Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Makedóníu sem fram fer annað kvöld. Björgvin Páll Gústavsson var ómyrkur í máli þegar Guðjón Guðmundsson hitti hann á tali á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll í dag.
Ísland tapaði gegn Makedóníu á fimmtudaginn og í kjölfarið fengu varnarleikur liðsins og markvarslan töluverða gagnrýni.
Björgvin Páll telur að sú gagnrýni sem hann og liðið fær oft á tíðum ekki vera raunhæfa. Viðtal Guðjóns við Björgvin Pál má sjá í spilaranum hér að ofan.
