
Um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla
Það er í sjálfu sér gott og gilt verkefni hverju sinni að fara yfir rekstur framhaldsskóla og skoða hvort hægt sé að haga hlutunum með öðrum hætti og að gæta þess að það bitni ekki á gæðum menntunar og hagsmunum nemenda.
En sameining skólanna snýst ekki um þetta því hér eru á ferðinni miklu stærri atriði og grundvallarspurningar um stefnu í menntamálum og vinnubrögð.
Fyrst þarf að halda því til haga hvernig stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum saumað að framhaldsskólum landsins með niðurskurði, og beinum sparnaðaraðgerðum sem felast í styttingu menntunar og að takmarka aðgengi 25 ára nemenda og eldri að skólunum sem hefur grafið smám saman undan kerfinu. Það eru þekktar aðferðir að draga máttinn úr opinberum stofnunum og að koma þeim því næst í hendur einkaaðila. Og ákvarðanirnar um að takmarka aðgengi 25 ára nemenda að skólunum eru heill kapítuli út af fyrir sig og sýna þær fullkomið skilningsleysi á högum ungs fólks.
Vinnubrögðin í þessu máli eru ámælisverð. Í marga mánuði er búið að vinna að þessari sameiningu sem farið hefur leynt en það óheppilega gerist síðan að málin kvisast út og komast í kastljósið. Í kjölfarið eru málin lögð þannig upp að TS segir þau komin á kynningarstig en ráðherra að verið sé að skoða hlutina og engar ákvarðarnir hafi verið teknar. Starfsfólk FÁ upplifir að málin séu orðinn hlutur og að ekki sé hlustað á fagleg rök, og hvað má þá segja um nemendur. Hvernig stendur á því að það sé hægt bara si svona að fara með mál af þessu tagi framhjá starfsfólki og nemendum skólans og að afgreiða það „úti í bæ“ án þess að það komi fyrst til atbeina Alþingis? Er eitthvað í þessu máli sem ekki þolir dagsins ljós? Þeir sem stýra þarna ferðinni þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Er það eðlilegur hlutur að opinber skóli sé settur í hendur atvinnulífsins? Er það eðlilegur hlutur að hagsmunir atvinnulífsins ráði ákvörðunum í menntamálum? Er það endilega svo að hagsmunir nemenda og almennings séu þeir sömu og hagsmunir atvinnurekenda og atvinnulífsins? Eru hér að baki í þessu máli einhver lýðræðisleg fjöldasamtök sem eru málsvarar hagsmuna nemenda og almennings? Og sýnir sameining þessara skóla að ráðherra hyggst láta atvinnulífinu eftir það hlutverk að halda úti verk-, tækni- og starfsmenntun í landinu? Gæti þá næsta skrefið verið að setja fleiri skóla í hendur atvinnulífisins, VMA í hendur Samherja og VA í hendur Síldarvinnslunnar og Norðuráls?
Það sjá allir sem um þetta vilja hugsa að þetta eru galnar hugmyndir og að við erum sem samfélag komin út á hættulegar brautir í menntamálum. Sameining TS og FÁ og vinnubrögðin í því máli gefa upp boltann með að verið er að lækka þröskuldana fyrir meiri umsvifum einkaaðila í almenna skólakerfinu og að lokað er á lýðræðislega umræðu um stefnumótun í menntamálum. Og hér er ástæða til að rifja upp orð forsætisráðherra á dögunum um að hann sæi hreint ekkert athugunarvert við að einkaaðilar sem hafa með höndum opinbera starfsemi fyrir almenning geti tekið hagnað úr rekstrinum.
Við sem samfélag stöndum frammi fyrir miklum áskorunum vegna alþjóðavæðingar og tæknibreytinga. Það er staðreynd að við eigum í vök að verjast gegn áhrifum enskunnar og rætt er um að ákveðnar grundvallarstoðir menntunar séu í hættu, menning, saga og tunga, með þeim afleiðingum að þráðurinn milli kynslóðanna rakni upp. Það eru galin viðbrögð við okkar áskorunum og stöðu að veikja almenna skólakerfið og minnka menntun. Miklu frekar þurfum við sem samfélag að gefa í. Sterkt almennt skólakerfi er mikilvægur hluti af lýðræðislegu og opnu samfélagi og lífskjörum almennings í landinu.
Skoðun

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar