Silicor Materials í Hvalfirði og nýju fötin keisarans Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skrifar 19. maí 2017 07:00 Þann 24. apríl síðastliðinn var flutt mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekin var fyrir krafa íbúa í Hvalfirði og fólks sem á þar eignir, um að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs kísilvers Silicor Materials á Grundartanga. Gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðs kísilvers eru háværar og þess krafist að sérstakt tillit skuli tekið til þess að um sé að ræða tilraunaverksmiðju, þá fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Sú staðreynd kallar á sérstaka varúð. En hefur varúð verið viðhöfð? Þvert á móti. Sé leitað í gögn um kísilver Silicor Materials finnst ekki annað efni en það sem Silicor hefur sjálft lagt fram. Óháðir aðilar með til þess bæra þekkingu hafa ekki ennþá rýnt gögn Silicor. Aftur á móti hafa ýmsir áhrifaaðilar beitt lýðskrumi gagnvart almenningi. Hverra hagur er það að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum? Víst er að hagsmunir almennings eru ekki hafðir að leiðarljósi. Faxaflóahafnir sf., sem eru að mestu í eigu Reykjavíkurborgar og eiga iðnaðarsvæðið á Grundartanga, lögðu til við Skipulagsstofnun í bréfi þann 1. apríl 2014 að kísilverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum. Alvarleikinn felst í því að stjórn Faxaflóahafna sf. er skipuð kjörnum fulltrúum almennings og á að gæta hagsmuna þeirra. Talsverður hluti af þeim almenningi mun sitja uppi með afleiðingarnar ef rekstur kísilversins misheppnast, til dæmis íbúar Akraness þar sem hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. var bæjarstjóri um árabil. Í stjórn Faxaflóahafna sf. sitja meðal annarra einnig núverandi oddvitar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Ljóst er að Skipulagsstofnun, sem ákvað að iðjuverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum, notaði einvörðungu gögn frá Silicor Materials sjálfu til að byggja ákvörðun sína á. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, sem hefur skipulagsvald fyrir Grundartanga, leitaði álits um kísilverið hjá ráðgjafarfyrirtækinu Environice í Borgarnesi. Þess var sérstaklega óskað að metnar yrðu verstu mögulegu afleiðingar af starfsemi kísilversins. Environice hafði ekki fremur en aðrir upplýsingar frá óháðum aðilum um framleiðsluferli kísilversins og aflaði þeirra ekki. Þá ákvað ráðgjafarfyrirtækið að þar sem það hefði ekki nein gögn um verstu mögulega útkomu yrði ekki lagt mat á hana. Lýsing Environice á tilraunaverksmiðjunni er samt afar hástemmd þar sem notuð er orðræða um umhverfisvæna stóriðju. Það fyrirbæri er, eðli málsins samkvæmt, ekki til. Þessa niðurstöðu tók sveitarstjórnin góða og gilda. Nauðsynlegt er að fram komi að varaoddviti Hvalfjarðarsveitar er fyrrverandi starfsmaður Environice. Það hefði lýst meiri metnaði sveitarfélagsins að leita til óháðs aðila sem treysti sér til að uppfylla kröfurnar sem settar voru fram. Niðurstaðan hefði þá kannski orðið trúverðug. Umhverfismat fyrir kísilver Silicor Materials er sjálfsagt, eins og fyrir alla stóriðju. Því til stuðnings má nefna að eftir er að afla viðmiðunarmarka á Íslandi fyrir ýmiss konar eiturefni sem er að finna í framleiðsluferli kísilversins. Það er vissulega óásættanleg staða. Jafnframt er ekki ljóst hvaða eiturefni verða geymd á athafnasvæði kísilversins, í hve miklu magni og hvernig þau verða geymd, en þessi atriði skipta miklu máli. Það er dapurlegt að talsmenn og verjendur þess að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta umhverfismati skyldu viðhafa ómálefnalega umræðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. apríl sl. svo sem að það sé lítil mengun frá kísilveri Silicor Materials miðað við önnur iðjuver á Grundartanga. Silicor Materials mun senda mengandi efni út í umhverfið í ófyrirséðu magni. Það er auðvitað kjarni málsins. Ragnheiður Þorgrímsdóttir Einar Tönsberg Ágústa Oddsdóttir Svana Lára Hauksdóttir Jóna Thors f.h. Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. apríl síðastliðinn var flutt mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekin var fyrir krafa íbúa í Hvalfirði og fólks sem á þar eignir, um að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs kísilvers Silicor Materials á Grundartanga. Gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðs kísilvers eru háværar og þess krafist að sérstakt tillit skuli tekið til þess að um sé að ræða tilraunaverksmiðju, þá fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Sú staðreynd kallar á sérstaka varúð. En hefur varúð verið viðhöfð? Þvert á móti. Sé leitað í gögn um kísilver Silicor Materials finnst ekki annað efni en það sem Silicor hefur sjálft lagt fram. Óháðir aðilar með til þess bæra þekkingu hafa ekki ennþá rýnt gögn Silicor. Aftur á móti hafa ýmsir áhrifaaðilar beitt lýðskrumi gagnvart almenningi. Hverra hagur er það að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum? Víst er að hagsmunir almennings eru ekki hafðir að leiðarljósi. Faxaflóahafnir sf., sem eru að mestu í eigu Reykjavíkurborgar og eiga iðnaðarsvæðið á Grundartanga, lögðu til við Skipulagsstofnun í bréfi þann 1. apríl 2014 að kísilverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum. Alvarleikinn felst í því að stjórn Faxaflóahafna sf. er skipuð kjörnum fulltrúum almennings og á að gæta hagsmuna þeirra. Talsverður hluti af þeim almenningi mun sitja uppi með afleiðingarnar ef rekstur kísilversins misheppnast, til dæmis íbúar Akraness þar sem hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. var bæjarstjóri um árabil. Í stjórn Faxaflóahafna sf. sitja meðal annarra einnig núverandi oddvitar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Ljóst er að Skipulagsstofnun, sem ákvað að iðjuverið þyrfti ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum, notaði einvörðungu gögn frá Silicor Materials sjálfu til að byggja ákvörðun sína á. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, sem hefur skipulagsvald fyrir Grundartanga, leitaði álits um kísilverið hjá ráðgjafarfyrirtækinu Environice í Borgarnesi. Þess var sérstaklega óskað að metnar yrðu verstu mögulegu afleiðingar af starfsemi kísilversins. Environice hafði ekki fremur en aðrir upplýsingar frá óháðum aðilum um framleiðsluferli kísilversins og aflaði þeirra ekki. Þá ákvað ráðgjafarfyrirtækið að þar sem það hefði ekki nein gögn um verstu mögulega útkomu yrði ekki lagt mat á hana. Lýsing Environice á tilraunaverksmiðjunni er samt afar hástemmd þar sem notuð er orðræða um umhverfisvæna stóriðju. Það fyrirbæri er, eðli málsins samkvæmt, ekki til. Þessa niðurstöðu tók sveitarstjórnin góða og gilda. Nauðsynlegt er að fram komi að varaoddviti Hvalfjarðarsveitar er fyrrverandi starfsmaður Environice. Það hefði lýst meiri metnaði sveitarfélagsins að leita til óháðs aðila sem treysti sér til að uppfylla kröfurnar sem settar voru fram. Niðurstaðan hefði þá kannski orðið trúverðug. Umhverfismat fyrir kísilver Silicor Materials er sjálfsagt, eins og fyrir alla stóriðju. Því til stuðnings má nefna að eftir er að afla viðmiðunarmarka á Íslandi fyrir ýmiss konar eiturefni sem er að finna í framleiðsluferli kísilversins. Það er vissulega óásættanleg staða. Jafnframt er ekki ljóst hvaða eiturefni verða geymd á athafnasvæði kísilversins, í hve miklu magni og hvernig þau verða geymd, en þessi atriði skipta miklu máli. Það er dapurlegt að talsmenn og verjendur þess að kísilver Silicor Materials þurfi ekki að sæta umhverfismati skyldu viðhafa ómálefnalega umræðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. apríl sl. svo sem að það sé lítil mengun frá kísilveri Silicor Materials miðað við önnur iðjuver á Grundartanga. Silicor Materials mun senda mengandi efni út í umhverfið í ófyrirséðu magni. Það er auðvitað kjarni málsins. Ragnheiður Þorgrímsdóttir Einar Tönsberg Ágústa Oddsdóttir Svana Lára Hauksdóttir Jóna Thors f.h. Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun