Þráhyggjulok Birgir Guðjónsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Jóhann Hjartarson og Kristín Björk tengdadóttir Kára Stefánssonar senda mér kveðjur í Fréttablaðinu 29. og 30. mars. Í þeim er urmull af staðreyndavillum sem verður að leiðrétta. Bann við misnotkun lyfja er upphaflega tilkomið vegna hættu fyrir íþróttamennina en misnotkunin er ekki síður talin svik og siðleysi. Fundur lyfs í þvagsýni íþróttamanns án fyrri undanþágu er alltaf lyfjabrot eða með öðrum orðum dóping hvort sem lyfið hefur verið tekið af ásetningi eða vangá. Sama hver einstaklingurinn er, lyfið, félagið eða tengdar persónur. Refsing fyrir ásetning er keppnisbann í 2 ár skv. alþjóðareglum, en allt að einu ári fyrir vangá þótt hún sé trúanleg. Minna má á að norska afreksskíðakonan fékk 13 mánaða keppnisbann fyrir að taka varaþurrkslyf af vangá! Jóhann fullyrti í fyrri grein að málfærsla hefði verið DeCode algerlega óviðkomandi. Nafn DeCode er hins vegar efst á þrettán (13) skjölum sem hann lagði fram. Meðal þeirra er skjal frá lækni um lyfjapróf Kristínar, þar sem segir „Spirometria var eðlileg“ og „Áreynslupróf er því algerlega eðlilegt.“ Þetta ætti að leiðrétta tvær meginstaðreyndavillur þeirra! Kristín hafði vissulega leitað læknis vegna öndunarerfiðleika en framlögð gögn eftir á hefðu ekki nægt til undanþágu samkvæmt skilgreindum alþjóðareglum. Jákvætt sýni eftir skriflega yfirlýsingu um engin lyf kom því mjög á óvart. Til þess að forðast líkleg Ragnarök, sem ég skynjaði í kortunum, vildi ég fyrir alla muni leysa þetta sem mögulega vangá með stuttu keppnisbanni. Til þess taldi ég mig þurfa stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins FIBA. Eftir bréfaskriftir, símbréf, tölvupóst, símtöl, ítarlegar skýringar og leiðréttingar, gat ég lagt fram undirrituð símbréf frá þeim og stuðning við að krefjast aðeins þriggja mánaða keppnisbanns, fremur en tveggja ára sem var mögulegt. Ég var þarna raunverulega í hlutverki verjandans. Þessari viðleitni var samt mætt með hroka og fyrirlitningu eins og fram kemur í fyrri grein Jóhanns og krafist sýknunar sem fékkst eins og engin lyf hefðu verið tekin. Ég taldi þetta óeðlilegt eða hreint út sagt svindl. Ég vildi áfrýja til efra dómstigs þar sem hefði mátt hnekkja svindlákæru minni en aðilar gert sé grein fyrir að líklega hefði hún verið staðfest og komu í veg fyrir frekari dómsmeðferð. Ásökun mín um ósvífið siðlaust svindl stendur því. Mál þetta varð til þess að endi var bundinn á tíu ára náið samstarf og stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar við námskeiðahald um íþróttalæknisfræði þar sem fjallað var um forvarnir og umönnun íþróttamanna. Endi var bundinn á marktæka lyfjafræðslu og eftirlit a.m.k undir forystu tveggja fyrrverandi forseta. Er þetta ofurkapp að hindra „réttvísina“ og þriggja mánaða keppnisbann með ítarlegri hnikun staðreynda dæmigert fyrir fyrirtæki sem telur sig einstakt í heiminum í vísindum, þar sem áreiðanleiki, heiðarleiki og siðfræði ættu að vera í fyrirrúmi? Fyrirtækið boðar sífellt lausnir á næsta leiti en fáar sjást og krefst þess nú að taka að sér lífsýnarannsóknir sem eiga að skera úr um sekt eða sýknu manna. Kjarni þessa máls er að vísindafyrirtækjum á að vera hægt að treysta og sömu reglur eiga að gilda um alla í þessu spillta þjóðfélagi en gera því miður ekki. Ég mun ekki hirða um að leiðrétta fleiri staðreyndavillur þeirra þó nóg sé eftir né svara þeim óhróðri sem á mig verður borinn. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og var viðriðinn fræðslu og eftirlit um lyfjamisnotkun innanlands og á alþjóðavettvangi um tveggja áratuga skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Jóhann Hjartarson og Kristín Björk tengdadóttir Kára Stefánssonar senda mér kveðjur í Fréttablaðinu 29. og 30. mars. Í þeim er urmull af staðreyndavillum sem verður að leiðrétta. Bann við misnotkun lyfja er upphaflega tilkomið vegna hættu fyrir íþróttamennina en misnotkunin er ekki síður talin svik og siðleysi. Fundur lyfs í þvagsýni íþróttamanns án fyrri undanþágu er alltaf lyfjabrot eða með öðrum orðum dóping hvort sem lyfið hefur verið tekið af ásetningi eða vangá. Sama hver einstaklingurinn er, lyfið, félagið eða tengdar persónur. Refsing fyrir ásetning er keppnisbann í 2 ár skv. alþjóðareglum, en allt að einu ári fyrir vangá þótt hún sé trúanleg. Minna má á að norska afreksskíðakonan fékk 13 mánaða keppnisbann fyrir að taka varaþurrkslyf af vangá! Jóhann fullyrti í fyrri grein að málfærsla hefði verið DeCode algerlega óviðkomandi. Nafn DeCode er hins vegar efst á þrettán (13) skjölum sem hann lagði fram. Meðal þeirra er skjal frá lækni um lyfjapróf Kristínar, þar sem segir „Spirometria var eðlileg“ og „Áreynslupróf er því algerlega eðlilegt.“ Þetta ætti að leiðrétta tvær meginstaðreyndavillur þeirra! Kristín hafði vissulega leitað læknis vegna öndunarerfiðleika en framlögð gögn eftir á hefðu ekki nægt til undanþágu samkvæmt skilgreindum alþjóðareglum. Jákvætt sýni eftir skriflega yfirlýsingu um engin lyf kom því mjög á óvart. Til þess að forðast líkleg Ragnarök, sem ég skynjaði í kortunum, vildi ég fyrir alla muni leysa þetta sem mögulega vangá með stuttu keppnisbanni. Til þess taldi ég mig þurfa stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins FIBA. Eftir bréfaskriftir, símbréf, tölvupóst, símtöl, ítarlegar skýringar og leiðréttingar, gat ég lagt fram undirrituð símbréf frá þeim og stuðning við að krefjast aðeins þriggja mánaða keppnisbanns, fremur en tveggja ára sem var mögulegt. Ég var þarna raunverulega í hlutverki verjandans. Þessari viðleitni var samt mætt með hroka og fyrirlitningu eins og fram kemur í fyrri grein Jóhanns og krafist sýknunar sem fékkst eins og engin lyf hefðu verið tekin. Ég taldi þetta óeðlilegt eða hreint út sagt svindl. Ég vildi áfrýja til efra dómstigs þar sem hefði mátt hnekkja svindlákæru minni en aðilar gert sé grein fyrir að líklega hefði hún verið staðfest og komu í veg fyrir frekari dómsmeðferð. Ásökun mín um ósvífið siðlaust svindl stendur því. Mál þetta varð til þess að endi var bundinn á tíu ára náið samstarf og stuðning Alþjóðaólympíunefndarinnar við námskeiðahald um íþróttalæknisfræði þar sem fjallað var um forvarnir og umönnun íþróttamanna. Endi var bundinn á marktæka lyfjafræðslu og eftirlit a.m.k undir forystu tveggja fyrrverandi forseta. Er þetta ofurkapp að hindra „réttvísina“ og þriggja mánaða keppnisbann með ítarlegri hnikun staðreynda dæmigert fyrir fyrirtæki sem telur sig einstakt í heiminum í vísindum, þar sem áreiðanleiki, heiðarleiki og siðfræði ættu að vera í fyrirrúmi? Fyrirtækið boðar sífellt lausnir á næsta leiti en fáar sjást og krefst þess nú að taka að sér lífsýnarannsóknir sem eiga að skera úr um sekt eða sýknu manna. Kjarni þessa máls er að vísindafyrirtækjum á að vera hægt að treysta og sömu reglur eiga að gilda um alla í þessu spillta þjóðfélagi en gera því miður ekki. Ég mun ekki hirða um að leiðrétta fleiri staðreyndavillur þeirra þó nóg sé eftir né svara þeim óhróðri sem á mig verður borinn. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og var viðriðinn fræðslu og eftirlit um lyfjamisnotkun innanlands og á alþjóðavettvangi um tveggja áratuga skeið.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar