Vafasamt heimsmet Íslendinga í lyfjaneyslu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 19:45 Ríflega helmingur Íslendinga notar lyfseðilsskyld lyf og dæmi eru um að fólk taki allt að fjörutíu og átta mismunandi lyfi á eins árs tímabili. Þá nota Íslendingar tvisvar til þrisvar sinnum meira af bæði róandi og örvandi lyfjum en íbúar hinna Norðurlandanna. Heilbrigðisráðherra segir að skýringin kunni að vera brotakennt heilbrigðiskerfi. Íslendingum finnst eftirsóknarvert að eiga heimsmet ýmiss konar. Enda ekki algengt að smáríki eigi mörg heimsmet. En eitt heimsmetið var einmitt til umræðu á Alþingi í dag en það er lyfjaneysla Íslendinga. Þar eigum við heimsmet í notkun á bæði örvandi lyfjum og róandi. Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um lyfjanotkun Íslendinga á upptalningu á upplýsingum um neyslu landans á lyfjum. Til að mynda notuðu 55 prósent Íslendinga lyfseðilsskyld lyf sem væri fjórða hæsta hlutfall þjóða Evrópu sem nýlega tóku þátt í heilsufarskönnun. Í skýrslu Landlæknis hafi komið fram dæmi um einstaklinga sem notuðu allt að 48 mismunandi lyfseðilsskyld lyf á tólf mánaða tímabili. „Við notum tvisvar til þrisvar sinnum meira en Norðurlandabúar af örvandi lyfjum, róandi, kvíðastillandi og svefnlyfjum ásamt verkjalyfjum. Notkunin er sú mesta innan OECD landanna og fimm sinnum meiri en í Danmörku. Notkun sýklalyfja og magasárslyfja Íslendinga er sömuleiðis meiri en hinna Norðurlandanna,“ sagði Guðjón. Og listinn yfir lyf var lengri og notkunin meiri en þekkist annars staðar. Þá sagði Guðjón notkun fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti hafa fjórfaldast á tíu ára tímabili. „Og er hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýlegri rannsókn. Um 13 prósent allra íslenskra drengja á aldrinum 10 til 14 ára taka einhvers konar ADHD lyf. Það er margfalt meira en tíðkast á öðrum Norðurlöndum. En Svíþjóð kemst næst Íslandi með 5% hlutfall.,“ sagði Guðjón. Hann velti fyrir sér hvort skýringanna á þessari miklu lyfjanotkun með tilheyrandi kostnaði, mætti leita í lélegu aðgengi að geðheilbrigðiskerfinu og öðrum brestum í heilbrigðiskerfinu. Ekkert benti til að Íslendingar væru frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum og því þyrfti að rannsaka málið. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði að nýlegur lyfjagagnagrunnur ætti að geta unnið á þessum vanda að hluta en margt mætti vera betra í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. „Það er rétt að geta þess að landlæknir sem hefur það hlutverk að fylgjast með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri notkun lyfja í landinu, hefur haldið því fram að mikilvægar ástæður fyrir ofnotkun lyfja á Íslandi sé brotakennt heilbrigðiskerfi. Þar sem heilbrigðisstarfsmenn vinna ekki saman eða sinna ekki sjúklingum á sama hátt og heilbrigðisstarfsmenn annarra þjóða. landlæknir hefur einnig nefnt að aðrir samfélagslegir þættir eins og skólakerfið, þjónusta við aldraða og þeirra sem glíma við örorku sé ekki með sama fyrirkomulagi hér og hjá nágrannaþjóðum. Það geti átt þátt í óhóflegri notkun lyfja,“ sagði Óttarr Proppé. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ríflega helmingur Íslendinga notar lyfseðilsskyld lyf og dæmi eru um að fólk taki allt að fjörutíu og átta mismunandi lyfi á eins árs tímabili. Þá nota Íslendingar tvisvar til þrisvar sinnum meira af bæði róandi og örvandi lyfjum en íbúar hinna Norðurlandanna. Heilbrigðisráðherra segir að skýringin kunni að vera brotakennt heilbrigðiskerfi. Íslendingum finnst eftirsóknarvert að eiga heimsmet ýmiss konar. Enda ekki algengt að smáríki eigi mörg heimsmet. En eitt heimsmetið var einmitt til umræðu á Alþingi í dag en það er lyfjaneysla Íslendinga. Þar eigum við heimsmet í notkun á bæði örvandi lyfjum og róandi. Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um lyfjanotkun Íslendinga á upptalningu á upplýsingum um neyslu landans á lyfjum. Til að mynda notuðu 55 prósent Íslendinga lyfseðilsskyld lyf sem væri fjórða hæsta hlutfall þjóða Evrópu sem nýlega tóku þátt í heilsufarskönnun. Í skýrslu Landlæknis hafi komið fram dæmi um einstaklinga sem notuðu allt að 48 mismunandi lyfseðilsskyld lyf á tólf mánaða tímabili. „Við notum tvisvar til þrisvar sinnum meira en Norðurlandabúar af örvandi lyfjum, róandi, kvíðastillandi og svefnlyfjum ásamt verkjalyfjum. Notkunin er sú mesta innan OECD landanna og fimm sinnum meiri en í Danmörku. Notkun sýklalyfja og magasárslyfja Íslendinga er sömuleiðis meiri en hinna Norðurlandanna,“ sagði Guðjón. Og listinn yfir lyf var lengri og notkunin meiri en þekkist annars staðar. Þá sagði Guðjón notkun fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti hafa fjórfaldast á tíu ára tímabili. „Og er hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýlegri rannsókn. Um 13 prósent allra íslenskra drengja á aldrinum 10 til 14 ára taka einhvers konar ADHD lyf. Það er margfalt meira en tíðkast á öðrum Norðurlöndum. En Svíþjóð kemst næst Íslandi með 5% hlutfall.,“ sagði Guðjón. Hann velti fyrir sér hvort skýringanna á þessari miklu lyfjanotkun með tilheyrandi kostnaði, mætti leita í lélegu aðgengi að geðheilbrigðiskerfinu og öðrum brestum í heilbrigðiskerfinu. Ekkert benti til að Íslendingar væru frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum og því þyrfti að rannsaka málið. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði að nýlegur lyfjagagnagrunnur ætti að geta unnið á þessum vanda að hluta en margt mætti vera betra í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. „Það er rétt að geta þess að landlæknir sem hefur það hlutverk að fylgjast með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri notkun lyfja í landinu, hefur haldið því fram að mikilvægar ástæður fyrir ofnotkun lyfja á Íslandi sé brotakennt heilbrigðiskerfi. Þar sem heilbrigðisstarfsmenn vinna ekki saman eða sinna ekki sjúklingum á sama hátt og heilbrigðisstarfsmenn annarra þjóða. landlæknir hefur einnig nefnt að aðrir samfélagslegir þættir eins og skólakerfið, þjónusta við aldraða og þeirra sem glíma við örorku sé ekki með sama fyrirkomulagi hér og hjá nágrannaþjóðum. Það geti átt þátt í óhóflegri notkun lyfja,“ sagði Óttarr Proppé.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira