleiðsluferli kísilversins. Það er vissulega óásættanleg staða. Jafnframt er ekki ljóst hvaða eiturefni verða geymd á athafnasvæði kísilversins, í hve miklu magni og hvernig þau verða geymd, en þessi atriði skipta miklu máli. Það er dapurlegt að talsmenn og verjendur þess að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta umhverfismati skyldu viðhafa ómálefnalega umræðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. apríl sl. svo sem að það sé lítil mengun frá kísilveri Silicor Materials miðað við önnur iðjuver á Grundartanga. Silicor Materials mun senda mengandi efni út í umhverfið í ófyrirséðu magni. Það er auðvitað kjarni málsins. Ragnheiður Þorgrímsdóttir Einar Tönsberg Ágústa Oddsdóttir Svana Lára Hauksdóttir Jóna Thors f.h. Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þann 24. apríl síðastliðinn var flutt mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekin var fyrir krafa íbúa í Hvalfirði og fólks sem á þar eignir, um að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs kísilvers Silicor Materials á Grundartanga. Gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðs kísilvers eru háværar og þess krafist að sérstakt tillit skuli tekið til þess að um sé að ræða tilraunaverksmiðju, þá fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Sú staðreynd kallar á sérstaka varúð. En hefur varúð verið viðhöfð? Þvert á móti. Sé leitað í gögn um kísilver Silicor Materials finnst ekki annað efni en það sem Silicor hefur sjálft lagt fram. Óháðir aðilar með til þess bæra þekkingu hafa ekki ennþá rýnt gögn Silicor. Aftur á móti hafa ýmsir áhrifaaðilar beitt lýðskrumi gagnvart almenningi. Hverra hagur er það að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum? Víst er að hagsmunir almennings eru ekki hafðir að leiðarljósi. Faxaflóahafnir sf., sem eru að mestu í eigu Reykjavíkurborgar og eiga iðnaðarsvæðið á Grundartanga, lögðu til við Skipulagsstofnun í bréfi þann 1. apríl 2014 að kísilverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum. Alvarleikinn felst í því að stjórn Faxaflóahafna sf. er skipuð kjörnum fulltrúum almennings og á að gæta hagsmuna þeirra. Talsverður hluti af þeim almenningi mun sitja uppi með afleiðingarnar ef rekstur kísilversins misheppnast, til dæmis íbúar Akraness þar sem hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. var bæjarstjóri um árabil. Í stjórn Faxaflóahafna sf. sitja meðal annarra einnig núverandi oddvitar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Ljóst er að Skipulagsstofnun, sem ákvað að iðjuverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum, notaði einvörðungu gögn frá Silicor Materials sjálfu til að byggja ákvörðun sína á. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, sem hefur skipulagsvald fyrir Grundartanga, leitaði álits um kísilverið hjá ráðgjafarfyrirtækinu Environice í Borgarnesi. Þess var sérstaklega óskað að metnar yrðu verstu mögulegu afleiðingar af starfsemi kísilversins. Environice hafði ekki fremur en aðrir upplýsingar frá óháðum aðilum um framleiðsluferli kísilversins og aflaði þeirra ekki. Þá ákvað ráðgjafarfyrirtækið að þar sem það hefði ekki nein gögn um verstu mögulega útkomu yrði ekki lagt mat á hana. Lýsing Environice á tilraunaverksmiðjunni er samt afar hástemmd þar sem notuð er orðræða um umhverfisvæna stóriðju. Það fyrirbæri er, eðli málsins samkvæmt, ekki til. Þessa niðurstöðu tók sveitarstjórnin góða og gilda. Nauðsynlegt er að fram komi að varaoddviti Hvalfjarðarsveitar er fyrrverandi starfsmaður Environice. Það hefði lýst meiri metnaði sveitarfélagsins að leita til óháðs aðila sem treysti sér til að uppfylla kröfurnar sem settar voru fram. Niðurstaðan hefði þá kannski orðið trúverðug. Umhverfismat fyrir kísilver Silicor Materials er sjálfsagt, eins og fyrir alla stóriðju. Því til stuðnings má nefna að eftir er að afla viðmiðunarmarka á Íslandi fyrir ýmiss konar eiturefni sem er að finna í framleiðsluferli kísilversins. Það er vissulega óásættanleg staða. Jafnframt er ekki ljóst hvaða eiturefni verða geymd á athafnasvæði kísilversins, í hve miklu magni og hvernig þau verða geymd, en þessi atriði skipta miklu máli. Það er dapurlegt að talsmenn og verjendur þess að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta umhverfismati skyldu viðhafa ómálefnalega umræðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. apríl sl. svo sem að það sé lítil mengun frá kísilveri Silicor Materials miðað við önnur iðjuver á Grundartanga. Silicor Materials mun senda mengandi efni út í umhverfið í ófyrirséðu magni. Það er auðvitað kjarni málsins. Ragnheiður Þorgrímsdóttir Einar Tönsberg Ágústa Oddsdóttir Svana Lára Hauksdóttir Jóna Thors f.h. Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar