Öflugir og traustir lífeyrissjóðir Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar